Ófarir og hrakfarir húsa - hvít jörđ - dró vagninn međ lélegustu kjörsóknina

Orđlof

Máltilfinning

Viđ ţetta bćtist ađ börn á máltökuskeiđi og unglingar tala jafnmikiđ og jafnvel meira viđ jafnaldra sína en fullorđiđ fólk, efni í fjölmiđlum ungs fólks er gjarnan á ensku.

Fćrri foreldrar lesa nú fyrir börn sín en venjan var. 

Enn má nefna ađ bóklestur yfirleitt er á undanhaldi og ţađ grefur undan almennri máltilfinningu og orđauđgi talađs máls; lesskilningi hrakar megi marka PISA-kannanir. 

Sölvi Sveinsson. Morgunblađiđ 4.5.22, blađsíđa 25; bćkur. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Hér nćgir ađ rifja upp ófarir stórhýsisins Orkuveituhússins sem nú stendur tómt, hrakfarir Fossvogsskóla og ótal myglandi nýbyggingar kennitöluflakkara.

Ađsend grein í Morgunblađinu 7.5.22.                                     

Athugasemd: Mikilvćgt er ađ velja orđ viđ hćfi. Ekki er skynsamlegt ađ tala um ófarir eđa hrakfarir húsa ţó flestir skilji hvađ viđ er átt.

Miklu betur fer á ţví ađ tala um hörmungar, erfiđleika, yfirsjónir, ólán, hneisu, tjón eđa skađa  í húsum, svo nokkur önnur orđ sé nefnd og henta skár í málsgreinina. 

Svo má geta ţess ađ ofmćlt er ađ mygla komi ađeins í nýbyggingar kennitöluflakkara.

Tillaga: Hér nćgir ađ rifja upp hörmungar stórhýsi Orkuveitunnar sem nú stendur tómt, skađann í Fossvogsskóla og ótal myglandi nýbyggingar kennitöluflakkara.

2.

„Hvít jörđ í Reykjavík.

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Ofmćlt er ađ hvít jörđ sé í Reykjavík ţó jörđ hafi gránađ. Í fréttinni segir:

Ljós­mynd­ari Morg­un­blađsins myndađi snjó­breiđuna viđ Elliđavatn …

Á myndinni sést ekki snjóbreiđa ţó jörđ sé grá, snjóföl sé á. Hvađ er ţá snjóbreiđa. Samkvćmt orđinu er ţađ breiđa af snjó, mikill snjór sem liggur á landi, fönn en ekki lítilsháttar föl.

Tillaga: Grá jörđ í Reykjavík.

3.

Reynslulaus farţegi lenti flugvél.

Frétt á visi.is.                                      

Athugasemd: Oft var sagt ađ sá sem ekki hefđi reynslu vćri óreyndur. Orđiđ er ágćtt, miklu betra en reynslulaus, ţó hiđ síđarnefnda geti stundum dugađ.

Allir lesendur hljóta ađ skilja ađ hafi farţegi lent vélinni eru líkur til ţess ađ hann sé óreyndur, ekki flugmađur.

Tillaga: Farţegi lenti flugvél.

4.

Handviss um ađ ţćr verđi ofar í kvöld en viđ höldum.

Frétt á ruv.is.                                      

Athugasemd: Órökrétt málsgrein. Handviss um ţađ sem viđ höldum. Líklega fer betur á ţví ađ hafa hana eins og segir í tillögunni.

Í umrćđuhópnum Málspjall á Fésbókinni eru áhugaverđar umrćđum um málsgreinina. Eiríkur Rögnvaldsson segir ţar:

Einhvern tíma var formađur kjörstjórnar spurđur: "Heldurđu ađ ţađ komi eitthvađ óvćnt upp úr kjörkössunum?" Ef mađur heldur ţađ ţá er ţađ ekki óvćnt - eđa hvađ?

Jón Sigurgeirssona á hugmyndina ađ tillögunni enda er hún rökfrćđilega rétt.

Tillaga: Handviss um ađ ţćr verđi ofar í kvöld en flestir halda

5.

„Reykjanesbćr dró vagninn međ lökustu kjörsóknina …

Frétt á blađsíđu 4 í Morgunblađinu 16.5.22.                                     

Athugasemd: Orđtök verđa ađ hćfa tilefninu. Sá sem dregur vagninn merkir ţann sem hefur forystu, er leiđtoginn, sýnir gott fordćmi, tekur af skariđ og svo framvegis. Sá sem er lakastur dregur ekki vagninn, ţvert á móti. Ţetta minnir á manninn sem hrósađi sér af ţví ađ hafa orđiđ hćstur af ţeim sem féllu á prófinu.

Hafi Reykjanesbćr veriđ međ lélegri kjörsókn en önnur sveitafélög á einfaldlega ađ segja ţađ beinum orđum. Tillagan hér fyrir neđan er mjög góđ, einföld og segir allt sem segja ţarf.

Blađamenn freistast oft til ađ nota málshćtti og orđtök sem ţeir skilja ekki og beita ţeim ţví rangt. Fjölmiđlar ćttu ađ draga vagninn međ vönduđu málfari. 

Tillaga: Reykjanesbćr var međ lökustu kjörsóknina.


Bloggfćrslur 16. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband