Förunautar - eiga sér stađ - smá sumarhús
3.4.2022 | 13:02
Orđlof
Gustuk
Stundum er sagt ađ ekki sé gustuk ađ gera ţetta eđa hitt ef ţađ ţykir ekki nema sjálfsagt og líka er talađ um gustukaverk í svipađri merkingu.
Orđiđ gustuk er orđiđ til viđ samruna úr orđasambandinu guđs ţökk og upphaflega var ţetta haft um miskunnarverk eđa góđverk viđ náungann.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Förunautarnir voru sextán talsins frá Úkraínu, Kanada, Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi, en ţeim til ađstođar voru vísindamenn og íssérfrćđingar frá Ţýskalandi, Bretlandi og Íslandi.
Frétt á ruv.is.
Athugasemd: Förunautur merkir orđrétt sá sem nýtur ferđar međ öđrum. Ţarna vantar einhvern sem ţessir sextán ferđast međ. Vanti ekki sautjánda manninn ţá eru ţeir ferđafélagar.
Í fréttinni kemur fram ađ tveir ferđalanganna voru Íslendingar og ţví má orđa ţađ svo ađ fjórtán menn hafi förunautar tvímenninganna.
Ferđafélagarnir voru sextán. Atviksorđiđ talsins er algjörlega óţarft. Bćtir engu viđ.
Raunar virđast ferđalangarnir hafa veriđ fleiri ef vísindamennirnir eru taldir međ.
Tillaga: Ferđafélagarnir voru sextán, frá Úkraínu, Kanada, Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Ţeim til ađstođar voru vísindamenn og íssérfrćđingar frá Ţýskalandi, Bretlandi og Íslandi.
2.
Mikil umferđarteppa er ţessa stundina á Miklubrautinni í austurátt vegna bílslyss sem átti sér stađ ofarlega í Ártúnsbrekkunni.
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Orđalagiđ átti sér stađ er algjörlega óţarft, innihaldslaus langloka. Ólíkt betra er orđalagiđ á Vísi sem segir um sama atvik:
Nokkurra bíla árekstur varđ á Vesturlandsvegi austan viđ Höfđabakka á sjötta tímanum í dag.
Orđalagiđ ađ eiga sér stađ er fyrir ofnotkun orđiđ óttalega ómerkilegt. Hins vegar er sögnin ađ vera sígild, hentar afar víđa, er aldrei ofnotuđ.
Yfirleitt ćtti ekki ađ nota ákveđinn greini međ götunöfnum og örnefnum.
Tillaga: Mikil umferđarteppa er ţessa stundina á Miklubraut í austurátt vegna bílslyss sem varđ ofarlega í Ártúnsbrekku.
3.
Telur ađ pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma.
Frétt má vísi.is.
Athugasemd: Í beygingarlýsingunni, BÍN, segir ađ sögnin ađ vara merki ađ standa yfir, endast. Auđvitađ vita ţetta flestir. Ţó finnst mörgum orđiđ frekar leiđinlegt og reyna ađ sneiđa hjá ţví sem er nokkuđ auđvelt, ađeins ţar ađ breyta orđaröđinni.
Tillagan er skárri en tilvitnunin hér fyrir ofan.
Tillaga: Telur ađ pólitísk einangrun Rússa muni verđa löng.
4.
Ţau byrjuđu á ađ búa í smá sumarhúsi en hafa nú byggt viđ ţađ mjög fallega litla viđbyggingu.
Frétt á vísi.is.
Athugasemd: Skyldi ekki viđbyggingin viđ smáa sumarhúsiđ vera enn smćrri? Orđalagiđ er eiginlega barnslega saklaust orđalag, ótrúlegt ađ fullorđinn mađur skuli hafa skrifađ svona.
Viđmćlandinn í fréttinni er sagđur hafa stofnađ hćglćtishreyfinguna Slow living. Hvers vegna skyldi hann ekki hafa kallađ hreyfinguna íslensku heiti?
Í fréttinni segir:
Viđ hjónin tókum ţá ákvörđun ađ ţetta vćri ţađ sem viđ vildum.
Skrýtin málsgrein. Tóku ákvörđun um ţađ sem ţau vildu. Skárra er ađ ţau gerđu ţađ sem ţau vildu eđa ákváđu ađ búa í sumarhúsi.
Tillaga: Engin tillaga.
5.
Ásmundur lést á gangi um Austurstrćtiđ.
Frétt á dv.is.
Athugasemd: Ţegar mađurinn dó var hann á gangi í Austurstrćti sem er ekki rétt ţví mađurinn lést á sjúkrahúsi eftir ţví sem segir í fréttinni
Ţetta er ţó ekki ţađ versta heldur hitt hversu óskipulega er sagt frá atburđinum sem gerđist fyrir sjötíu og níu árum. Fyrir vikiđ er óţćgilega erfitt ađ lesa fréttina, mađur gefst hreinlega upp.
Ađalatriđiđ er ađ í fréttinni er rćtt viđ dóttur mannsins sem dó en ekki er sagt frá ţví fyrr en í lok fréttarinnar.
Tillaga: Ásmundur slasađist til ólífis á gangi í Austurstrćti.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.