Stirna upp, vettvangur ķ verslun og afleišingar

Oršlof

Hjartasorg

Brotiš hjarta sér mašur oft į mynd. Žaš er žį einmitt brotiš – „a broken heart“; oftast ķ tveim hlutum. En sį sem sagšur er hafa „dįiš af brotnu hjarta“ hefur dįiš af harmi, hjartasorg, įstarsorg eša öšru žvķumlķku. Hjarta hans hefur brostiš. Mannshjarta brestur, piparkökuhjarta brotnar.

Morgunblašiš 18.3.21. Mįliš blašsķšu 55.

Athugasemdir viš mįlfar ķ fjölmišlum

1.

„Žį hreyfa sjśkražjįlf­ar­ar alla liši ķ hand­leggj­um Gušmund­ar og passa upp į aš ekk­ert stirni upp.

Frétt į mbl.is.                                         

Athugasemd: Talsveršur munur er į merkingu žessara tveggja keimlķku sagnorša; stiršna og stirna. Oft er sagt aš žeir sem sitja lengi stiršni og munu flestir kannast viš įstandi. Snjór stiršnar žegar frystir ofan ķ blota. Sagt er aš aldraš fólk sé stiršara en yngra.

Stundum stirnir į, til dęmis nżfallinn snjó žegar horft er į móti sólu (eša tungli).

En getur eitthvaš „stiršnaš upp“? Minnist žess ekki, hvorki upp né nišur. Aftur į mót žekkja margir oršalagiš aš stķfna upp til dęmis af ótta.

Vķsast stiršnum viš flest eftir sķšasta andvarpiš. Og margt annaš stiršnar. Stiršur er sį sem er önugur ķ skapi og einnig yrkja sumir stirt og skrifa jafnvel žannig.

Tillaga: Žį hreyfa sjśkražjįlf­ar­ar alla liši ķ hand­leggj­um Gušmund­ar og passa upp į aš ekk­ert stiršni.

2.

Um 100 nżir starfs­menn hafa bęst viš um 170 manna hóp­inn sem fyr­ir var inni ķ Sešlabanka, enda taldi Fjįr­mįla­eft­ir­litiš gamla, sem nś hef­ur sam­ein­ast bank­an­um, rśm­lega 100 starfs­menn.

Frétt į mbl.is.                                         

Athugasemd: Mįlsgreinin er alltof löng og illa samin. Blašamašurinn hreinlega klśšrar frįsögninni. Hann gleymir aš lesa yfir fréttina fyrir birtingu eša sér ekki tvķtekninguna. 

Og svo er žaš sögnin aš telja, įgętt orš sem žó er ęši oft ofnotaš, jafnvel misnotaš. Ķ Mįlfarsbankanum segir stutt og laggott:

Ekki žykir gott mįl aš segja aš „eitthvaš telji svo og svo mikiš“.

Dęmi: „stóšiš telur 35 hesta“.

Fremur er męlt meš: ķ stóšinu eru 35 hestar.

Engu aš sķšur finnst mörgum blašamönnum svo įkaflega brżnt aš segja aš eitthvaš telji ķ staš žess aš nota sögnina aš vera.

Tillaga: Starfsmönnum Sešlabankans hefur fjölgaš śr 170 manns ķ 270 eftir aš Fjįrmįlaeftirlitiš sameinašist honum.

3.

„… sem grenntist um tugi kķlóa eftir aš hśn įkvaš aš …

Frétt į visir.is.                                          

Athugasemd: Žegar fólk léttist telst žaš ķ kķlóum, kg, eša grömmum, gr. Um leiš veršur žaš grennra. Enginn grennist um kg.

Tillaga: … sem léttist um tugi kķlóa eftir aš hśn įkvaš aš …

4.

„… en tveir menn voru į vett­vangi ķ verslun ķ hverfi 108 žar sem til­kynnt hafši veriš um žjófnaš­ž

Frétt į frettabladid.is.                                          

Athugasemd: Löggan kann varla aš skrifa og sumum blašamönnum leišast löggufréttir og flżta sér aš koma žeim śt, lesa žęr ekki yfir. Ógerningur er aš segja hvort stafurinn ķ lok tilvitnunarinnar sé ęttašur frį löggunni eša blašamanninum.

Hverfi borgarinnar eru ekki ašgreind meš nśmerum. Pósturinn notar nśmer sér til hęgšarauka og žau eru ekki bundin viš borgarhverfin. Löggan viršist ekki vita žetta.

Tvö skólahverfi geta veriš ķ einu borgarhverfi og ég held aš tvö eša fleiri borgarhverfi geti veriš ķ einu póstnśmeri.

Ķ fréttinni segir:

… tveir menn voru į vettvangi ķ verslun

Var verslunin vettvangur eša var vettvangurinn ķ versluninn? Žetta er dęmi um slęm skrif löggunnar og dómgreindarleysi fjölmišilsins aš birta žetta óbreytt.

Ķ mörgum tilfellum hafa margar löggufréttir ķ fjölmišlum ekkert fréttagildi. Žaš viršist ekki skipta fjölmišlanna neinu mįli. Allt er birt hversu vitlaust sem žaš er. Dęmi:

Žį barst lög­reglu einnig til­kynningu um mann sem sparkaši ķ bķl ķ Breiš­holti um ellefuleytiš ķ gęr­kvöldi. Hann var farinn žegar lög­reglu bar aš garši.

Er žetta frétt? 

Og hvaš er aš blašamanni sem bišur ekki lögguna um skżringu į žessu:

Žį fékk lög­reglan til­kynningu um žjófnaš eitt ķ nótt ķ hverfi 108. Žjófurinn var į stašnum og mįliš af­greitt meš skżrslu­töku.

Mašur brżst inn eša stelur einhverju og mįliš er „afgreitt meš skżrslutöku“. Bófanum er bara sleppt. Ekkert kemur ķ veg fyrir aš hann haldi įfram išju sinni. Hefši ekki veriš rįš aš stinga honum ķ steininn? Nei, sko … hann lofaši löggunni aš hętta og fara heim. Kanntu annan betri?

Tillaga: … tilkynnt hafši veriš um žjófnaš ķ verslun ķ Fossvogs- og Bśstašahverfi og inni ķ henni greip lögreglan tvo menn.

5.

„Alfreš Gķslason, landslišsžjįlfari Žżskalands ķ handbolta, fékk sent bréf frį óžekktum ašila žar sem honum er sagt aš segja starfi sķnu lausu ellegar muni žaš hafa afleišingar fyrir hann.

Frétt į visir.is.                                          

Athugasemd: Stundum vilja blašamenn hvorki segja karl eša kona og nota žį önnur orš eins og manneskja, einstaklingur eša ašili. Ekkert er aš žvķ en hitt skal ķtrekaš hafi žaš fariš framhjį einhverjum og karlar og konur eru menn. Hiš sķšara er tegundaheiti sem aš vķsu er oft notaš um karla.

Ašili er alveg ómögulegt orš ķ žessu samhengi. Oršiš er frekar skrżtiš, aš minnsta kosti frį sjónarhóli leikmanna. Žaš merkir sį sem į hlut aš mįli. Af žvķ er dregiš oršiš ašild sem merkir hlutdeild.

Ķ Mįlfarsbankanum er varaš viš žvķ aš ofnota oršiš ašili. Engu aš sķšur er žaš gert. Nefna mį orš eins og „višbragšsašili“ sem er garmur enda helst notaš af „fjölmišlaašilum“.

Margir blašamenn žekkja enska oršiš „consequence“ sem getur merkt afleišing. Ķslenska oršiš er ekki notaš eins og žaš enska. ólķkt enskunni žarf aš fylgja skżring meš oršin afleišing. Til dęmis slęmar afleišingar eša góšar. Til dęmis er góšur įrangur ķ ķžróttum oftar en ekki afleišing mikilla ęfinga.

Tillaga: Alfreš Gķslason, landslišsžjįlfari Žżskalands ķ handbolta, fékk bréf frį ókunnum sendanda og sem segir honum aš hętta störfum ella muni hann hafa verra af.

6.

„Dķ­ana prins­essa žakkaši Burt Reynolds fyr­ir aš dreifa at­hygl­inni frį sér įriš 1993.

Frétt į mbl.is.                                           

Athugasemd: Oršalagiš er óešlilegt. Lķklega hefši blašamašurinn įtt aš nota sögnina aš beina, beina frį sér.

Žetta lagar žó ekki mįlsgreinina žvķ hvorki leikarinn né prinsessan höfšu neitt um žaš aš segja hvaš birtist ķ fjölmišlum. Žaš var bara tilviljun aš athygli beindist aš honum.

Tillaga: Dķ­ana prins­essa žakkaši Burt Reynolds fyr­ir aš athygli fjölmišla beindist frį henni įriš 1993.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband