Frettabladid - leggja upp laupana - nauđsyn ţess -

Orđlof

Tónskáld

Orđiđ tónskáld er snilldarhugtak enda hafa íslenskir málnotendur kunnađ ţví svo vel ađ ţađ er almennt miklu meira notađ en kompónisti. 

Hiđ ćvagamla orđ hljóđfćri samsvarar orđum á borđ viđ verkfćri og eldfćri. 

Sögnin ađ tónsetja er auđskilin; tónskáldiđ tónsetti ljóđ Ingibjargar. Ţá eru lýsingarorđin ómstríđur og ómblíđur lýsandi um viss tónbil eđa tóna. 

Ari Páll Kristinsson. Tungutak. Morgunblađiđ 26.3.22. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Glerverksmiđjan Samverk á Hellu, Trésmiđjan Börkur Akureyri, Gluggasmiđjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafni, Kambar.

Frétt á blađsíđu 28 í Morgunblađinu 24.3.22.                                     

Athugasemd: Hvađ er eiginlega ađ gerast? Eru menn orđnir bilađir? Velja íslenskt nafn fyrir íslenskt fyrirtćki. Er enskan ekki nógu góđ, má ekki kalla fyrirtćkiđ ţví ómţýđa nafni „United construction company“?

Ţađ heyrir til tíđinda ađ nýtt fyrirtćki eđa sameinuđ fái íslenskt nafn. Allir sem ađ málum koma eru víst svo gáfađir og eldklárir og telja ađ íslensk tunga er nćstum ţví hjákátleg í samanburđi viđ hina helgu ensku.

Eigendum og starfsönnum Kamba ehf. er hér međ óskađ gćfu og velfarnađar á íslenskum markađi. Nafniđ er frábćrt.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Frettabladid.is.

Einkenni á vef fréttablađsins.is.                                     

Athugasemd: Fréttablađiđ hefur nú breytt um nafn á vefnum og heitir nú frettabladid.is. Ţetta er furđuleg breyting og algjörlega óţörf. Allir vita ađ veffang fjölmiđils er yfirleitt nafniđ.

Međan „Frettabladid“ hét Fréttablađiđ var linkur á bak viđ nafniđ sem leiddi lesandann á réttan stađ.

Stjórnendur „Frettabladid“ gerđu hér gamaldags og hallćrisleg mistök.

Hér hefur upp á síđkastiđ veriđ tekin upp sú stefna ađ fallbegja vefföng, skrifa „Frétt á Frettablađinu.is“. Ađ vísu breytir forritiđ á moggablogginu fyrsta stafnum í veffanginu í lítinn. Engu ađ síđur er leitast viđ ađ fallbeygja veffang og er ţađ í samrćmu viđ málvenju. Linkurinn á bak viđ orđiđ er svo ţađ sem skiptir máli og flytur lesandann á réttan stađ.

Tillaga: Fréttablađiđ.is.

3.

„Heineken leggur upp laupana í Rússlandi

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Vissulega getur orđatiltćkiđ „leggja upp laupana“ merkt ađ hćtta samkvćmt ţví sem segir í Mergi málsins eftir Jón G. Friđjónsson. Ţó má segja ađ ţađ sé nú á tímum oftar notađ eftir hrakfarir ţess sem hćttir. Enda segir í bókinni ađ ţađ geti líka merkt ađ deyja eđa fara á hausinn.

Enginn ástćđa er ađ gera lítiđ úr ákvörđun Heneken í Rússlandi. Fyrirtćkiđ gerir ţađ sem flest önnur hafa gert eftir innrás Rússa Í Úkraínu. Yfirgefur Rússland, kveđur Pútín.

Tillaga: Heineken hćttir rekstri í Rússlandi

4.

„Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekađi í nótt nauđsyn ţess ađ koma tafarlaust á friđi í landinu.

Frétt á vísi.is.                                      

Athugasemd: Hafa lesendur tekiđ eftir ţessu orđalagi „nauđsyn ţess“. Ţetta er svo óskaplega algengt og finnst í fjölmiđlum í nokkrum tilbrigđum. 

Fornafniđ „ţess“ er gjörsamlega ţarflaust, hjálpar ekkert. Vera má ađ orđalagiđ ţyki gáfulegt.

Í fréttinni segir líka:

Hér má finna vakt gćrdagsins.

Betra er:

Hér eru helst fréttir gćrdagsins.

Orđalagiđ „má finna“ er ţarflaust. Á linknum sem upp er gefinn eru fréttir gćrdagsins og vćntanlega nöfn ţerra sem sáu um hana, stóđu vaktina.

Tillaga: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagđi í nótt enn ađ nauđsynlegt vćri ađ koma tafarlaust á friđi í landinu.

5.

„Hópur alls óţekktra tónlistarmanna hefur náđ mikilli spilun á streymisveitunni Spotify, međ einfaldri, oft endurtekningasamri tónlist.

Frétt á ruv.is.                                      

Athugasemd: Ekki er víst ađ allir skilji orđiđ „endurtekningasamur“ enda svo óalgengt ađ ţađ er ekki í orđabókinni minni. Lýsingarorđiđ er myndađ međ orđinu endurtaka og samur. Líkt og fleiri orđ eins og eftirtektarsamur, raupsamur og ábyggilega mörg fleiri.

Fréttin er hins vegar nokkuđ vel skrifuđ og lesandinn fćr nokkurn skilning á orđinu „eftirtekningarsamur“. Hugsanlega er átt viđ tónstef sem endurtekin eru í sífellu.

Tillaga: Hópur alls óţekktra tónlistarmanna hefur náđ mikilli spilun á streymisveitunni Spotify, međ einfaldri, oft tónlist sem byggist á endurtekningum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband