Tilneyddur ađ rćna banka, altaristafla glatađist í bruna og wannabe -braskarar

Orđlof

Váhrifaskvaldur

Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem ţvađrar og masar á samfélagsmiđli sínum fáum til góđs og jafnvel einhverjum til tjóns á međan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verđleika sinna. 

Lárus Jón Guđmundsson. Fréttablađiđ 22.9.21, blađsíđu 16. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Viđ heimkomuna glímir hann viđ áfallastreituröskun, verđur háđur vímuefnum og sér sig tilneyddan ađ rćna banka.“

Frétt á blađsíđu 26 í Morgunblađinu 22.9.21.                                     

Athugasemd: Mikiđ er á einn mann lagt. Ţessi sem frá er sagt glímir viđ áfallastreituröskun, notar vímuefni og … rćnir banka. Ţetta er svona álíka og sagt var um mann nokkurn ađ honum „varđ ţađ á“ ađ berja einhvern. Eđa hinn sem „lenti í ţví“ ađ nauđga konu. Hörmulegt ađ vita til ţess hvernig lífiđ leikur ţá sem engan vilja hafa.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Einstök altaristafla glatađist í brunanum.

Fyrirsögn á ruv.is.                                      

Athugasemd: Til sannsvegar má segja ađ altaristaflan hafi glatast er hún brann. Í ţađ minnsta segir íslensk orđsifjabók ađ ţađ sem glatist fari til spillist, eyđileggist. Ekkert kemur ţó í stađinn fyrir sögnina ađ brenna. 

Einfalt mál er best í fréttum. Tillagan er mun skárri en fyrirsögnin. Ađ öđru leyti er fréttin ágćtlega skrifuđ.

Tillaga: Einstök altaristafla brann.

3.

„Ţetta er ekki kostnađarsamt og er einfalt í dag …

Frétt á Fréttablađinu.is.                                     

Athugasemd: Dálítiđ skrýtiđ orđ „kostnađarsamt“, en ekki gleyma ađ lýsingarorđiđ dýrt er miklu, miklu betra. Eđa ódýrt.

Tillaga: Ţetta er ekki dýrt og er einfalt í dag …

4.

„Ţessvegna er Smárinn bestur ţegar hann er yfirspenntur og óđamála og frussar orđunum út úr sér einsog vínberjasteinum í heilagri brćđi og lćtur vađalinn ganga í belg og biđu og keyrir sig upp í trylling yfir óréttlćti heimsins og arđráni auđvaldsins og hrćđilegum kapítalistum sem leyfi sér ađ grćđa peninga, og hrćsnandi vellauđugum útrásarritstjórum sem komi sér hjá ađ borga kúguđum starfsmönnum sínum umsamin laun, og hvađ ţađ sé nú ömurlega óréttlátt ađ wannabe-braskarar skuli fljúga um í einkaţotum útrásarvíkinganna á međan hreingerningakonan lepji dauđann úr skúringafötu o.s.frv.

Grein á blađsíđu 28 í Morgunblađinu 24.9.21.                                     

Athugasemd: Höfundurinn virđist vera einn af fáum sem getur skrifađ langar málsgreinar án ţess ađ tapa ţrćđinum ţó vissulega megi gagnrýna orđalag eins og „wannabe-braskarar“. Má vera ađ ţađ merki ţá sem langar en geta ekki. Ţó er gott ađ hann endađi međ „og svo framvegis“ í stađ ţess ađ halda áfram. 

Hann segir ennfremur:

Hann vill drepa niđur einstaklingsframtakiđ en fjölga ţess í stađ ríkisstarfsmönnum (jökkum á stólum) og vinstrisinnuđum alţingismönnum og vill láta ríkiđ sjá um alla ţćtti samfélagsins og miđstýra kerfinu ađ ofan og ganga á milli bols og höfuđs á stóreignafólki og viđskiptamógúlum og ţeim sem skapa verđmćti og draga björg í landsbú og ađ ţađ beri ađ tćma ríkissjóđ sem allra fyrst til ađ byggja upp innviđi samfélagsins og fara ađ safna glćsilegum skuldum ađ hćtti Reykjavíkurborgar, og til ađ kóróna snilldina ţá er hann ađ sjálfsögđu sammála rétthugsandi vinstriríkisstjórninni um ađ ţađ eigi ađ spređa fleiri tugum milljarđa í loftslagstrúarbrögđin og flytja sem allra mest af síđskeggjuđum velferđarflóttabörnum og lúxushćlisleitendum inní landiđ ţví viđ séum svo ofbođslega rík og svo svakalega gott fólk. 

Gaman er ađ lesa greinina sem er rituđ af miklu hugarflugi og nćrri ţví djúpum skilningi á íslensku ţjóđfélagi.

Ţessi mannlýsing er óborganleg:

Hann vill ađ flokkarnir fái á tilfinninguna ađ hann sé ekki einsog hver annar ódannađur vanţroska tađreyktur pírapi á sokkaleistunum sem vilji bara öskra sig hásan í stjórnarandstöđu heldur ađ hann sé siđađur ábyrgur sósíalistaleiđtogi í vandlega útjöskuđum verkamannalörfum sem geti sest niđur og rćtt enn ţá útjaskađri hugmyndafrćđi sína af yfirvegun á málefnalegum grundvelli. 

Og ég hló enn og aftur. Gaman ađ svona grein sem birtist rétt fyrir kosningar. Vara viđ ađ nokkur mađur reyni ađ lesa ţessar löngu málsgreinar upphátt ţví ţađ kann ađ leiđa til andnauđar, jafnvel dauđa.

Tillaga: Engin tilaga


Bloggfćrslur 24. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband