Hún varđ hvelft viđ og gefa sig fram til lögreglu

Orđlof

Kredda

Kreddufesta ţykir ekki skemmtilegur eiginleiki hjá fólki ţó ađ uppruni orđsins kredda sé ekki endilega neikvćđur. 

Credo á latínu merkir ‘ég trúi’ og trúarjátning kristinna manna kallast credo enda hefst hún á orđunum „Credo in unum deum ...“ á latínu. Kredda merkir ţví upphaflega ’trúarjátning, trúarsetning’ eđa eitthvađ í ţá veruna en hefur síđar fengiđ neikvćđa aukamerkingu. 

Nú er orđiđ haft um skođun sem einhver hefur bitiđ í sig og trúir í blindni og ţeir sem eru kreddufastir halda ţví fastar í skođanir sínar en ef til vill vćri rétt.

Orđaborgarar.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

… ađ fólkiđ hefđi dottiđ nálćgt toppnum Svínafellsmegin.“

Frétt á ruv.is.                                        

Athugasemd: Tveir menn duttu í hlíđum Móskarđshnúka, líklega austasta tindinum sem nefnist Móskarđshnúkur. Hvergi er í nánd fjall sem ber nafniđ Svínafell. Aftur á móti er Svínaskarđiđ á milli Móskarđshnúks og Skálfells. 

Blađamađurinn kann ađ hafa tekiđ rangt eftir. Alltaf er best ađ skođa landakort áđur en álíka fréttir eru birtar. Fjöldi örnefna er á korti Landmćlinga og sáraeinfalt ađ kalla ţađ fram á tölvuskjá. Loftmyndir bjóđa upp á afskaplega vandađar loftmyndir, svo skýrar og nálćgt jörđu ađ undrum sćtir. Ţessi kort eru öllum handhćg sem nenna ađ nota tölvu sína í heimildavinnu.

Svo er ţađ hitt ađ afar ótrúlegt er ađ fólk hafi veriđ á ferđ „Svínaskarđsmegin“. Ţar er ekki gönguleiđ, afar bratt og stórhćttulegt ađ vera í ís og skara.

Grundvallarartriđi í fjallaferđum ađ vetrarlagi er ađ vera međ ísöxi og jöklabrodda og kunna ađ nota grćurnar. Svokallađir mannbroddar eru stórhćttulegir í fjallaferđum, nokkuđ auđvelt ađ komast upp á ţeim en erfitt ađ beita ţeim á niđurleiđ.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Hálfs metra snjó­koma í Madrid.

Fyirsögn á mbl.is.                                         

Athugasemd: Er ţetta ekki vitlaust í Mogganum? var ég spurđur. Ţađ held ég ekki, hrökk upp úr mér. En ég var ekki vissari en svo ađ ég ţurfti ađ fletta orđinu metri upp. Ţá fékk ég fullvissu mína og orđiđ er hárrétt skrifađ í fyrirsögninni. Ţađ beygist svona:

Metri, um metra frá metra til metra.

Eins í öllum föllum nema nefnifalli. Aftur á móti ţekkist orđiđ meter sem er mörgum tamt ađ nota. Flestir gáfumenn mćlast til ţess ađ nota frekar metra og hef ég reynt ađ hlýđa ţví.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

„Ó­hćtt er ađ segja ađ borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar, Sabine Leskopf, hafi orđiđ hvelft viđ …

Fyirsögn á hringbraut/frettabladid.is.                                         

Athugasemd: Sögnin ađ hvelfa merkir ađ setja á hvolf. Hvelfdur er lýsingarorđ og merkir kúptur. 

Líklega hefur blađamađurinn ćtlađ ađ nota orđiđ atviksorđiđ hverft sem merkir ađ bregđa. Nafnorđiđ borgarfulltrúi ćtti ţarna ađ vera ţarna í ţágufalli; borgarfulltrúanum hafi orđiđ …

Tillaga: Ó­hćtt er ađ segja ađ borgar­full­trúa Sam­fylkingarinnar, Sabine Leskopf, hafi orđiđ hverft viđ …

4.

„Gaf sig fram til lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla.

Fyirsögn á visir.is.                                       

Athugasemd: Fyrirsögnin vekur undrun. Frekar er ţetta órökrétt ađ gefa sig fram „til lögreglu“. Í fréttinni segir:

Eins ţeirra var leitađ í allan gćrdag en hann gaf sig sjálfur fram viđ lögreglu seint í gćrkvöld …

Hér er orđalagiđ međ hefđbundnum hćtti, mađurinn gaf sig fram „viđ lögreglu“. Ţetta getur bent til ađ blađamađurinn hafi ekki skrifađ fyrirsögnina. Ţess ber ađ geta ađ síđar var fyrirsögninni breytt og og er hún núna eins og segir í tillögunni hér fyrir neđan.

Í fréttinni er sagt ađ ungmennin hafi veriđ „vistuđ“ í fangaklefa eđa á „viđeigandi stofnun“. Orđalagiđ er örugglega komiđ frá löggunni. Enginn tala svona. Alţýđa manna segir ađ fólk sé sett í fangelsi eđa komiđ fyrir á „viđeigandi stofnun“. Líklega er ţađ ekki nógu fínt mál.

Í Málfarsbankanum segir: „Bćđi er hćgt ađ segja í gćrkvöld og í gćrkvöldi“. Fyrrnefnda orđmyndin er nćr eingöngu notuđ af fréttamönnum Ríkisútvarpsins og hefur smitast til annarra fjölmiđlamanna. Alţýđa manna nota hina.

Tillaga: Gaf sig fram viđ lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband