Verslanir hrynja hćgri vinstri - jarđskjálftahrina stađsett - gámur sem líkir eftir fangelsi

Orđlof

Velgjörđarmenn

Sá sem veitir mannkyninu fegurđ er mikill velgerđarmađur ţess. Sá sem veitir ţví speki er meiri velgerđarmađur ţess. En sá sem veitir ţví hlátur er mestur velgerđarmađur ţess.

Ţórbergur Ţórđarson. Bréf til Láru. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Býst viđ ađ verslanir hrynji „hćgri, vinstri“ á miđnćtti í kvöld.

Fyrirsögn á mbl.is.                                      

Athugasemd: Ţetta er óskiljanleg fyrirsögn og ótrúlegt ađ hún skuli hafi veriđ valin. Gćsalappirnar bjarga engu.

Í meginmáli fréttarinnar stendur:

Ég sit bara spennt viđ tölvuna á miđvikudagskvöldinu og hringi inn klukkan 12 á miđnćtti. Ţá hefst sturlunin. Ţá hrynja verslanirnar hćgri vinstri. Ţá bara klárum viđ jólin á netinu,

Ekkert af ţessu auđveldar lesandanum ađ skilja. 

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Unnendur hjólhýsa og hinnar víđfrćgu bókar Hermans Melvilles um Moby Dick geta nú glađst saman yfir nýjustu framţróun á markađi útilegubúnađar, ţar sem kínverski hönnuđurinn Hu Yong hefur svipt hulunni af hvalshljólhýsi sínu.

Frétt á blađsíđu 6 í bílablađi Morgunblađsins 16.11.21.                                

Athugasemd: Málsgreinin hangir efnislega ekki saman. Hvers vegna?

  1. Hún er alltof löng
  2. Ágiskun blađamannsins út í hött
  3. Algjör óţarfi ađ blanda bókinni um Moby Dick inn í fréttina 
  4. Niđurlag málsgreinarinnar kemur alltof seint en er ţó ađalatriđi málsins.

Bókin um Moby Dick er afar góđ en ég get síst af öllu tengt hana viđ ţetta „hvalshjólhýsi“ sem blađamađurinn kallar svo, en er ţó frekar í ćtt viđ fellihýsi. Skrifin eru beinlínis kjánaleg.

Hverjir eru „unnendur“ hjólhýsa? Ég ţekki fjölda fólks sem á hjólhýsi og líkar vel viđ eign sína en flokkast varla sem „unnendur“.

Margir blađamenn eru óskaplega lengi ađ komast ađ ađalatriđi fréttar, virđist vera fyrirmunađ ađ koma ţví fyrir í upphafi.

Ţar ađ auki eru margir blađamenn ótrúlega sparir á punkta sem ţó hjálpa mikiđ í öllum skrifum séu ţeir rétt notađir. Lesendur eru „unnendur“ punkta án ţess ađ vita ţađ.

Allir geta lćrt af leiđbeiningum Jónasar Kristjánssonar á vefnum jonas.is. Ţar segir hann međal annars:

Einfaldasta leiđin og ódýrasta er ađ sleppa samtengingunum OG og EN. Setja í stađinn punkt og stóran staf. Sjálfgefiđ er ađ málsgreinar innan sama málsliđar séu í samhengi hver viđ ađra. Ţćr ţurfa ţví ekki merkingarlaus orđ til ađ tengjast.

Skýrar er ekki hćgt ađ orđa ţetta. Sá sem skrifađi fréttina ćtti ađ lesa leiđbeiningar Jónasar. Hann myndi stórbćta sig á örskömmum tíma.

Tillaga: Nýjasta framţróun í útilegubúnađi er hjólhýsi kínverska hönnuđarins Hu Yong.

3.

„Tek­in voru 4.422 sýni, ţar af 2.124 ein­kenna­sýni. 1.773 eru nú í ein­angr­un vegna Covid-19 og 2.636 í sótt­kví.

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Ţetta virđist skýrt en er hundleiđinlegt enda gagnslaust ađ hrúga tölum saman í eina málsgrein. Í ótrúlega mörgum fréttum Moggans hefjast málsgreinar á tölustöfum sem er ljóta vitleysan. Í ţessari frétt er ţađ tvisvar gert. Hvers vegna? 

Svo mikiđ hefur legiđ á ađ birta fréttina ađ tvisvar er sama stađreyndin endurtekin:

… ţar af níu á landa­mćr­un­um.

Og tveimur línum neđar stendur:

Níu greind­ust á landa­mćr­um …

Hrođvirknislega skrifađar fréttir eiga ekki ađ birtast í Mogganum.

Útilokađ er ađ skrifa skiljanlega frétt međ fjölda tölulegra upplýsinga sem hrúgađ er saman í belg og biđu. Ţćr eiga ţess í stađ heima í töflum, súluritum, línuritum eđa međ myndrćnni framsetningu eins og gert er á vefnum covid.is.

Tillaga: Tek­in voru 4.422 sýni, ţar af 2.124 ein­kenna­sýni. Í einangrun vegna Covid-19 eru nú 1.773 menn og 2.636 í sótt­kví.

4.

„Sú er stađsett í grennd viđ Ţrengsl­in, suđur af Syđri-Eld­borg.

Frétt á mbl.is.                                     

Athugasemd: Veriđ er ađ tala um jarđskjálftahrinu. Blađamenn ţjösnast á lýsingarorđinu „stađsettur“. Ekkert breytist sé orđinu sleppt. Setningin verđur einfaldari og skýrari.

Blađamenn verđa ađ varast heimatilbúiđ „tćknimál“ sem á ekkert erindi til almennings. Í fréttinni er haft eftir viđmćlandanum:

Ţar koma reglu­lega inn skjálft­ar …

Hvar koma jarđskjálftarnir inn? Jú, ađ öllum líkindum inn á jarđskjálftamćla. Blađamađur má ekki gleypa viđ orđalagi viđmćlandans heldur fćra ţađ til betra máls. Ţarna hefđi veriđ betra ađ lagfćra og segja:

Ţar verđa reglu­lega skjálft­ar …

Á blađsíđu 2 í Fréttablađinu 18.11.21 segir:

Kennsla áttundu bekk­inga í Hagaskóla var felld niđur í dag eftir ađ mygla greindist í múr ţar sem stofur ţeirra eru stađsettar. 

Ekkert gagn er hér af lýsingarorđinu „stađsettur“. Sé ţví sleppt breytist ekkert. Til hvers er ţá veriđ ađ nota gagnslaust orđ?

Tillaga: er í grennd viđ Ţrengsl­in, suđur af Syđri-Eld­borg.

5.

„Gámur á Skóla­vörđu­holti líkir eftir neđan­jarđar­fangelsi.

Fyrirsögn á frettabladid.is.                                      

Athugasemd: Gámur líkir ekki eftir neinu. Hann getur hugsanlega líkst einhverju. Á ţessu tvennu er mikill munur.

Tillaga: Gámur á Skóla­vörđu­holti líkist neđan­jarđar­fangelsi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband