Fjarlęgja žįtttökurétt - erum aš sjį hękkanir - nota tekjur til aš nota viš rekstur
14.3.2022 | 09:34
Oršlof
Nafnaoršahröngl
Į žessum vettvangi hefur įšur veriš vikiš aš žvķ aš sagnarsambandiš koma aš e-u eiga ašild aš e-u, tengjast e-u og afleidda nafnoršiš aškoma ašild viršast njóta mikillar hylli um žessar mundir.
Lausleg leit ķ heimildum viršist sżna aš sagnarsambandiš hafi fram til žessa ašeins veriš notaš ķ beinni merkingu (koma aš hśsinu, koma aš landi) og sama er aš segja um nafnoršiš (aškoman var hręšileg/ljót; aškomumašur).
Óbein merking (koma aš mįlinu, koma aš skipulagningu e-s) felur žvķ ķ sér nżmęli. Vitaskuld er ekkert rangt viš žaš enda er žaš myndaš ķ samręmi viš reglur mįlsins. Umsjónarmanni finnst žó gęta ofnotkunar, sbr. eftirfarandi dęmi:
- viš höfum enga aškomu aš žessum mįlum [styrjöldinni ķ Ķrak] ķ dag;
- viš höfum enga aškomu aš mįlinu ķ rauninni;
- į einhverjum tķmapunkti žurfi rķkiš aš kanna aškomu sķna varšandi samgöngur.
Önnur dęmi um ofnotkun nafnorša (nafnoršahröngl):
- eiga ašild aš įkvaršanatöku;
- koma aš įkvaršanatöku;
- mešalhóf viš töku stjórnvaldsįkvöršunar;
- reglur um beitingu sérstakra rannsóknarśrręša;
- lagaskyldur um birtingarfrumkvęši;
- śtvega börnum mešferšarśrręši.
Mįlfarsbankinn. Jón G. Stefįnsson.
Athugasemdir viš mįlfar ķ fjölmišlum
1.
Lķšur öruggari meš hverjum deginum sem lķšur
Frétt į visi.is.
Athugasemd: Mįlsgreinin er tómt hnoš. Skįrra er aš nota sögnina aš vera, eins og gert er ķ tillögunni.
Svo er žaš nįstašan; lķšur lķšur. Hśn hefši įtt aš vekja athygli blašamannsins eša fréttastjórans. En bįšir eru ķ kaffi og kęra sig kollótta um skemmdar fréttir. Enginn les yfir og leišréttir.
Tillaga: Er öruggari meš hverjum deginum sem lķšur
2.
Ķ kjölfar refsiašgerša bresku rķkisstjórnarinnar hefur stjórn śrvalsdeildarinnar įkvešiš aš fjarlęgja žįtttökurétt Roman Abramovich sem stjórnanda Chelsea.
Frétt į visi.is.
Athugasemd: Hvaš merkir aš fjarlęgja žįtttökurétt? Žetta er óskiljanlegt. Heimildin er hugsanlega vefur enska fjölmišilsins The Guardian en žar segir:
Roman Abramovich has been disqualified as a director of Chelsea by the Premier League board.
Žetta žżšir einfaldlega aš manninum hafi veriš śtilokašur sem stjórnandi Chelsea. Žaš er hann er talinn óhęfur til starfans. Žį stendur eftir hvaš er įtt viš meš žįtttökurétti. Um žaš hef ég ekki hugmynd.
Tillaga: Ķ kjölfar refsiašgerša bresku rķkisstjórnarinnar hefur stjórn śrvalsdeildarinnar įkvešiš aš śtiloka Roman Abramovich sem stjórnanda Chelsea.
3.
Viš erum aš sjį miklar hękkanir į hrįvöru
Frétt į ruv.is.
Athugasemd: Oršalagiš erum aš sjį er ekki rangt en er nokkurs konar Fjallabaksleiš venjulegs mįls. Skįrra er aš orša žetta eins og segir ķ tillögunni.
Višmęlandi Rķkisśtvarpsins endurtekur oršalagiš oft sem er ęši žreytandi:
Viš erum aš sjį miklar hękkanir į hrįvöru og ég nefni til aš mynda bara verš į korni og įburši og viš sjįum til aš mynda aš bara veršiš į hveiti er bśiš aš hękka um 26 prósent
Hann hneigist til aš nota nafnorš ķ staš sagna. Betra er: Vöruverš hefur hękkaš. Ekki: Viš sjįum aš hękkanir eru į verši vöru.
Tillaga: Hrįvara hefur hękkaš mikiš
4.
Nś hefur rķkisstjórnin įkvešiš aš leyfa Chelsea aš nota sjónvarpstekjur og veršlaunafé frį ensku śrvalsdeildinni og UEFA til aš nota viš rekstur félagsins.
Frétt į dv.is.
Athugasemd: Mikilvęgt er aš blašamašurinn lesi fréttina sķna yfir fyrir birtingu. Hann gleymdi žvķ greinilega og sį žvķ ekki nįstöšuna. Tillagan er skįrri.
Ķ fréttinni segir:
Žaš ętti žvķ ekki aš vera mikil hętta į žvķ aš Chelsea fari ķ greišslustöšvun neitt į nęstunni.
Til hvers er fornafniš neitt žarna? Sé žvķ sleppt breytist ekki merking mįlsgreinarinnar.
Vera mį aš blašamašur hafi hugsaš meš sér aš félagiš fari ekki neitt į hausinn. Neitt er žį einhvers konar įhersluorš sem vera mį aš merki örugglega, pottžétt, alls ekki eša įlķka.
Tillaga: Nś hefur rķkisstjórnin įkvešiš aš leyfa Chelsea aš nota sjónvarpstekjur og veršlaunafé frį ensku śrvalsdeildinni og UEFA ķ rekstur félagsins.
5.
Žaš er ein lygi sem flugstjórar segja išulega faržegum
Frétt į mbl.is.
Athugasemd: Börnum er kennt aš ljótt sé aš ljśga. Svo žroskast börnin og sjį aš ekki er allt svart og hvķtt. Lygi er įfram lygi en meinlausara er aš skrökva en segja ósatt. Svo veršur til skreytni, uppspuni og afbökun. Allt virtist skįrra en aš ljśga eša vera lygari. Til er fulloršiš fólk sem aldrei fer meš ósatt orš og ašrir sem eru ósannindamenn, jafnvel lygarar. Flestir eru einhvers stašar žar į milli.
Byrjandi ķ blašamennsku žykist kunna hrafl ķ ensku og žżšir lie sem lygi enda eru oršin svbo óskaplega lķk en žar meš er ekki öll sagan sögš.
Fullyršingin ķ ofangreindri mįlsgrein kann aš vera rétt žó sį sem žetta ritar hafi aldrei heyrt hana įšur. Lįtum žaš vera en er hśn lygi, ósannindi, skrök, fyrirslįttur, hįlfsannleikur, uppspuni, bull, žvęttingur, žvęla eša eitthvaš įlķka?
Ķ blašamennsku fer betur į žvķ aš nota mild orš nema žvķ ašeins aš žau séu höfš eftir nafngreindum manni ķ beinni tilvitnun. Lygi er beinlķnis ljótt orš, ósannindi er skįrra.
Hins vegar er óljóst hvaš ein lygi merkir. Mį vera aš oršalagiš sé mistök žess sem bögglast viš aš žżša meš ašstoš Google-Translate.
Tillaga: Žaš er ósatt sem flugstjórar segja išulega faržegum
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.