Komst í skiptimynt, Biden vígđur og Harris brýtur blađ um allan heim
20.1.2021 | 14:16
Orđlof
Málfar RÚV
Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun. Ţví ber ađ kynna sér málstefnu RÚV og haga störfum sínum í samrćmi viđ hana. Ţađ hefur ađgang ađ málfarsráđgjöf og yfirlestri handrita og annarra skjala, ţví ber ađ leita til málfarsráđgjafa ţegar ástćđa ţykir til og jafnframt taka viđ ábendingum málfarsráđgjafa.
Málstefna RÚV, 4 liđur.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Innbrotsţjófurinn komst í skiptimynt í sjóđsvél.
Frétt í mbl.is.
Athugasemd: Hvađ gerir ţađ til ţó ţjófurinn hafi komist í skiptimynt hafi hann ekki stoliđ henni. Hafi hann komist yfir myntina er ljóst hvađ hann gerđi.
Í fréttinni er sagt frá innbroti í hverfi 108. Ekki er vitađ hvar ţađ hverfi er nema ef löggan og blađamađurinn haldi ađ póstnúmer skipti Reykjavík í hverfi. Svo er ekki.
Tillaga: Innbrotsţjófurinn komst yfir skiptimynt í sjóđsvél.
2.
Hlédís Sveinsdóttir, eitt af tilraunadýrum Lóu Pind í Kjötćtur óskast!
Frétt á vísir.is.
Athugasemd: Er ekki hrćđilegt ađ vera mennskt tilraunadýr í sjónvarpsţćtti sem nefnist Kjötćtur óskast? Líklega á ađ éta mann.
Blađamenn ţurfa ađ velja orđ sem hćfa umfjöllunarefninu. Orđiđ tilraunadýr á ekki viđ í ţessu samhengi.
Fleira má nefna úr fréttinni: Hvađ er til dćmis átt viđ međ orđalaginu jarđber sem voru farin ađ eldast? Eru jarđberin ofţroskuđ, komin fram yfir síđasta söludag, skemmd ? Illt er ef lesandinn ţarf ađ giska á hvađ blađamađurinn á viđ.
Tillaga: Hlédís Sveinsdóttir, eitt af ţátttakendum Lóu Pind í Kjötćtur óskast!
3.
73 ný kórónuveirusmit voru skráđ í hérađinu Jilin
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Sumir blađamenn á Mogganum virđast nota öll tćkifćri til ađ byrja setningu á tölustaf. Í fyrstu grein ritreglna mennta- og menningarmálaráđuneytisins segir:
Stór stafur er alltaf ritađur í upphafi máls og í nýrri málsgrein á eftir punkti.
Líklega hafa ţeir sem sömdu reglurnar ekki vitađ ađ til eru örfáir atvinnuskrifarar á Íslandi sem ekki fylgdust međ í íslenskutímum í skóla og skrifa tölustaf í upphafi setningar. Annar hefđi veriđ sett ţessi regla:
Ekki skal rita tölustaf í upphafi setningar nema í bókstöfum.
Á Mogganum lesa blađamenn líklega ekki yfir fréttir kollega sinna. Ella myndu ţeir segja:
Svona gera menn ekki.
Orđalagiđ minnir á ţađ sem mikilhćfur stjórnmálamađur sagđi á Alţingi áriđ 1994 ţegar rćtt var um ađ skattleggja ţyrfti blađburđarbörn. En ţađ er nú allt annađ og óskylt mál.
Tillaga: Í hérađinu Jilin voru skráđ 73 ný kórónuveirusmit
4.
Joe Biden vígđur í embćtti forseta.
Fyrirsögn á ruv.is.
Athugasemd: Óskaplega er ţetta nú aumt. Nei, Biden verđur ekki vígđur í embćtti forseta Bandaríkjanna. Ţvílík della og heimska ađ láta svona frá sér fara. Ţrátt fyrir ţessa vitleysu segir í megintexta fréttarinnar:
Joe Biden verđur svarinn í embćtti forseta Bandaríkjanna í dag.
Og ţarna er ţetta rétt, forsetaefniđ er látiđ sverja eiđ og ţví er hann svarinn.
Vígja merkir allt annađ. Á máliđ.is segir:
vígja sagnorđ; lýsa trúarlega helgi yfir (e-đ) međ vígsluathöfn
biskupinn vígđi prestinn til starfa
Á sama vef segir:
sverja sagnorđ; vinna eiđ (ađ e-u), strengja (e-s) heit
hann sór ţess eiđ ađ koma fram hefndum
[ ] sverja; vinna eiđ; lýsa hátíđlega (eđa strengilega) yfir
Ţetta bendir til ţess ađ sá sem skrifađi fyrirsögnina sé ekki hinn sami og skrifađi fréttina.
Svo má auđveldlega orđa ţađ ţannig ađ Joe Biden verđi settur í embćtti forseta Bandaríkjanna. Hvernig ţađ er gert er svo allt annađ má; hann ţurfi ađ sverja eiđ, sverja viđ drengskap sinn eđa mannorđ.
Svo má ţess geta ađ líklega er 20. janúar 2021 svardagi Joe Biden. Orđiđ merkir eiđfestur sáttmáli, eiđur. Og ţví gćti fyrirsögnin veriđ:
Nú er svardagi Joe Bidens verđandi forseta.
Nefna má einnig lýsingarorđiđ svarinn sem ţekkist núorđiđ ađeins í orđalaginu svarinn óvinur og merkir mikill óvinur, einbeittur.
Tillaga: Joe Biden settur í embćtti forseta.
5.
Harris brýtur blađ um allan heim
Millifyrirsögn á ruv.is.
Athugasemd: Ţetta er skýrt dćmi um orđalag er alls ekki í samrćmi viđ fréttina, er ónothćft. Orđalagiđ ađ brjóta blađ merkir ađ valda ţáttaskilum, straumhvörfum. Hér er átt viđ ađ kjör Harris sem varaforseta Bandaríkjanna marki tímamót. Engin rök koma fyrir í fréttinni sem réttlćtir fyrirsögnina.
Flestir sem eru vanir bóklestri hafa brotiđ blađ, ţađ er beyglađ efra horn blađsíđunnar sem merki um hvert er komiđ í lestrinum. Ţetta ţótti nú ósiđur á mínu ćskuheimili og mér var sagt ađ skemma ekki bćkur á ţennan hátt, nota frekar bókamiđa. Ég lét mér nú ekki segjast og geri ţetta enn. Og segja má ađ ég hafi brotiđ blađ víđa um heim.
Vont er ţegar blađamenn nota ekki orđatiltćki og málshćtti rétt. Slíkt er eins og blaut tuska úr heiđskírum himni og er ţví betra ađ stökkva varlega yfir lćkinn til ađ sćkja vatn í brennandi hús. Eđa ţannig.
Tillaga: Embćttistaka Harris markar tímamót.
Athugasemdir
Vćntanlega var Hlédís "einn af ţátttakendum ..." en ekki "eitt af ţátttakendum ...."
Gylfi Ţór Orrason (IP-tala skráđ) 22.1.2021 kl. 13:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.