Meðvitundin í fjölmiðlum á árinu 2021
30.12.2021 | 23:56
Margt misjafnt má segja um málfar í fjölmiðlum á árinu 2021. Líklega gera þó flestir blaðmenn sitt besta sem þó er stundum ekki nóg. Suma vantar þekkingu á íslensku máli, fljótfærni háir öðrum, fáir hafa stíl og svo er það getuleysið. Of margir kunna ekki að segja sögu en þegar hæfileikinn til frásagnar er lítill missir sagan, fréttin eða brandarinn marks.
Ég man ekki hvenær ég hóf að rita pistla um það sem ég kalla athugasemdir um málfar í fjölmiðlum. Held að nú sé fimmta árið að byrja. Skrifin eru fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Stundum finnst mér hægt sé að gera betur.
Pistlarnir birtast oftast vikulega eða oftar.
Einu sinni var ég blaðamaður og fréttastjórinn gagnrýndi mig fyrir skrif mín en leiðbeindi mér líka. Þetta tók ég alvarlega, hef kannski hafi lært eitthvað sem ritstjóri á litlu tímariti og í almennum skrifum.
Vera má að ég sé á stundum heldur hvass, hef reynt að draga úr því. Vandinn felst ekki í sendiboðanum, gagnrýnandanum, heldur þeim sem skrifa fréttir og fyrirsagnir (ekki alltaf sami maðurinn).
Mikilvægt er að gagnrýna málfar í fjölmiðlum en fáir gera það. Hins vegar eru fjölmargir lesendur afar vel að sér og sjá samstundis þegar blaðamaðurinn fer rangt með. Það skyldu blaðamenn hafa hugfast.
Svo má líka hafa það í huga að vefurinn malid.is er nauðsynlegt hjálpartæki öllum þeim sem stunda skriftir, blaðamönnum sem öðrum.
Eins og venjan er í pistlunum er getið hér um heimildir, gefinn er hlekkur á fréttir sem fjallað er um. Vera kann að í einstaka tilfellum hafi fjölmiðill lagfært frétt sína en það er frekar sjaldgæft. Sé hlekkur óvirkur má reyna að gúggla og nota það sem er innan gæsalappa.
Númerin eru aðeins til hægðarauka, ekki mat á hvort eitt sé verra en annað. Þess ber að geta að þetta er aðeins brot af því sem ritað var um á þessum vettvangi. Margt annað á erindi hingað.
Alræmdast á árinu 2021
- Joe Biden vígður í embætti forseta. ruv.is.
- Harris brýtur blað um allan heim. ruv.is.
- Gerandi líkamsárásar neitaði að nota grímu. mbl.is
- Markle hefur einnig óskað þess að Mail on Sunday birti yfirlýsingu á forsíðu sinni um að hún hafi sigrað málið frettabladid.is.
- Vatnshæð hefur lækkað lítillega í Skaftá. ruv.is.
- Býst við að verslanir hrynji hægri, vinstri á miðnætti í kvöld. mbl.is.
- Þar eiga þrír einstaklingar hafa ráðist á einn, beitt hann ofbeldi sem varð til þess að maðurinn fékk áverka, og haft af honum verðmæti, og komist undan. dv.is.
Þoka
- Þeir feður, sem stofnuðu Bandaríkin með sjálfstæðisyfirlýsingu 1776 og stjórnarskrá 1787 Grein á blaðsíðu 15 í Morgunblaðinu 30.7.21.
- Laxness var fyrirlitinn alveg. ruv.is.
- Skaut atvinnukylfing með tvo látna á pallinum. visir.is.
- Læknar sjá fram á flóðbylgju eftirkasta. mbl.is.
- Fjölmennan hóp viðbragðsaðila þurfti til þess að koma konu á níræðisaldri úr hrakningum ruv.is.
- og á konan að hafa átt í fjölskyldusambandi við alla fjóra einstaklingana sem urðu fyrir árásinni. mbl.is.
- Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem vísi.is.
- Kærðir fyrir að stofna lífi fólks í hættu í óleyfisíbúð. ruv.is.
- á meðan hver og einn tekur fjölpunkta beygju til þess að snúa við í botnlanganum og halda þá leið sem hann kom. mbl.is.
- Tveir aðrir björgunaraðilar sem voru með Gelle í þyrlunnu komust einnig lífs af. mbl.is.
- Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. vísi.is.
- en þær eiga m.a. að stytta viðbragðstíma viðbragðsaðila á svæðinu mbl.is.
- Hann fór svo hratt í gegnum hluti eins og fartölvur og síma, sem oft lentu á veggjum, að sérstakur skápur var fylltur af auka-eintökum, ef ske kynni. ruv.is.
Mismæli
- Óhætt er að segja að borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Sabine Leskopf, hafi orðið hvelft við frettabladid.is.
- Nicky og William misstu vinnur sínar vegna COVID-19 en . dv.is.
- Þá hreyfa sjúkraþjálfarar alla liði í handleggjum Guðmundar og passa upp á að ekkert stirni upp. mbl.is.
- Nokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til La Palma til að bera eldgosið augum. Myndatexti á vísi.is.
- Þeir reynslumestu gætu lagt landsliðsskóna á hilluna. Frétt á forsíðu Morgunblaðsins 13.9.21.
- Þetta er grimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. visir.is.
- 39 létust úr sjálfsvígi 2019. frettabladid.is.
- enda hafa landslið Íslands og Portúgals mæst ítrekað. mbl.is.
- Um klukkan korter fyrir níu að morgni 11. september brotlenti farþegaþota flugfélagsins American Airlines í norðurturni Tvíburaturnanna á Manhattan í New York. ruv.is.
- Feginleiki er niðurrifinu var forðað. frettabladid.is.
Afrek
- Það er erfitt að setja það í orð. Frétt á blaðsíðu 19 í Morgunblaðinu 31.7.21.
- Hætti í bankanum til að elta drauminn. mbl.is.
- Þannig vilja heimildamenn mbl.is meina að hver sem er hafi getað gengið inn og út um eina hurð á salnum. mbl.is.
- Bjargaði móður sinni frá eldsvoða. mbl.is.
- Þá festi Al-Thani-konungsfjölskyldan í Katar kaup á tveimur af dýrustu heimilum London í gegnum aflandsfélög. mbl.is.
- Sem betur fer stóð ég með sjálfum mér, efaðist ekki um sjálfan mig og leitaði til lögreglunnar. vísi.is.
- Húsavíkurbær fékk mikinn sýnileika á síðasta ári Frétt á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu 22.7.22.
- Fimm af sjö efstu í prófkjöri Pírata á fjórum kjördæmum eru sitjandi alþingismenn. ruv.is.
- Jökulsá á Fjöllum fór yfir þröskuld Veðurstofunnar. ruv.is.
Útlenskan
- Sömuleiðis eru menn líka farnir að ávarpa loftslagsmálin. mbl.is.
- Komið meira attitjúd í okkur. mbl.is.
- Pólitísk ringulreið ríkir á Haítí í kjölfar morðsins, þar sem embætti forseta situr autt Frétt á blaðsíðu 20 í Morgunblaðinu 10.7.21.
- Það var rosalegt að hlusta á Stúkuna á Stöð 2 Sport þar sem að var einhver helstu old man take sem að ég hef séð dv.is.
- Þetta var náttúrulega mjög krefjandi og ég fékk svona smá crasscourse frá Balta og Þorsteini Backman mbl.is.
- VS. (fótboltalið versus annað fótboltalið). Auglýsing á blaðsíðu 45 í Morgunblaðinu 28.8.21.
- Ég get ekki snert á þessu topici án þess að henda einhverjum undir lestina. dv.is
Stórfréttir
- Hún lést friðsamlega á heimili sínu. dv.is.
- Segir að hægt hefði verið að forða mörgum dauðsföllum af völdum COVID-19. dv.is.
- Prestur ákærður fyrir að hafa myrt horfna eiginkonu sína. frettabladid.is.
- Flugfélagið Play stefnir á að floti þess samanstandi af sex til sjö farþegaþotum um komandi áramót þegar flug til Bandaríkjanna kemst á. Frétt á forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins 5.5.21.
- bestu staðirnir til að búa á ef siðmenningin myndi ríða til falls. visir.is.
- Henni var haldið í tökum þegar lögreglumenn komu á vettvang en hún er grunuð um bæði eignarspjöll og líkamsárás. mbl.is.
- Lögregla veitti bíl eftirför í hverfi póstnúmers 105 á fjórða tímanum í nótt. mbl.is.
- Árið 2009 stofnaði hann Apa Sherpa-samtökin í þeim tilgangi að tryggja börnum í Nepal tækifæri til menntunar, svo þau þurfi ekki að gerast sjerpar eins og hann sjálfur. Frétt á blaðsíðu 22 í Morgunblaðinu 11.9.2021.
- Árásin sem um ræðir fór fram í Laugardalnum í maí árið 2016. dv.is.
- Maður lést við hákarlaárás. mbl.is.
- Lamdi vegfaranda með hælaskó í höfuðið. mbl.is.
- Ekkert spennandi við að vera frelsissviptur. frettabladid.is.
Hmm ...
- Ástæðan sé sú að þau hafi skilið árið 2007 og bæði komið sér upp nýjum maka eftir það. Frétt á blaðsíðu 28 í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 28.2.21.
- Rímið gossvæðið. Umferð bönnuð. Ný sprunga að myndast. Smáskilaboð til ferðamanna við Geldingadali kl. 12:10, 5.4.21.
- Dómarinn, Royce Lamberth, sagði að Chansley iðraðist ekki og gæti framkvæmt frekari árásir gegn stjórnvöldum í Bandaríkjunum ef hann yrði settur í stofufangelsi. mbl.is.
- Mikið um að það þurfi að vaða ár á gönguleiðum. Úr tölvufréttabréfi sem nefnist Savetravel.
Nástaða
- Við vorum einmitt í mjög skemmtilegu verkefni, við Daníel Þórhallsson sem var í meistaranámi hjá okkur, þar sem við vorum að vinna með vísindamönnum í Kiel í Þýskalandi, sem voru að taka mjög nákvæm gögn af botninum og þá vorum við komin með kafbát og þá erum við komin nær. ruv.is.
- Auður segir að á svæðinu hafi verið áætlað að fara í smalamennsku eftir rúma viku og þess vegna sé búfénaður enn á gangi á svæðinu. Hún segir að bændur á svæðinu hafi farið af stað í dag til að smala á svæðum sem gæti flætt yfir. fréttablaðinu.is.
- Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er dæmi um stöðuvatn sem fer illa út úr þurrkum. Vatn er nú aðeins í dýpsta hluta vatnsins. Myndatexti á blaðsíðu 6 í Morgunblaðinu 5.8.21.
- Einn var handtekinn á vettvangi og karl og kona skömmu síðar þar skammt frá en þau höfðu farið af vettvangi. mbl.is.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.