Bera eldgos augum - nóvemberspá er lent - skólar opna aftur

Orđlof

Klámenska

Aumingja ástkćra,ylhýra máliđ okkar er á stöđugu undanhaldi. Ţađ er sótt ađ ţví úr öllum áttum. Orrustan á samfélagsmiđlunum er nú ţegar töpuđ.

Hluti af spekinni ţađan, sem ég hefi séđ, er skrifađur á lélegri klámensku, og ţađ sem ritađ er á íslensku er meira og minna skakkt og brenglađ eins og höfundarnir hafi enga málfrćđi lćrt.

Ţórir S. Gröndal. Blađsíđa 39 í Morgunblađinu 4.11.21.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

36 ára mađur er í haldi hjá lög­regl­unni vegna hvarfs­ins.

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Á Mogganum telja sumir blađamenn sjálfsagt ađ nota tölustafi í upphafi málgreinar. Enginn leiđbeinir ţeim. Af ţessu leiđir ađ ósiđurinn sést stundum í ađsendum greinum og einnig minningargreinum. Hér á sannarlega viđ ađ börnin gera ţađ sem fyrir ţeim er haft. Óvandađ orđalag í dagblöđum, tímaritum og bókum getur veriđ smitandi.

Aldrei er tölustafur fremst í málsgrein. Ţarfnist einhver skýringar er auđvelt ađ gúgla á ensku til dćmis „starting sentence with a numbers“.

Tillaga: Ţrjátíu og sex ára mađur er í haldi hjá lög­regl­unni vegna hvarfs­ins.

2.

„Nokkur fjöldi ferđamanna hefur lagt leiđ sína til La Palma til ađ bera eldgosiđ augum.

Myndatexti á vísi.is.                                      

Athugasemd: Ć, ć, ć, ć. Vera má ađ blađamađurinn viti um orđasambandiđ ađ berja eitthvađ augum og ţarna hafi óvart falliđ niđur eitt ’j’. Ţađ er ţó engin afsökun, bendir ađeins til ađ hann hafi ekki lesiđ fréttina vel yfir fyrir birtingu hennar. Sé ađ ţetta var síđar leiđrétt.

Tillaga: Nokkur fjöldi ferđamanna hefur lagt leiđ sína til La Palma til ađ berja eldgosiđ augum.

3.

„Nóvemberspá Siggu Kling er lent!

Frétt á mbl.is.                                     

Athugasemd: Er betra ađ segja ađ spáin sé „lent“ frekar en ađ segja ađ hún sé komin. Spáin var ţó hvorki á flugi né siglingu og ţví varla hćgt ađ segja ađ hún sé „lent“. Hvers vegna er upphrópunarmerki notađ?

Best er ađ tala einfalt og skiljanlegt mál jafnvel ţó veriđ sé ađ tala um hindurvitni eđa bábilju eins og stjörnuspá svo sannarlega er. Auđvitađ er „stjörnuspá“ bara bull og vitleysa sem sćmir ekki virđulegum fjölmiđli ađ birta.

Tillaga: Nóvemberspá Siggu Kling er komin.

4.

Kristján var ákćrđur fyrir ađ hafa ekiđ bíl sínum eftir tveimur vegum, Hlíđarvegi og Vallarbraut á Hvolsvelli, eftir ađ hafa veriđ sviptur ökuréttindum.“

Frétt á blađsíđu 2 í Fréttablađinu 5-11-21.                                     

Athugasemd: Ekki er blađamennskan upp á marga fiska. Í raun kemur ţađ fréttinni lítiđ viđ á hvađa götum mađurinn ók og bćjarfélagiđ er algjör aukaatriđi. Ţarna er bara veriđ ađ teygja lopann

Stjórnendur Fréttablađsins ţurfa ađ lesa yfir fréttir sem byrjendur í faginu skrifa. Nema auđvitađ ađ lesendur skipti engu máli, fréttir séu uppfylling á milli auglýsinga.

Tillaga: Kristján var ákćrđur fyrir ađ hafa ekiđ bíl sínum eftir ađ hafa veriđ sviptur ökuréttindum.“

5.

„Skólar opna aftur á Akranesi.

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Er ekki einfaldara ađ segja ađ ţeim verđi opnađir. Sumir íslenskufrćđingar segja ađ nú sé nú allt í lagi, orđalagiđ sé svo algengt ađ ekki megi amast viđ ţví. Ég er ekki sammála.

Eitthvađ ankannalegt er ađ segja ađ hús opni, stofnanir opni. Ţar fyrir utan er ţađ ekki rétt. En svona er nú lífiđ. Margir skilja ekki blćbrigđi íslenskunnar og halda ađ öll tungumál séu eins og enskan eđa eigi ađ vera eins og hún.

TillagaSkólar opnađir aftur á Akranesi.

6.

„Stormurinn gengur niđur međ morgninum.

Fyrirsögn á ruv.is.                                     

Athugasemd: Ekki er ţetta rangt, ósköp eđlileg íslenska. Hins vegar saknar mađur sagnarinnar ađ lćgja. Gömul og falleg veđurorđ eru óđum ađ týnast. Fréttamađurinn talar um storminn og er ţađ réttnefni. Margir ađrir, og ţar á međal veđurfrćđingar, segja ađ „vindurinn minnki međ morgninum“. Ţróunin er sorgleg.

Tillaga: Storminn lćgir međ morgninum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband