Međlimur í stjórn - plís borgarstjóri - brottvísa vegna afbrota
24.10.2022 | 11:04
Orđlof
Nýja ţolmyndin
Ef nefna skal dćmi um setningargerđ má segja ađ hin svokallađa nýja ţolmynd sé mjög ađ ryđja sér til rúms. Ţá er til dćmis sagt:
ţađ var bariđ ţig, ţađ var bannađ mér, ţađ var ekki leyft okkur í stađ ţú varst barinn, mér var bannađ, okkur var ekki leyft.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og međlimur í stjórn Strćtó
Frétt á ruv.is.
Athugasemd: Ţetta er ótrúlega bjánaleg málsgrein. Varla blađamanninum ađ kenna heldur hćfi ţeirra sem standa ađ ráđningum í stofnuninni.
Tillaga: Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og stjórnarmađur Strćtó
2.
Viltu laga ţetta plís borgarstjóri.
Frétt á fréttablađinu.is.
Athugasemd: Fimm ára barn skrifar borgarstjóranum. Trúir ţví einhver? Mynd af bréfinu fylgir fréttinni og á henni sést ađ rithöndin er ekki barns og orđalagiđ ekki heldur. Fjarri ţví.
Setjum samt svo ađ barniđ hafi sagt plís borgarstjóri. Líklega er ţá fokiđ í flest skjól ef fimm ára barna grípur til enskunnar.
Gemmér köku, segja litlu börnin stundum. Foreldrar sem taka hlutverk sitt af alvöru rétta kökuna í áttina ađ barninu og segja blíđlega: Ţađ á ađ segja viltu gefa mér köku. Og barniđ lćrir, biđur um kökuna.
Barn sem rekur í vörđurnar fćr hjálp. Enginn á ađ ţurfa ađ sletta. Slettur eru ljótar í máli fullorđinna en framtíđin er í húfi geri börnin ţađ.
Tillaga: Engin tillaga.
3.
Hilmar Ţór segir erfitt ađ segja til hvađa ráđa Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum.
Frétt á Vísi.is.
Athugasemd: Orđalagiđ sprenging á stíflunni og stíflan sprengd merkir ekki ţađ sama. Ţetta er skrifađ af hugsunarleysi og líklega er blađamađurinn óvanur ađ tjá sig skriflega. Nástađan styđur ţá grunsemd.
Líklega er átt viđ ađ stíflan verđi sprengd.
Tillaga: Hilmar Ţór segir erfitt ađ ráđa í hvađ Rússar muni gera en verđi stíflan sprengd myndi ţađ fyrst og fremst bitna á almennum borgurum.
4.
Gćti orđiđ ađ helvíti á jörđu ef ekki er brugđist viđ.
Frétt á Fréttablađinu.is.
Athugasemd: Setningin er gćti veriđ betri.
Tillaga: Gćti orđiđ ađ helvíti á jörđu verđi ekki brugđist viđ.
5.
Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um tvo 16 ára drengi ađ skemma bifreiđar í Breiđholti.
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Ţarna vantar sögn til uppfyllingar. Á vísi.is segir um drengina:
grunađir um ađ hafa skemmt tólf bíla Breiđholti.
Ţetta er mun skýrara, rétt eins og á ruv.is en ţar segir:
tilkynnt um ađ drengir vćru ađ skemma bíla.
Tillaga: Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um tvo 16 ára drengi sem voru ađ skemma bifreiđar í Breiđholti.
6.
Hćgt ađ brottvísa vegna afbrota.
Frétt á blađsíđu 2 í Morgunblađinu 24.10.22.
Athugasemd: Ţeir sem fréttaskrifa ţurfa ađ málfarsgćta sín. Leiđinlegt er ađ nafnorđasagnalesa, slíkt augstingur lesendur.
Viđbúiđ er ađ löggan og misvitrir lögfrćđingar upptaki bjánaorđiđ afbrotabrottvísun. Ţá er kominn tími ađ niđurleggja sig og rúmsofa fram á nćstu öld.
Tillaga: Hćgt ađ vísa úr landi vegna afbrota.
Athugasemdir
Í eftirfarandi frétt á RÚV er talađ um ađ „skipta sér ađ“ einhverju.
https://www.ruv.is/frett/2022/10/24/saka-kinversk-stjornvold-um-njosnir-og-ologleg-afskipti?itm_source=parsely-api
Hef aldrei heyrt ţetta áđur, ađ skipta sér „ađ“ einhverju.
Alfređ K, 25.10.2022 kl. 01:08
Og er ţetta rétt úr annarri frétt á RÚV:

https://www.ruv.is/frett/2022/10/24/thyrlur-og-vardskip-kollud-til-vegna-sprengingar
„Tvćr ţyrlur Landhelgisgćslunnar voru kallađar til ađstođar flutningaskipsins EF ÖVU 25 sjómílur úti fyrir Grindavík á öđrum tímanum. Varđskipiđ Ţór og sjóbjörgunarsveitir frá Suđurnesjum voru einnig kallađar út međ mesta forgangi.“

Á ţarna ekki ađ vera ţágufall? Til ađstođar flutningaskipinu? Hef aldrei heyrt eignarfall notađ í ţessu samhengi.
Alfređ K, 25.10.2022 kl. 01:22
Tók eftir ţessu. Ţú hefur rétt fyrir ţér.
Ţví miđur er Moggabloggiđ svo illa hannađ ađ gćsalappir verđa svona: „ “
Sigurđur Sigurđarson, 25.10.2022 kl. 14:13
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.