Geimvera skađar ónćmiskerfiđ - kremjast saman - spilađi stóra rullu

Orđlof

Ritmál og talmál

Talsverđur munur er á rituđu og töluđu máli. Ţetta fer ađ nokkru leyti saman viđ muninn á formlegu og óformlegu málsniđi ţví ritmál er yfirleitt mun formlegra en talmál.

Ţegar viđ skrifum gefum viđ okkur meiri tíma til ađ koma hugsunum okkar í orđ en ţegar viđ tölum og ţví er ritmál yfirleitt mun skipulegra og heilsteyptara en talmál.

Í talmáli geta málsgreinar hins vegar orđiđ mjög langar og samhengislausar. Ţar ađ auki er eđlilegt ađ hika, mismćla sig eđa hćtta í miđri setningu í töluđu máli. Ritmál er ţví langt frá ţví ađ vera skrifađ talmál.

Ritgerđaskrif, mál og stíll. Háskóli Íslands. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Bakkađi bát niđur Reykja­nes­brautina

Frétt á vísi.is.

Athugasemd: Sagt er frá bílstjóra flutningabíl og á honum var bátur. Bílstjórinn bakkađi hvorki bát né báti heldur bakkađi hann flutningabíl sem var međ bát á pallinum, bakkađi međ bátinn.

Til ađ lengja frétt sína segir blađamađurinn:

Bíl­stjóri flutninga­bíls međ bát međ­ferđis olli tölu­verđum töfum á um­ferđ á Reykja­nes­brautinni í morgun. 

Síđar í fréttinni stendur ţetta:

Flutninga­bíllinn hafđi valdiđ tölu­verđri töf á um­ferđ ţegar lögregla bar ađ garđi. 

Fyrst veldur bílstjóri töfum og svo veldur hann töf. Nokkur munur er á eintölu og fleirtölu og breytir notkunin efni málsgreinanna.

Blađamanninum láđist ađ fallbeygja orđiđ lögregla í seinni tilvitnuninni, á ţar ađ vera lögreglu. 

Orđtakiđ ber ađ garđi merkir ađ koma í heimsókn og á ekki viđ ţegar löggan kemur til ađ greiđa úr vandamálum, kemur ekki „í heimsókn“ á Reykjanesbraut. 

Miklu betra og einfaldara er ađ orđa ţetta svona:

Flutninga­bíllinn hafđi valdiđ tölu­verđum á um­ferđ ţegar lögreglan kom.

Í fréttinni er ţetta haft efir löggu:

Ţađ eru nokkur ár til dćmis síđan ađ flutninga­bíll međ gler­gám keyrđi á brú á Höfđa­bakka međ til­heyrandi gler­brotum og töfum á umferđ.

Ţetta er talmál. Lesandinn hefđi skiliđ málsgreinina ţó svo ađ feitletruđu orđunum hefđi veriđ sleppt. Ekki er slćmt stílbragđ ađ skilja eitthvađ eftir fyrir ímyndunarafliđ.

Tillaga: Bakkađi međ bát niđur Reykja­nes­brautina

2.

Auđlind er heiti á tilraunaverkefni endurvinnslufyrirtćkisins Pure North.

Frétt á blađsíđu 18 í Morgunblađinu 22.6.23.

Athugasemd: Furđulegt ađ eigandi fyrirtćkisins skuli kalla ţađ ensku heiti. Íslenskan er líklega ekki nógu fín.

Mynd fylgir fréttinni og á henni sést veggur sem skrifađ er á „auđlind by pure north“. Ţetta kallast einfaldlega smekkleysa.

Fyrirtćkiđ kann ađ vera ţarflegt fyrir land og ţjóđ en forráđamenn sýna tungumálinu engan skilning, ţvert á móti. Óţrifaleg međferđ á íslensku máli á ađ meta til jafns viđ umhverfisspjöll

Tillaga: Engin tillaga.

3.

„Sýna hvernig geim­vera skađar ónćmiskerfiđ.

Frétt á vísi.is. 

Athugasemd: Nei, hér er ekki átt viđ geimveru heldur veru úti í geimnum. Úbbs, jafnvel ţetta kom vitlaust út. Átt er viđ dvöl í geimnum.

Fréttin er fróđleg en hefđi mátt vera betur skrifuđ. Í henni segir:

Sýnt hefur veriđ fram á ađ geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörđu niđri og ţá geti eldri sýkingar tekiđ sig upp aftur.

Af samhenginu má ráđa ađ geimfarar smitist í geimnum. Sá sem er smitandi, smitar ađra. Í heimildinni, Reuter, segir:

The findings offer insight into why astronauts are more susceptible to infections during flights …

Feitletrađa orđiđ merkir móttćkilegur (fyrir smiti), ekki smitandi.

Tillaga: Sýna hvernig dvöl í geimnum skađar ónćmiskerfiđ.

4.

Ísland ekki ađ taka á móti fleira flóttafólki en Danmörk.

Frétt á ruv.is. 

Athugasemd: Ţetta er klúđursleg málsgrein. Tillagan er mun skárri. Hér er ekki gott ađ nota sögn í nafnhćtti.

Tillaga: Ísland tekur ekki á móti fleira flóttafólki en Danmörk.

5.

„… ađ brakiđ benti til ţess ađ kafbáturinn hefđi kramist saman …

Frétt á blađsíđu 14 í Morgunblađinu 23.6.23. 

Athugasemd: Ţađ sem kremst fellur óhjákvćmilega saman. Ofsagt er ađ kremja saman. Í matargerđ er stundum notađur hvítlaukur og hann kraminn. Hvergi í matreiđslubókum er sagt ađ „kremja hvítlauk saman“.

Í fréttinni hefđi vel fariđ á ţví ađ segja ađ kafbáturinn hafi falliđ saman, en ţannig segir í frétt ruv.is.

Tillaga: … ađ brakiđ benti til ţess ađ kafbáturinn hefđi falliđ saman, kramist

6.

Spilađi stóra rullu í brottrekstri Arnars Ţórs en hefur nú sjálfur veriđ rekinn.

Frétt á dv.is.  

Athugasemd: Raunar er fréttin della, sendur ekki undir nafni. 

Landsliđ Bosníu sigrađ Ísland međ ţremur mörkum gegn engu. Nokkru síđar var ţjálfari Íslands rekinn. Sá bosníski átti engan ţátt í brottrekstrinum né „spilađi hann rullu“ í ţví spili.

Nú hefur ţađ gerst ađ ţjálfari Bosníu hefur veriđ rekinn. 

Hvađ međ ţađ? Í hverju felst fréttin? 

Tillaga: Átti stóran ţátt í brottrekstri Arnars Ţórs en hefur nú sjálfur veriđ rekinn

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband