Óasćttanlegt - Rússar eiga ekki stađ - virkur ţátttakandi í mínu íţróttauppeldi

Orđlof

Ţegar málshćttir afbakast

Stundum geta málshćttir líka haldist óbreyttir ţótt merkingin breytist ađ einhverju leyti. 

„Betra er autt rúm en illa skipađ“ getur röklega alveg vísađ til mikilvćgis ţess vanda til makavals enda kannski fleiri í ţeim sporum ţessi árin ađ finna ekki ákjósanlegan maka en ţeir sem ţurfa ađ ráđa menn í skipsrúm.

En geta orđtök og málshćttir orđiđ „rétt“ ţegar myndmáliđ verđur fáránlegt? 

Getur talist rétt ađ „berjast á banaspjótum“, „bíta í ţađ súra enni“ eđa „ađ tala fyrir tómum eyrum“ ef nógu margir taka slíkar samsetningar upp í algjöru hugsunarleysi?

Eva Hauksdóttir. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Óásćttanlegt

Algengt orđ í fréttum fjölmiđla.                                     

Athugasemd: Ţetta orđ er orđiđ svo vinsćlt ađ halda mćtti ađ ţađ vćri merki um gáfur ađ nota ţađ. 

Ţingmenn gagnrýna ráđherra fyrir orđ hans og segja ţau „óásćttanleg“. Engum dettur í hug ađ segja orđalagiđ óbođlegt, óviđunandi, óviđeigandi eđa óţolandi.

Orđinu „óásćttanlegur“ má skipa í orđaflokk sem nefna má drasl enda slök ţýđing á enska orđinu „unacceptable“. Rýr orđaforđi er öllum til vandrćđa svo ekki sé talađ um ţann einhćfa.

Tillaga: Óbođlegt.

2.

„Rússar eigi ekki stađ í mann­réttinda­ráđi SŢ.

Frétt á fréttablađinu.is.                                      

Athugasemd: Ţetta er afar illa orđađ og langt frá heimildinni, samt sagt í fyrirsögn og í meginmáli fréttar. Enginn grípur inn í og lagfćrir eđa leiđréttir blađamanninn. Fimm dögum eftir birtingu er fréttin óbreytt.

Á Tvitter segir utanríkisráđherra Bretlands:

Russia cannot remain a member of the UN Human Rights Council.

Oft er betra er ađ ráđa ţokkalegan íslenskumann sem blađamann heldur en ţann sem er međ BA gráđu í tungumálum. Sé sá fyrrnefndi er hann miklu líklegri til ađ geta skrifa vel orđađa frétt sem byggist á erlendum heimildum.

Tillaga: Rússland getur ekki veriđ áfram í mann­réttinda­ráđi SŢ.

3.

„Fađir minn var mjög virkur ţátttakandi í mínu íţróttauppeldi

Frétt á blađsíđu 22 í Morgunblađinu 6.4.22.                                     

Athugasemd: Skrýtin málsgrein, ţversagnakennd, hefđi mátt orđa skýrar. Tillagan er skárri.

Ţarna stendur „mínu íţróttauppeldi“. Óskaplega algengt er ađ eignarfornafniđ standi á undan nafnorđinu. Ţannig er ţađ í ensku en mun sjaldnar í íslensku og ţví betra ađ segja „íţróttauppeldi mínu“. Hins vegar hef ég aldrei heyrt orđiđ „íţróttauppeldi“ í svona samhengi. Betur fer á ţví ađ nota orđasambandiđ ađ ala upp.

Tillaga: Fađir minn ól mig upp í íţróttum …

4.

Ađ tryggja ađ til stađar séu jákvćđar forsendur fyrir frjálsri för og verslun á Norđurlöndum er mikiđ forgangsmál í norrćnu samstarfi …

Norrćnt samstarf.                                     

Athugasemd: Hvers vegna byrjar fólk á sögn í nafnhćtti? Ţađ er svo stíllaust, flatt og ómerkilegt ađ engu tali tekur. Ţar ađ auki er ofangreind málsgrein nálćgt ţví ađ vera innantómt tal. Tillaga en skárri ţó mađur skilji ekki málsgreinina til fullnustu. Af hverju er til dćmis ekki sagt ađ forgangsmáliđ sé ađ tryggja frjálsa för og verslun? 

Tillaga: Forgangsmál í norrćnu samstarfi er ađ tryggja forsendur fyrir frjálsri för og verslun á Norđurlöndum …


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband