Basic kúbein, ennţá og tímapunktur
29.1.2021 | 10:45
Orđlof
Málfar RÚV
Allt starfsfólk RÚV skal vanda mál sitt og vera til fyrirmyndar um málnotkun. Ţví ber ađ kynna sér málstefnu RÚV og haga störfum sínum í samrćmi viđ hana. Ţađ hefur ađgang ađ málfarsráđgjöf og yfirlestri handrita og annarra skjala, ţví ber ađ leita til málfarsráđgjafa ţegar ástćđa ţykir til og jafnframt taka viđ ábendingum málfarsráđgjafa.
Málstefna RÚV, 4 liđur.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Camilla ekki í afmćli Sólrúnar Diego.
Fyrirsögn í mbl.is.
Athugasemd: Fréttamat Moggans er stundum skrýtiđ. En í trúnađi sagt fór ég fór ekki heldur í afmćliđ og enginn birti frétt um ţađ.
Tillaga: Engin tillaga.
2.
LUX KÚBEIN 500MM BASIC
Fyrirsögn á vef byko.is.
Athugasemd: Ég rakst á auglýsingu um kúbein sem kallađ er basic á ensku sem ţýđir líklega grunnútgáfan. Velti ţví fyrir mér hvernig hinar útgáfurnar af kúbeini séu. Hljóta ađ vera kallađar á ensku advanced.
Nú kann einhver ađ spyrja hvers vegna ég er ađ masa um ţetta. Ástćđan er einföld. Ég er alltaf hissa á ensku í auglýsingum sem ćtlađar eru fyrir Íslendinga.
Tillaga: Engin tillaga.
3.
Mér finnst ég enn ţá örugg hérna.
Fyrirsögn á mbl.is.
Athugasemd: Ţetta er vitlaust í Mogganum, sagđi konan sem hringi í mig. Ég var ekki alveg viss af ţví ađ ég er óţćgilega oft sammála síđasta rćđumanni.
Eldsnöggt fletti ég upp í máliđ.is. og ţar stendur:
Rita skal enn ţá í tveimur orđum. Sjá § 2.6.1 í Ritreglum.
Og sekúndubrotum síđar gat svarađ konunni međ kennimannslegum rómi ađ ţetta vćri rétt á moggavefnum. Hún kvaddi međ ţökkum og ég andađi léttar.
Tillaga: Engin tillaga.
4.
Söluhćsti Íslendingurinn.
Frétt á blađsíđu 52 í Morgunblađinu 27.1.21
Athugasemd: Held ađ Toyota sé söluhćsti bíllinn á Íslandi á árinu 2020. Vera má ađ einhver kornflextegund sé söluhćst, söluhćsta sinnepiđ, söluhćsta ilmvatniđ og svo framvegis. Ţó er ég dálítiđ efins um ađ mađur geti veriđ söluhćstur, jafnvel ţó bćkur hans seljist í fleiri eintökum en annarra. Varla er veriđ ađ selja menn.
Bannađ er ađ selja fólk. Nema auđvitađ í handbolta, fótbolta og öđrum boltaíţróttum. Held ađ hann heiti Gylfi Sigurđsson í fótboltafélaginu Everton á Englandi hafi veriđ seldur fyrir hćrri fjárhćđ en nokkur annar íslensku sparkari. Líklega er hann söluhćsti Íslendingurinn.
Hins vegar held ég ađ flestir átti sig á fyrirsögninni vegna ţess ađ mynd af ţjóđţekktum rithöfundi er birt međ fréttinni. Ég viđurkenni ađ tillagan hér fyrir neđan er ekkert sérstaklega góđ ţví halda mćtti ađ fréttin vćri ţá um bóksölumann, jafnvel bókabúđ.
Líklegast er ţetta bara ansi gott. Söluhćstur er sá sem selur mest. Og nú er ég líklega kominn í hring.
Tillaga: Hefur selt flestar bćkur.
5.
segir ađ ţó langt sé til kosninga sé ţetta góđur tímapunktur til ađ opinbera áform sín.
Frétt á ruv.is.
Athugasemd: Tímapunktur er óţarft orđ, eiginlega gagnslaust. Hingađ til hefur nafnorđiđ tími dugađ ágćtlega. Vilji skrifarar vera nákvćmari er tilvaliđ ađ geta dags, klukkustundar, mínútu eđa sekúndu.
Fréttin fjallar um bćjarstjórann á Seltjarnarnesi sem ćtlar ađ hćtta ađ loknu kjörtímabilinu. Vitnađ er í blađiđ Nesfréttir. En í frétt blađsins er ekki talađ um tímapunkt og ţví er ţađ tilbúningur blađamanns Ríkisútvarpsins.
Í Nesfréttum er hins vegar talađ um bćjarstjórinn ćtli ađ setja endapunkt. Ţetta orđ er eiginlega ekkert skárra en tímapunktur. Og ţó.
Vera kann ađ ţađ sé tilbreyting ađ nota endapunkt í stađ ţess ađ tala um ţađ sem gerist síđast, í lok atburđarásar, samstarfs eđa álíka. Annars er yfirleitt punktur viđ enda málsgreina. Vera má ađ orđiđ endapunktur hafi veriđ fundiđ upp til ađ gera greinarmun á punkti sem segir til um rađtölu og lok setningar. Ađ öđru leyti má deila um gagnsemi orđsins.
Orđiđ tímapunktur er ekki eins liđugt. Ţađ er bara rassbaga. Runninn upp úr ensku ţar sem segir point of time.
Tillaga: segir ađ ţó langt sé til kosninga sé ţetta góđur tími til ađ opinbera áform sín.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.