Dylja frá - viđvörun um loftskeytaárás

Orđlof

Ţýdd orđasambönd

Ţeir sem kjósa ađ nota ţýdd orđasambönd verđa ađ mati umsjónarmanns ađ nota ţýđingar sem samrćmast íslensku málkerfi. 

Enska orđatiltćkiđ see light at the end of the tunnel vísar trúlega til járnbrautarlestar sem nálgast enda jarđganga, yfirfćrđ merking er ’vonarglćta’. 

Ţessu hefur veriđ snarađ á íslensku: sjá ljós viđ enda ganganna […] en ćtti vitaskuld ađ vera fyrir enda ganganna enda er erfitt ađ hugsa sér ljós viđ e-đ nema í merkingunni ’ljósker, hlutur sem lýsir’ (ljós viđ dyrnar).

Málfarsbankinn. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Ţá reyni framkvćmdastjórar miđilsins ađ dylja fjölda ţeirra netárása sem Twitter verđur fyrir frá bćđi bandarískum yfirvöldum og ţeim sem sitja í stjórn fyrirtćkisins.

Frétt á blađsíđu 11 í Morgunblađinu 24.8.22.

Athugasemd: dylja merkir ađ fela, leyna, hylja og svo framvegis. Orđalagiđ „ađ dylja frá“ er ekki til heldur er duliđ fyrir. Eđlilegra er ađ nota ţarna sögnina ađ fela.

Sé málsgreininni er breytt stendur „fyrir fyrir“. Ekki fer vel á ţví:

dylja fjölda ţeirra netárása sem Twitter verđur fyrir fyrir bćđi bandarískum yfirvöldum og ţeim sem …

Frekar ósnyrtilegt. Betra er ađ umorđa málsgreinina eins og gert er í tillögunni.

Tillaga: Twitter verđur fyrir fjölda netárása sem framkvćmdastjórar miđilsins reyna ađ fela fyrir bandarískum yfirvöldum og stjórn fyrirtćkisins.

2.

„Sam­kvćmt áćtl­un Biden munu tíu ţúsund dal­ir vera af­skrifađir af skuld­um vegna náms­lána ţeirra sem ţéna minna en 125 ţúsund dali á ári. 125 ţúsund dal­ir nema um sautján og hálfri millj­ón ís­lenskra króna.

Frétt á mbl.is. 

Athugasemd: Ţetta er nú meira klúđriđ. Hvađa tilgangi ţjónar punkturinn á milli setninganna?

Blađamađurinn býr til nástöđu. Auđveldlega hefđi mátt komast hjá henni hefđi skrifari nennt ađ lesa fréttina yfir fyrir birtingu. Ţar ađ auki byrjar hann nýja málsgrein á tölustaf sem aldrei á ađ gera. Tillagan er margfalt skárri.

Tillaga: Sam­kvćmt áćtl­un Biden munu tíu ţúsund dal­ir vera af­skrifađir af skuld­um vegna náms­lána ţeirra sem ţéna minna en 125 ţúsund dali á ári, sautján og hálf millj­ón íslenskar krónur.

3.

„Viđvörun um loftskeytaárás óvart send út í Svíţjóđ.

Frétt á ruv.is. 

Athugasemd: Ţetta er verulega skondin fyrirsögn ţví hún bendir á hversu kynslóđabiliđ er mikiđ eđa hversu yngri blađamenn eru ekki vel upplýstir. Á ţessu getur lífsreynt fólk smjattađ dálítiđ.

Loftskeyti voru hér áđur fyrr stundum kölluđ símskeyti. Á hátíđisdögum áđur en tölvuöldin rann upp voru ţau algeng. Ţetta voru margvísleg skilabođ milli fólks, í viđskiptum og stjórnsýslu.

Fyrsta loftskeytastöđin á Íslandi sem tók á móti og sendi skeyti var stofnuđ 1918. Á öllum stćrri skipum og flugvélum voru lengi vel loftskeytamenn og var stađa ţeirra afar virđuleg. Ţeir unnu viđ loftskeytatćki sem síđar voru kölluđ talstöđvar.

Allt var ţetta afar friđsamlegt. Tekiđ var á móti loftskeytum og ţau send. Engin ógn fylgdi loftskeytum. Fréttir utan úr hinum stóra heimi fengust međ loftskeytum. Sagt var frá stríđi og friđi, mannlífi og og öđru ţví sem máli skipti.

Nú eru komnar kynslóđir fram á sjónarsviđiđ sem óhikađ telja loftskeyti vera árásarvopn. Ć, ć. 

Vera má ađ nútíma drápstól megi kalla loftskeyti, svona rétt eins og ađ á milli fólks gangi skeyti í miđur vinsamlegum tóm, jafnvel hnútur, ţó meinleg skeyti skađi ekki nokkurn mann, ađ minnsta kosti ekki líkamlega.

Má vera ađ slegiđ hafi út í fyrir blađamanninum og hann ćtlađ ađ skrifa flugskeytaárás en ţađ fyrirbrigđi er nú sko allt önnur ella eins og sagt er.

Tillaga: Viđvörun um flugskeytaárás óvart send út í Svíţjóđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband