Axarsköftin í fjölmiđlum á árinu 2022

Hér eru nokkuđ af ţví sem ég hef fjallađ um á árinu 2022. Óţarfi er ađ hafa frekari orđ um upptalninguna. Hún skýrir sig sjálf. Linkar eru á allar fréttir. Forvitnilegt ađ ađ skođa hvort fjölmiđlar leiđrétti málfar eđa vitleysur. Slíkt er afar sjaldgćft.

Númerin eru ađeins til hćgđarauka, ekki mat á hvort eitt sé verra en annađ. Ţess ber ađ geta ađ ţetta er ađeins brot af ţví sem ritađ var um á ţessum vettvangi. Margt annađ ćtti erindi hingađ.

Alrćmt

  1. „… ţar sem ís­inn á vatn­inu er orđinn of ţykk­ur til ađ hćgt sé ađ fram­kvćma ţar köf­un …“ Frétt á mbl.is.           
  2. „Hóteliđ er stađsett á Hellu …“  Auglýsing á blađsíđu 12 í Morgunblađinu 19.3.22.  
  3. „…toppi Matterhorn en fjalliđ er stađsett í Ölpunum á landamćrum Sviss og Ítalíu.“ Frétt á visi.is.      
  4. „Bílsys átti sér stađ á Sogavegi rétt í ţessu.“ Frétt á visi.is. 
  5. „Rússar eigi ekki stađ í mann­réttinda­ráđi SŢ.“ Frétt á fréttablađinu.is.        
  6. „Mik­il um­ferđarteppa er ţessa stund­ina á Miklu­braut­inni í austurátt vegna bíl­slyss sem átti sér stađ of­ar­lega í Ártúns­brekk­unni.“ Frétt á mbl.is.   
  7. Fyrir eru til stađar eđa í ferli fjöldi kvíabóla annarra fyrirtćkja í Djúpinu.“ Frétt á blađsíđu 14, Sviđsljós, í Morgunblađinu 27.9.22.  
  8. „Viđbragđsáćtlanir til stađar komi til hryđjuverkaárása.“ Frétt á ruv.is
  9. „Yf­ir­völd í Úkraínu segja her­sveit­um sín­um hafa tek­ist ađ sprengja brú á mik­il­vćgri stađsetn­ingu í Ker­son.“ Frétt á mbl.is. 
  10. „Húsiđ er vel stađsett í jađri hverfisins međ …“ Auglýsing á fasteignablađi Fréttablađsins 6.12.22. 
  11. „Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áđur en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stađ áriđ 2024.“ Frétt á vísi.is. 
  12. „Eld­ur kviknađi í Skíđaskál­an­um í gćr­kvöldi ţegar ţar fór fram fyrsta jóla­hlađborđ vetr­ar­ins.“ Frétt á mbl.is. 
  13. „Nýjar rannsóknir Sensai benda til ţess ađ hrukkur og fínar línur eiga til ađ varpa skugga sínum á húđina sveipa hana blćju grámans. Ţessa skugga verđur ađ hrekja á burt til ađ húđin geti risiđ upp í ljóma og sýnt sitt fegursta. Ţegar hulu grámans er svipt í burtu ţá lađast húđin ađ Silk skin sem lýsir upp ađ innan.“ Auglýsing í Fréttablađinu 4.3.22.      
  14. „Varnar­mála­ráđu­neyti Rússa til­kynnti í dag ađ sprengt hefđi veriđ skriđ­dreka sem Vestur­lönd hafi komiđ til Úkraínu.“ Frétt á fréttablađinu.is.       
  15. „Ţađ er nátt­úru­lega ofbođslegt magn af fólki sem geng­ur Lauga­veg­inn og all­ir voru međvitađir um hvernig veđirđ vćri og vel upp­lýst­ir en nokkr­ir voru van­bún­ir til ţess­ar­ar göngu.“ Frétt á mbl.is.  

Ţoka

  1. „For­mađur FKA neitar ađ stíga frá borđi.“ vísir.is.
  2. „Ţá er gott ađ vita af skjóli innan handar undan vćtu og vindi.“ Myndatexti á blađsíđu 2 í Fréttablađinu 12.1.22.
  3. Hćtta međ sér verđlaun fyrir söngvara og söngkonu ársins.“ Fyrirsögn á vísi.is.
  4. Fjöldi ţess fólks sem ţarfn­ast öndunarvélar hef­ur sama skapi stađiđ óhaggađur …“ Frétt á mbl.is.                     
  5. „Ef hópur fer hér um og leiđsögumađur kaupir kannski 40 brauđ á leiđ upp á hálendiđ hlýtur ađ skapast ástand …“ Frétt á blađsíđu tvö í Fréttablađinu.
  6. „Melník hef­ur átt há­vćra rödd í umrćđunni í Ţýskalandi …“ Frétt á mbl.is.
  7. „Hún segir ţađ síđan hafa komiđ sér á óvart ţegar ađrir stjórnarmeđlimir, og nefnir sérstaklega vin miđlimarins …“ Frétt á fréttablađiđ.is. 
  8. „Guđmundur Árni Stefánsson leiđtogi Samfylkingarinnar í Hafnarfirđi gerđi gott mót í síđustu kosningum.“ Staksteinar á blađsíđu 8 í Morgunblađinu.   
  9. „Ein stćrsta björgun sem gerđ hefur veriđ á Vatna­jökli. Frétt á fréttablađinu.is.    
  10. „Áđur en hann ýtti konunni ofan í holuna segir hún ađ á hann hafi sagt henni frá ţví ađ hann hafi drepiđ fyrrverandi eiginkonu sína.“ Frétt á vísir.is. 
  11. „En til ađ vinna kosninguna í fyrstu umferđ og komast hjá seinni umferđ ţann 30. október ţarf hann ađ tryggja meira en 50 prósent atkvćđa.“Frétt á blađsíđu 10 í Fréttablađinu 29.9.22.
  12. „Hvađ er verra heldur en ađ koma inn á heimili einhvers til ađ skođa húsiđ ţeirra, í heimili ókunnugs fólks?“ Frétt á ruv.is. 
  13. „Ađalritarinn kallađi sérstaklega til löndin Kína og Bandaríkin …“ Frétt á blađsíđu 13 í Morgunblađinu 8.11.22.
  14. „Okkur finnst fólkiđ sem er lenda í ţví sjálftţađ týnist dýr yfir áramótin og fólkiđ í kringum ţau er ađ vakna vegna ţess ađ ţetta hefur ţá gerst áđur.“ Frétt á fréttablađinu.is. 
  15. „Minnst 10.300 grafir hafi veriđ grafnar í borginni allri en allar líkur séu á ţví ađ ţúsundir líka hafi aldrei ratađ í kirkjugarđ.“ Frétt á vísi.is. 

Mismćli

  1. „Fundu veiruna sem olli spćnsku veikinni á safni.“ Frétt á dv.is.
  2. „Ţorgeir segir bíla sem skera sig úr fjöldanum samt ekki safna ryki á söluplaninu.“ Frétt á blađsíđu 2 í bílablađi Morgunblađsins 15.2.22.  
  3. „Nú er frost á frónni og í morgun fraus í ćđum blóđ viđ ţađ eitt ađ skođa mćlingar Veđurstofunnar.“ Frétt á ruv.is.            
  4. „Mál manns sem er grunađur um tilraun til manndráps gagnvart móđur sinni var ţingfest í Hérađsdómi Reykjavíkur í morgun.“ Frétt á fréttablađinu.is.   
  5. „Ert ţú ađ fara erlendis?“ Auglýsing fyrirtćkis á fésbókinn.
  6. „Guđmundur Gunnarsson landsliđsţjálfari var myrkur í máli í viđtali 16. apríl sl.“ Frétt á ruv.is. 
  7. „Móđir hans skildi eftir stóra kórónu til ađ fylla …“ Frétt á dv.is. 

Útlenskan

  1. Viđ ákváđum ţví ađ halda okk­ur viđ dropp-heitiđsem all­ir skilja sem vilja … mbl.is.
  2. „Vörulínan Eylíf býđur upp á fjórar vörur, Active JOINTS, Stronger BONES, Smoother SKIN & HAIR og nýjasta varan er Happier GUTS, allt vörur sem hafa reynst fólki vel.“ Auglýsing í Fréttablađinu 9.1.22. 
  3. „Í ljósi ţess hafi B-list­inn sent frá sér er­indi í formi kröfu­bréfs á Agnieszku Ewu, sitjandi formann Efl­ing­ar …“ Frétt á mbl.is.   
  4. „Í gćrkvöldi var mađur tekinn niđur af öryggisverđi í verslun Hagkaupa í Skeifunni.“ Frétt á dv.is. 
  5. Triggerađist viđ afsökunarbeiđni Frosta.“ Frétt á fréttablađinu.is.       
  6. „Međ ţví ađ gera ekk­ert tök­um viđ hliđ međ árás­ar­mann­in­um.“ Frétt á mbl.is.   
  7. „She Drew The Gun, eđa Louisa Roach sem er mögulega skild Davíđ Roach, hefur sent frá sér dystópísku diskónegluna Panopticon.“ Frétt á ruv.is.
  8. Elti drauminn eftir lífshćttulegt slys.“ Frétt á blađsíđu 40 í Morgunblađinu 18.2.22.
  9. „Leik­kon­an Anne Heche er í lífs­hćttu­legu ástandi eft­ir ađ hafa slasast al­var­lega í bíl­slysi í gćr.“ Frétt á mbl.is. 
  10. Hér birtast allar helstu íţróttafréttir dagsins í dag, ţriđjudagsins 18.október, í lifandi uppfćrslu.“ Frétt á ruv.is. 
  11. Brjótandi tíđindi …“ Frétt á dv.is. 
  12. „Námskeiđ, workshop eđa tími sem er fokuserađur á bćtingu hefur gefiđ góđ afköst.“ Frétt í íţróttablađi Fréttablađsins 24.12.22.
  13. „… mik­il­vćg­ast á ţess­um tíma­punkti til ađ koma til móts viđ fólkiđ í land­inu.“ Frétt á mbl.is. 
  14. „Ţađ sem viđ settum langmest út á var ađ verđbólgan var ekkert ávörpuđ …“ Frétt á blađsíđu tvö í Morgunblađinu 13. desember 2022.

Stórfréttir

  1. „Karlmađur situr í gćsluvarđhaldi međal annars vegna gruns um tilraun til manndráps á fyrrverandi unnustu sinni á heimili hennar í desember.“ Frétt á ruv.is.   
  2. „Fyrirtćkiđ gaf frá sér afkomuviđvörun um helgina ţar sem segir ađ líffrćđilegar áskoranir hafi valdiđ dauđa fisksins.“ Frétt á blađsíđu 2 í Morgunblađinu 14.2.22. 
  3. Nýtt kerfi á ađ minnka líkurnar á ţví ađ smá­stirni grípi jarđar­búa í bólinu.“ Frétt á visi.is.  
  4. „Kína muni ţurfa ađ „greiđa“. Frétt á mbl.is.       
  5. „Viđ erum ađ sjá miklar hćkkanir á hrávöru …“ Frétt á ruv.is.  
  6. „… og eins megi ekki spila ţjóđsöngva ţessara ríkja, samkvćmt ákalli Alţjóđaólympíunefndarinnar.“ Frétt á blađsíđu 10 í Morgunblađinu 3.3.22.    
  7. „Örfá til­felli slíkra mála hafa komiđ í ljós og hafa veriđ kćrđ en ekki ţađ mörg ađ Trump hefđi sigrađ kosn­ing­arn­ar sem fóru fram í nóv­em­ber áriđ 2020.“ Frétt á mbl.is. 
  8. „Ţegar loks kom í ljós ađ Joe Biden hefđi sigrađ Arizona fylki í forseta­kosningunum í Banda­ríkjunum áriđ 2020 …“ Frétt á fréttablađinu.is.    
  9. „Ég vil keppnislag sem sigrar Eurovision.“ Frétt á vísi.is. 
  10. „Nú er svo komiđ, ađ mati Morgan Stanley, ađ evrusvćđiđ horfir framan í efnahagslegan samdrátt á nćstu tveimur ársfjórđungum …“ Leiđari Morgunblađsins 30.6.22. 
  11. „Viđvörun um loftskeytaárás óvart send út í Svíţjóđ.“ Frétt á ruv.is. 
  12. „… og ekki leyfa andrúmsloftinu ađ kyrkja okkur til dauđa.“ Frétt á vísi.is.
  13. „Elísabet Englandsdrottning lét lífiđ, 96 ára ađ aldri, nú fyrir skömmu.“ Frétt á mbl.is. 
  14. „Allt ađ 680 áhafn­ar­međlim­ir kom­ast fyr­ir á skip­inu.“ Frétt á mbl.is.

Hmm …

  1. Ţar var fyrsti andstćđingurinn Danmörk, ríkjandi heimsmeistari. Forystugrein Morgunblađsins 29.1.22   
  2. „Sam­kvćmt lög­reglunni er mikiđ af ţví ađ bifreiđastöđum hingađ og ţangađ vegna snjórennings og ó­fćrđar sem gera ađ­stćđur erfiđar á veginum.“ Frétt á fréttablađiđ.is
  3. „Á vef sveit­ar­fé­lags­ins er greint frá ţví ađ tek­ist hafi ađ forđa tjóni.“ Frétt á mbl.is.
  4. „Hópurinn er reynslulítill.“ Frétt á blađsíđu 46 í Morgunblađinu 26.5.22.          
  5. „Fjórđa barn Jóns og Hafdísar mćtt.“ Frétt í fréttablađinu.is. 
  6. „Fyrstu laxarnir mćttir í Kjósina.“ Frétt á mbl.is. 
  7. „Markríllinn mćttur á Ţórshöfn.“ Frétt á blađsíđu 8 í Morgunblađinu 28.7.22.
  8. „Hér nćgir ađ rifja upp ófarir stórhýsisins Orkuveituhússins sem nú stendur tómt, hrakfarir Fossvogsskóla og ótal myglandi nýbyggingar kennitöluflakkara.“ Ađsend grein í Morgunblađinu 7.5.22.   
  9. „… og stakk hana ţví nćst 21 sinni međ hníf, árás sem hafđi banvćnar afleiđingar í för međ sér.“ Frétt á blađsíđu 19 í Morgunblađinu 18.6.22.
  10. „Til­rćđis­mađur Reagan endanlega frjáls og heldur uppselda tónleika í Brooklyn.“ Frétt á vísi.is.     
  11. „Innrásin var frá upphafi mjög hernađarađgerđ og virtust ráđamenn í Moskvu gera hverja ranga ályktunina á fćtur annarri.“ Frétt á vísi.is.   
  12. „Olivia Newton-John skilur eftir sig eina dóttur …“ Frétt á blađsíđu 28 í Morgunblađinu 15.8.22.
  13. „Dómsmálaráđherra segir komiđ ađ ţví ađ stíga fast til jarđar í baráttunni viđ glćpahópa.“ Frétt á vísi.is. 
  14. „Í ástarsambandi međ lögmanni sínum.“ Frétt á mbl.is. 
  15. „Ţol­endur eiga ekki ađ ţurfa ađ ber­skjalda sig inn ađ beini til ţess ađ viđ trúum ţeim.“
  16. „Ţar hélt hann ţví fram ađ Guđlaugi vćri ekki stćtt á ráđherrastóli ef hann tapađi kosningunni.“ Frétt á dv.is.
  17. „Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og međlimur í stjórn Strćtó …“ Frétt á ruv.is. 
  18. „Fyrirsćtan setur allt á hliđina međ fáklćddri mynd.“ Frétt á dv.is. 
  19. „Formađur skýrsluhópsins reif enga ţögn.“ Ađsend grein á blađsíđu 13 í Fréttablađinu 7.10.22.
  20. „Ţegar ilmir eru prófađir getur …“ Frétt á blađsíđu 8 í Viđskiptablađi Morgunblađsins 14.12.22.
  21. „Hópurinn er einnig sagđur innihalda Birgit Malasack-Winkemann, fyrrverandi ţingkonu …“ Frétt á vísi.is.

Nástađa

  1. „Ţá voru fjall­göng­ur sér­lega vin­sćl­ar á međal ţeirra sem ekki skelltu sér í sól­ina í út­lönd­um. Norđur- og Aust­ur­land voru sérlega vin­sćl­ir áfangastađir sum­ariđ 2021, enda var besta veđriđ ţar í júlí og ág­úst.“ Frétt á mbl.is.         
  2. „Atvikiđ náđist á myndband, og náđi ökumađurinn ađ lifa af.“ Myndatexti á blađsíđu 18 í Morgunblađinu 26.2.22.   
  3. „Verulegt fé ţarf til ađ kosta rannsókn á umfangi mengunar á Heiđarfjalli á Langanesi og hreinsun á stađnum verđur gífurlega umfangsmikil og kostnađarsöm.“ Frétt á blađsíđu 9 í Morgunblađinu 12.4.22.  
  4. „Bókin er 263 blađsíđur međ 224 myndum og 12 uppdráttum sem Guđmundur Ó. Ingvarsson dró upp.“ Auglýsing á blađsíđu 39 í Morgunblađinu 5.6.22. 
  5. „Stundum fékkst ţannig hreint mögnuđ frammistađa frá honum og stundum frammistađa sem getur talist fremur furđuleg og/eđa slök.“ Ljósvakinn á blađsíđu 46 í Morgunblađinu 28.5.22. 
  6. „Fram kom í svari Jóns Baldvins viđ tillögu Ţorsteins um viđurkenningu Íslands á sjálfstćđi Eystrasaltsríkjanna á Alţingi ađ viđurkenning Íslands á fullveldi Eystrasaltsríkjanna vćri í fullu gildi.“ Frétt á vísi.is. 
  7. „Eldgosiđ í Meradölum hefur undirstrikađ mikilvćgi raforkumála sem mikilvćgs ţáttar í ţjóđaröryggi Íslands.“ Ađsend grein á blađsíđu 16 í Morgunblađinu. Ađsend grein á blađsíđu 16 í Morgunblađinu.
  8. „Lygasaga ađ Helgi sé farinnfara međ fararstjórn“ Frétt á dv.is. 
  9. „Í Kans­as lét­ust ţrír í ţrem­ur umferđarslys­um á miđviku­dags­kvöldiđ, einu veđurtengdu og tveim­ur lík­lega veđurtengd­um en rann­sókn á eft­ir ađ leiđa ţađ í ljós.“ Frétt á mbl.is. 
  10. „… svo viđ vorum búinundirbúa okkur …“ Frétt á fréttablađinu.is. 
  11. „Sif Bachmann er 33 ára gift móđir sem vildi snemma hvađ hún vildi í lífinu.“ vísir.is.
  12. Ţađ var ţannigţađ sprakk Hamarshöllin hjá okkur í morgun …“ Frétt á ruv.is.  

Löggufréttir

  1. „Annađ slys átti sér stađ í hverfi 104 í Reykjavík ţar sem mađur féll í jörđina …“ Frétt á ruv.is.  
  2. „Skömmu áđur var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 112.“ Frétt á vísi.is.    
  3. „Lögreglan á höfuđborgarsvćđinu var kölluđ til í póstnúmerinu 113 …“ Frétt á visi.is.  
  4. „Stórvirkar vinnuvélar eru á svćđinu og er veriđ ađ reyna ađ gera gott ađgengi og erum viđ ađ nota ţetta veđur til ţess.“ Fésbókartilkynning frá Lögreglunni á Suđurnesjum.
  5. „At­vikiđ átti sér stađ í hverfi 108.“ Frétt á mbl.is. 
  6. „Átta ölv­unar­akstr­ar komu inn á borđ lög­reglu …“ Frétt á mbl.is. 
  7. Ađili var hand­tek­inn …“ Frétt á mbl.is. 
  8. „Til­kynnt var um inn­brot í geymsl­ur í fjöl­býl­is­húsi í hverfi 108.“ Frétt á mbl.is. 
  9. „Bif­reiđ var stöđvuđ í hverfi 108.“ Frétt á mbl.is.  
  10. „Í hverfi 105 í Reykjavík barst lögreglu tilkynning um ógnandi ađila í fyrirtćki.“ Frétt á fréttablađinu.is. 
  11. „Um hálf­tíu­leytiđ í gćr­kvöldi var til­kynnt um inn­brot í íbúđargeymslu í hverfi 104.“ Frétt á mbl.is. 
  12. „… um meinta hnífstungu á svćđi 101 í Reykja­vík í dag.“ Frétt á mbl.is. 
  13. „Viđeigandi viđbragđ lögreglu fór ţá strax af stađ, ţar sem leitađ var ađ manninum og öryggi tryggt.“ Frétt á ruv.is.

Veđurtal

  1. Slitrótt úrkoma …“ Ríkissjónvarpiđ, veđurţáttur á eftir sjöfréttum 27.9.22.
  2. Talsverđur vindur.“ Upplýsingar á vef Veđurstofu Íslands.
  3. Tals­verđur vind­ur var á Hlíđar­enda sem hafđi nokk­ur áhrif á leik­inn en …“ Frétt á mbl.is. 
  4. Ofankoma međ vindi …“ Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 8.9.22.
  5. Órólegt vetrarveđur um helgina.“ ruv.is.  
  6. „Úr frostinu dregur ţegar vindurinn blćs.“ Veđurfréttir í Ríkissjónvarpinu eftir kvöldfréttir 22.12.19.
  7. „Auk ţess seg­ir Davíđ ađ hefđbundiđ vindaút­kall hafi borist í morg­un …“ Frétt á mbl.is.  
  8. „Veđurspá sem nćr tíu daga er búin ađ vera ađ gefa til kynna ađ um helgina muni kólna.“ Veđurstofa Íslands.  

Íţróttafréttir

  1. „Rauđa stjarnan er ríkjandi deildar- og bikarmeistari í Serbíu.“ Frétt á vísi.is. 
  2. „Ţađ ríkir mikil eftirvćnting í Vestmannaeyjum ţar sem Íslandsmótiđ í golfi fer fram …“ Frétt í Morgunblađinu, forsíđa sérblađs um golf.
  3. „… ađ steypa sitjandi Evrópumeisturum, Ţjóđverjum, af stóli eftir 22 ár sem meistarar.“ Frétt á blađsíđu 14 í Morgunblađinu 2.8.22.
  4. „Heimir gerđi frábćrt mót međ íslenska landsliđiđ frá ţví hann var fyrst ráđinn sem ađstođarţjálfari.“ Frétt á vísi.is. 
  5. „Stelpurnar okkar eru í leit ađ farseđli á sitt fyrsta heimsmeistaramót …“ Frétt á visi.is. 
  6. „Arnar Bergmann Gunnlaugsson, ţjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara í Víkingi …“ Frétt á íţróttasíđu Fréttablađsins 31.8.22.
  7. Ísland sýndi reyndar flotta frammistöđu á mótum Dönum eftir … Frétt á blađsíđu 26 í Morgunblađinu 24.1.22.
  8. „Ţađ hafa fáir íţróttamenn gengiđ í gegnum eins miklar hćđir og lćgđir og kylfingurinn Tiger Woods.“ Frétt á mbl.is.  
  9. „Gísli Gíslason, fyrrverandi stjórnarmeđlimur í KSÍ, og …“ Frétt á blađsíđu 8 í EM blađi Fréttablađsins 6.7.22.    
  10. „Freyr Alexandersson er ţjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, ţar sem hann hefur veriđ ađ gera góđa hluti.“ Frétt á fréttablađinu.is. 
  11. „Higu­ain gerđi frá­bćra hluti međ stór­liđum í evrópskri knatt­spyrnu …“ Frétt á fréttablađiđ.is. 
  12. „Manchester United hefur nú sýnt viđbrögđ viđ ţví sem fram hefur komiđ …“ Frétt á ruv.is. 
  13. „Arnar Ţór Viđarsson, ţjálfari A-landsliđs karla í knattspyrnu, gekk heilt yfir sáttur frá vináttulandsleiknum gegn Sádi-Arabíu um síđustu helgi.“ Frétt á blađsíđu 18 í Fréttablađinu 11.11.22.
  14. „Elliđi Snćr Viđarsson átti góđan leik fyrir Gummersbach …“ Frétt á blađsíđu 22 í Morgunblađinu 28.12.22.
  15. „Ţađ var erfitt ađ koma okkur í ţá stöđu ađ ţurfa ađ sćkja úrslit á móti Frakklandi …“ Frétt á fréttablađinu.is.
  16. „Ţrátt fyrir ađ vera fúll yfir meiđslum hefur Ingvar stigiđ upp.“ Frétt á fréttablađinu.is.
  17. „FH-ing­ar sýndu eina af sín­um bestu frammistöđum í sum­ar í fyrri hálfleik …“ Frétt á mbl.is. 

Missir sem er bagalegt - gráta úr gleđi - vandmeđfariđ ađ setjast viđ borđ

Orđlof

Einsleitni

Ég var ađ lesa nýj­ustu bók Arn­ald­ar og á einni blađsíđu sá ég býsna mörg venju­leg en frek­ar gam­aldags orđ og hugsađi međ mér: Nei, ţetta skilja nem­end­ur ekki! Ţannig ađ ís­lensk­an međ öll­um sín­um sveigj­an­leika og fjöl­breyti­leika deyr út og eins­leitn­in verđur meiri. Viđ hćtt­um međ allskon­ar fjúk, skafrenn­ing og hunds­lappa­dríf­ur og ţetta verđur allt einn snjóstorm­ur.

Stefán Ţór Sćmundsson, íslenskukennari í viđtali viđ mbl.is. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Missir borholunnar bagalegt á köldum degi.

Frétt á mbl.is.

Athugasemd: Auđvitađ er bagalegt ađ geta ekki nýtt vatniđ úr borholunni. Hins vegar er missirinn bagalegur. Missir er nafnorđ í karlkyni, raunar eintöluorđ. 

Í stuttu máli: Ţar sem missir er karlkynsorđ (hann missirinn) er lýsingarorđiđ ţađ líka. Dćmi:

Missir er bagalegur (karlkyn)

Vonbrigđin eru bagaleg (kvenkyn)

Mótlćtiđ er bagalegt (hvorugkyn)

Getur veriđ ađ einhverjir ađrir en blađamenn semji stundum fyrirsagnir svo ţćr passi betur plássiđ sem gert er ráđ fyrir ađ ţćr hafi?

Tillaga: Missir borholunnar bagalegur á köldum degi

2.

„Manni fannst fal­legt ađ sjá Svala Björgvins og fleiri eldri menn gráta úr gleđi

Frétt á mbl.is. 

Athugasemd: Sumir virđast „forsetningavilltir“. Vera má ađ ţađ stafi af of litlum lestri í uppvexti.

TillagaManni fannst fal­legt ađ sjá Svala Björgvins og fleiri eldri menn gráta af gleđi

3.

Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra telur ađ samtal um innleiđingu rafvarnarvopna lögreglu ţurfi ađ eiga sér stađ innan ríkisstjórnarinnar og ţingsins.“

Frétt á blađsíđu 18 í Morgunblađinu 31.12.22.

Athugasemd: Skelfing hljóta ţađ ađ vera ömurleg endalok íslenskunnar ađ ađ hún breytist í stofnanamál. Ţađ vćri nú ljóta geldingin.

Hér er kansellístíllinn allsráđandi. Allir ţurfa ađ  „eiga samtal“ enginn er tilbúinn ađ rćđa neitt. Hér áđur fyrr voru haldnir fundir um margvísleg málefni. Er ekki hćgt ađ rćđa rafvarnarvopnin á fundi ríkisstjórnar og síđan á ţingfundi?

Blađamenn eru gjörsamlega međvitundarlausir um orđalag. Taka upp kansellístíllinn; löggumáliđ, lögfrćđingamaliđ (mal, ekki mál), veđurfrćđingataliđ og svo framvegis. Aldrei er stafkrók breytt til hins betra í málfari.

Enn er ţví trúađ ađ ţví meiri menntun sem viđmćlendur hafi ţví líklegra sé ađ ţeir tali „gullaldarmál“.

Tillaga: Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra telur rćđa ţurfi innleiđingu rafvarnarvopna lögreglu í ríkisstjórn og ţingi.

4.

„Ţađ var vandmeđfariđ ađ setjast viđ kjarasamningaborđiđ á ţessum tímapunkti fyrir …

Ađsend grein á blađsíđu 31 í Morgunblađinu 31.12.22. 

Athugasemd: Engum mun ţykja „vandmeđfariđ“ ađ setjast viđ borđ. Orđalagiđ er della. Kjánalegt er ađ nota líkingar sem eru út í hött.

Draslorđiđ „tímapunktur“ er óţarft. Viđ höfum fjölda annarra orđa sem hingađ til hafa dugađ ágćtlega.

Vandinn er sá ađ vel menntađ fólk virđist tjá sig almennt lakar á íslensku nú en áđur.

TillagaEngin tillaga.


Bloggfćrslur 31. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband