Leghafi

Þá velja sumir að tala um „leghafa“ í stað „kvenna“ - eða „barnshafandi einstaklinga“ í stað „verðandi mæðra.“

Frétt á visi.is.

Athugasemd

Hvar er leghafinn? spurði læknirinn sem kom hlaupandi inn í húsið, áhyggjufullur á svip.

Hann er í rúmi sínu sagði ungur maður og vísaði lækninum inn í svefnherbergi þar sem karlmaður lá sofandi.

Þessi er ekki leghafi, sagði læknirinn hvass við unga manninn.

Jú, bróðir minn hefur haft þetta leg nokkuð lengi og sumir segja að rúmið sé legstaður hans því hann fer yfirleitt seint á fætur.

Gerðu ekki gys að mér, ungi maður. Ég var kallaður hingað vegna barnshafandi einstaklings. Hvar er hann?

Ungi maðurinn benti á manninn í rúminu. Þetta er óleghafi sem á von á barni. Hefur verið á fótum í alla nótt og er nú örþreyttur.

Nú spyr ég spyr þig í síðasta sinn, annars er ég farinn. Hvar er einstaklingurinn með legið?

Það ku vera ég, sagði sá ungi. Ég er kona í karlslíkama.

Ha, ekki átt þú von á þér? spurði læknirinn, og leit niður eftir manninum.

Að vísu ekki en aðrir kunna að eiga von á mér.

Hættu nú þessari vitleysu. Er hér kona sem er að því komin að fæða?

Nei, sagði sá ungi.

Nú, þú hefðir þá átt að segja það fyrr. Ég hef greinilega fengið rangt heimilisfang. 

Læknirinn gekk að útidyrunum.

Fyrr í morgun var hér leghafi kominn að barnsburði

Nú, og hvert fór hann?

Hann fór ekkert, er enn hérna.

Hvaða bull er í þér maður ...

Leghafi, leiðrétti ungi maðurinn.

Mér er andsk... sama. Er hér kona sem er í þann mund að fæða barn?

Nei, sagði ungi maðurinn.

Ertu þá að kalla á lækni og sjúkrabíl að gamni þínu. Þetta verður þér dýrt, góði.

Af hverju?

Þú hlýtur að skilja það sjálfur, grasasni.

Nei, leghafi.

Farðu í rass og rófu, hrópaði læknirinn, og gekk út í flasið á sjúkraliðum.

Hvar er konan? spurði annar þeirra.

Uppi á næstu hæð, sagði leghafinn.

Af hverju sagðirðu mér það ekki áðan, fíflið þitt.

Leghafi.

Þú ert nú meiri asninn. Svo það er barnshafandi kona í húsinu.

Nei, sagði leghafinn. Ekki lengur. Leghafinn fæddi barn fyrir tveimur tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Orwell varaði við þessu.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2022 kl. 16:31

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hvað verðu þá ljósmóðir kölluð
leghálsútvíkkunartæknir

Grímur Kjartansson, 7.3.2022 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband