Virkja nefnd - óásćttanlegt - árekstur međ bifreiđunum
2.3.2022 | 14:04
Orđlof
Hrossafluga
Hrossaflugan er af ćttbálki tvívćngna rétt eins og mýflugur og moskítóflugur. Ćttarheitiđ er Tipulidae en ţađ skýrir ekki heiti flugunnar.
Hún hefur stóra og langa fćtur og sker sig ţannig frá mýflugunni.
Líklegast er ađ nafniđ hafi hún fengiđ annađhvort af ţví ađ fćturnir hafi ţótt minna á langa leggi hestsins eđa af ţví ađ ţeir hafi ţótt hrossalegir, ţađ er grófir, klunnalegir, í samanburđi viđ búkinn.
Vísindavefurinn. Guđrún Kvaran prófessor.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Dibrova er sjálf stödd í Finnlandi, ţar sem sendiráđ hennar er stađsett.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Ekki er málsgreinin góđ. Tillagan er mun skárri.
Tillaga: Dibrova er í sendiráđinu í Finnlandi.
2.
Guđmundur Ingi Guđbrandsson félagsmálaráđherra kallađi saman flóttamannanefnd til ađ
Frétt á blađsíđu 6 í Fréttablađinu 27.2.22.
Athugasemd: Flóttamannanefnd er kölluđ saman og er ţađ gott orđalag. Á vef stjórnarráđsins stendur:
Dómsmálaráđherra hyggst virkja rannsóknarnefnd almannavarna sem er sjálfstćđ nefnd sem starfar í umbođi Alţingis.
Af hverju er flóttamannanefndin kölluđ saman en rannsóknarnefnd almannavarna virkjuđ? Er einhver regla í ţessu sem viđ dauđlegir megum ekki greina?
Samkvćmt Gúggöl ţykir flott ađ virkja nefndir og svo ekki sé talađ um áćtlanir. Ţćr eru ekki kallađar saman, hittast ekki eđa funda. Ţessar hafa til dćmis veriđ virkjađar:
- Veitur hafa virkjađ viđbragđsáćtlun. Kópavogsbćr.
- Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norđurlandi vestra virkjuđ. Feykir.
- Neyđarstjórn velferđarsviđs virkjuđ Reykjavíkurborg.
- Í Samhćfingarstöđinni fer fram samhćfing og yfirstjórn almannavarnaađgerđa međ hliđsjón af almannavarnastigi og viđeigandi viđbragđsáćtlun og er stöđin virkjuđ ţegar nauđsyn krefst. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
- Ţađ vćri hins vegar nauđsynlegt ađ geta virkjađ sérstöku bindiskylduna međ skömmum fyrirvara til ţess ađ styđja viđ peningastefnu og ţjóđhagsvarúđ ţegar hćtta eykst á óhóflegu fjármagnsinnstreymi tengdu vaxtamunarviđskiptum. Seđlabankinn.
Atriđi fjögur og fimm eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér ţví ţar hafa höfundarnir náđ óţekktum hćđum í skrifrćđisskrifaraskrifunum og tekst jafnframt gera textann einstaklega gáfulegan, er mér sagt.
Sögnin ađ virkja er gott orđ. Samkvćmt orđabókinni getur ţađ merkt ađ beisla afl eđa orku, til dćmis virkjun. Einnig ađ gera einhvern virkan, nýta starfsorku. Hvort tveggja afar gagnlegt. Öllu má samt ofgera ef allir eru virkjađir. Minnir á hiđ bráđfynda orđ sem notađ er ţegar einhverjum er illt, verkjađur. Ég er nú annars frekar óverkjađur nema fyrir hádegi á sunnudögum.
Í nefndum, stjórnum og ráđum situr oft fólk međ sérţekkingu. Ţví liggur í augum uppi ađ ţegar neyđarstjórn kemur saman er veriđ ađ gera hana gagnlega, nýta starfsorku ţeirra sem í henni sitja. Yfirleitt dugar ađ kalla fólkiđ saman, í ţví er virkjunin fólgin.
Viđ almenningur tölum einfeldningslega um ađ nefndir og hópar hittist og áćtlanir séu teknar í gagniđ eđa í notkun. Svona er nú gáfnamunurinn á gáfađa fólkinu og alţýđunni.
Tillaga: Engin tillaga
3.
Segir ákvörđun Pútíns óásćttanlega.
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Áriđ 1984 kom út íslensk enska orđabók Arnar og Örlygs. Hún var og er enn stórmerkileg, mikiđ ţrekvirki ađ semja hana og gefa út. Á ţessum tíma var orđiđ óásćttanlegur ekki til. Í bókinni er enska orđiđ unacceptable ţýtt sem:
óađgengilegt, ţađ sem er ekki hćgt ađ fallast á eđa sćtta sig viđ, ótćkur
Spekingarnir sem standa ađ Íslenskri nútímamálsorđabók benda á ađ í stađ óásćttanlegt megi átölulaust nota orđ eins og óbođlegt, óađgengilegt, ótćkt, forkastanlegt, óviđunandi, ófullnćgjandi, óţolandi og illţolandi.
Jafnvel enska samheitaorđabókin mín segir ađ í stađ unaceptable sé hćgt ađ nota fjölda annarra orđa. Hér eru dćmi:
insufferable, unsatisfactory, impermissible, inadmissible, inappropriate, unsuitable, undesirable, unreasonable, objectionable, insupportable; offensive, obnoxious, disagreeable, disgraceful, deplorable, terrible, distasteful, displeasing, improper, unseemly
Íslenskt mál er líka afar fjölbreytt og engin ástćđa til ađ hengja sig í sama orđiđ eđa orđalagiđ. Í fréttum getur ţađ beinlínis skemmt máliđ enda ţýđir unacceptable ekki óásćttanleg jafnvel ţó ekki sé hćgt ađ sćtta sig viđ ákvörđun Pútíns.
Tillaga: Segir ákvörđun Pútíns óţolandi.
4.
Á Ísafirđi er ţannig útlit fyrir ađ ţađ kyngi niđur snjó, einkum í eftirmiđdaginn og í kvöld.
Fćrsla á Facebook 28.2.22.
Athugasemd: Orđiđ eftirmiđdagur hefur fyrir löng náđ ná fótfestu í málinu. Ţegar ég var í menntaskóla fyrir allnokkrum árum var brýnt fyrir okkur ađ nota frekar orđiđ síđdegi í stađinn. Og ţađ hef ég gert síđan enda gott afbragđs orđ.
Málgreinin er frekar hrođvirknislega orđiđ ađ minnsta kosti hefđi Ólafur Oddsson íslenskukennari gert athugasemdir viđ hana. Tillagan er mun skárri.
Tillaga: Útlit er fyrir ađ á Ísafirđi muni kyngja niđur snjó, einkum síđdegis og í kvöld.
5.
Síđar um daginn var bifreiđ ekiđ norđur Lönguhlíđ ţegar annarri bifreiđ var ekiđ vestur Úthlíđ, inn á Lönguhlíđ og varđ árekstur međ bifreiđunum.
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Er ţađ frétt ef tveir bíla rekast hvor á annan? Málsgreinin er illa orđuđ. Óţarfa nástađa er međ orđinu bifreiđ. Niđurlag málsgreinarinnar er klúđur. Tillagan er mun skárri.
Fjölmiđlar ţurfa ađ hćtta ađ birta svokallađa dagbók löggunnar. Í henni eru sjaldnast neitt markvert.
Hér er annađ sorglega illa skrifuđ málsgrein í fréttinni:
Á mánudaginn var vörubifreiđ ekiđ suđur Hálsabraut ađ gatnamótum Dragháls ţegar fólksbifreiđ var ekiđ austur Dragháls inn á Hálsabraut og varđ árekstur međ bifreiđunum. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.
Skrýtiđ ţetta orđalag ađ árekstur verđi međ bifreiđum. Er ekki viss um hvort ţađ komi frá löggunni eđa blađamanni fréttarinnar. Í alţýđumáli merkir ţetta einfaldlega árekstur. Lýsingin er of ítarleg.
Eftirfarandi er skárra:
Á mánudaginn rákust saman fólksbíll og vörubíll á mótum Dragháls og Hálsabrautar. Ökumađur fólksbílsins var fluttur á slysadeild.
Ég giska á ađ sá sem slasađist hafi ekiđ fólksbílnum. En var hann fluttur á slysadeild? Heitir hún ekki bráđamóttaka?
Hér er eitt gott ráđ fyrir nýliđa í blađamennsku: Ekki skrifa of ítarlega um mál sem vart standa undir nafni sem frétt.
Tillaga: Árekstur varđ í gćr á mótum Lönguhlíđar og Úthlíđar.
6.
Algjört logn inni í skógi.
Frétt á blađsíđu 4 í Viđskipta-Mogganum 2.3.22.
Athugasemd: Svona er oft sagt, líklega til ađ leggja áherslu á logniđ. Sumir segja rosalegt logn, mikiđ logn, svakalegt logn og svo framvegis. Ţetta eru dćmigerđar áherslur í talmáli. Tillagan mín er vonlaus, ţar vantar logniđ áherslu talmálsins.
Ţó má hafa í huga ađ sé logniđ ekki algjört ber ţađ önnur nöfn, til dćmis kul, gjóla eđa andvari. Sérstađa lognsins er mikil í talmáli. Enginn segir algjört kul.
Stundum er hvasst, rok eđa stormur og ţá segja spaugsamir ađ logniđ sé á mikilli hreyfingu. Og viđstaddir glotta, brosa, hlćgja
Tillaga: Logn er inni í skógi.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.