Spiluđu skák - umferđarpóstur - ökumenn í áfengisástandi

Orđlof

Ógn 

Sá er ţetta ritar vandist viđ ţađ í ćsku, viđ lestur Íslandssögu, ađ Ísland og íslensk tunga hefđu ađeins átt óvin af einum uppruna, ţađ voru Danir og dönsk tunga. 

Nćsta ógn sem kom til sögunnar var útvarpsstöđ varnarliđsins međ ensku og 1958 birtist einn óvinur enn, ţađ voru Bretar og breskir veiđiţjófar. 

Reyndar var ţađ um aldir ađ Íslendingurinn ţoldi vel hvers kyns köpuryrđi, nema ef til vill ađ hann vćri talinn danskur. 

Vilhjálmur Bjarnason. Blađsíđa 15 í Morgunblađinu 3.12.21.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Spiluđu í yfir átta klukkutíma.

Frétt á blađsíđu 2 í Morgunblađinu 4.12.21.                                     

Athugasemd: Hvađ skyldi nú hafa veriđ spilađ? Veiđimađur? Nei. Sjávarútvegsspiliđ? Nei. Bridds? Nei. Ég gefst upp.

Fréttin fjallar um tvo karla sem berjast um heimsmeistaratitilinn í skák. Og ţeir „spiluđu“ skák? Getur ţađ veriđ. Nei. Örugglega ekki.

Nćst má alveg búast viđ ţví ađ sagt verđi í fjölmiđlum ađ einhverjir hafi „leikiđ“ bridds

Tillaga: Tefldu í yfir átta klukkutíma.

2.

„Árásin sem um rćđir fór fram í Laugardalnum í maí áriđ 2016.

Frétt á dv.is.                                      

Athugasemd: Ţađ sem ţarna er feitletrađ er ţarflaust orđalag, nćstum ţví bjánalegt. Ráđist var á fólk og ţađ bariđ. Orđalagiđ „sem um rćđir“ er algjör óţarfi. Árásin var í Laugardal … er miklu skárra. 

Hitt orđalagiđ, „fór fram“ er jafn vitlaust. Árásir eru gerđar.

Tillaga: Árásin var í Laugardalnum í maí áriđ 2016.

3.

„Lögregla setti međal annars upp umferđarpóst í nótt ţar sem áfengisástand ökumanna var kannađ og reyndust tveir undir áhrifum.

Frétt á visir.is.                                      

Athugasemd: Sumum er ekki sjálfrátt. Fjölmiđlar ţurfa ađ hćtta ađ birta bulliđ sem sagt er komiđ úr „dagbók“ löggunnar. Löggan á ekki ađ skrifa fréttir, hún kann ţađ ekki, hún hefur ekkert fréttanef. Blađamenn ţurfa ađ varast „kansellístíl“ löggunnar og meint „lögfrćđilegt“ orđalag hennar, skrifa ţess í stađ fréttir á „eđlilegu máli“.

Orđiđ „umferđarpóstur“ er ekki til í orđabókinni minni. Af samhenginu má ţó ráđa í merkinguna. 

Á íslensku eins og mörgum öđrum málum merkir póstur „bréf, blöđ og annar varningur sem póstţjónusta flytur“ eins og segir á málinu.is.

Á ensku hefur orđiđ „post“ fleiri merkingar. Getur til dćmis veriđ tengt pósti eđa tilkynningum, varđstöđu eđa varđstöđ, embćtti og fleira. Ţannig er ţađ ekki á íslensku.

Í fréttinni segir ađ löggan hafi stöđvađ alla bíla og athugađ hvort ökumenn séu undir áhrifum áfengis. Ţetta kallar löggan ađ kanna „áfengisástand“ ökumanna. Fram kemur ađ tveir hafi veriđ í „áfengisástandi“.

Blađamenn ţurfa ađ verja nokkrum mínútum í ađ umorđa ţađ fáa sem er fréttnćmt í dagbók löggunnar. Og ţeir eru eđa eiga ađ vera betri í skrifum en löggan međ stirđbusalega „stíl“.

Tillaga: Lögreglan stöđvađi međal annars umferđ til ţess ađ kanna hvort ökumenn vćru undir áhrifum áfengis. Tveir voru teknir.

4.

Átta­tíu Co­vid smit greindust innan­lands í gćr …

Frétt á fréttablađinu.is.                                      

Athugasemd: Hrósiđ fćr blađamađur sem birtir frétt um Covid-19 á vef Fréttablađsins. Hvergi byrjar hann málsgreinar á tölustöfum. Hann er ţví einn af fáum blađamönnum sem kunna regluna. Vonandi segir hann öđrum til. Svona menn eiga ađ starfa á hverjum fjölmiđli.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

„Eldfjalliđ Semeru á austur Java í Indónesíu hefur veriđ ađ gjósa nokkuđ reglulega frá árinu 1967 til dagsins í dag …

Frásögn á samfélagsmiđli.                                     

Athugasemd: Mjög algengt er ađ fólk noti sagnir í nafnhćtti í stađ ţátíđar. Veit ekki hvort ţetta sé dćmi um hnignun tungumálsins. Hins vegar hefđi fariđ betur á ţví ađ segja ađ fjalliđ hafi gosiđ eđa gaus.

Óţarfi er ađ segja frá og til dagsins í dag. Ţađ leiđir af sjálfu sér ađ enn gjósi nema annađ sé tekiđ fram.

Tillaga: Eldfjalliđ Semeru á austur Java í Indónesíu hefur gosiđ nokkuđ reglulega frá árinu 1967 …


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband