Gleđileg jól til ţín - flestir eru ađ fá svar samdćgurs

Orđlof

Frá Pontíusi Pílatus til Pontíusar Pílatusar

Pontíus Pílatus var landstjóri á Sýrlandi ţegar Jesús fćddist og gegndi sama embćtti í Júdeu ţegar réttađ var yfir Jesú. Nöfn hans koma bćđi fyrir í orđtakinu ađ ganga frá Pontíusi til Pílatusar eins og um tvo menn sé ađ rćđa. 

Ţetta orđtak er ungt í íslensku og er ćttađ úr ţýsku. Sumir tala reyndar um ađ ganga frá Heródesi til Pílatusar en merkingin er sú sama, ’ađ fara erindisleysu, ađ vera sendur frá einum stađ til annars án ţess ađ fá úrlausn’. 

Pontíus Pílatus sendi Jesúm til Heródesar konungs, en konungur sendi hann aftur til baka. Jesús endađi ţví á sama stađ og hann fór frá.

Orđaborgarar. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Gleđileg jól til ykkar allra.

Algeng kveđja á samfélagsmiđlum og víđar.                                     

Athugasemd: Hvenćr breyttist falleg íslensk kveđja og varđ svona hallćrisleg.

Enskumćlandi fólk segir stundum:

Marry Christmas to you.

Engu ađ síđur er hefđbundin kveđja á íslensku:

Gleđileg jól, gleđileg jól öllsömul eđa gleđileg jól gott fólk.

Engin ástćđa er ađ bćta viđ „til“. Varla segir neinn svona viđ Jón og Stínu: 

„Gleđileg jól til ţín, Nonni minn, en ekki Stínu.“

Enginn segir:

Komdu sćll til ţín.
Vertu sćll til ţín.
Halló til ţín
Til hamingju međ afmćliđ til ţín.

Kveđur eru oftast svo skýrar ađ ekki fer á milli mála hverjum ţćr eru ćtlađar.

Tillaga: Gleđileg jól.

2.

„Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir eru ađ fá svar samdćgurs“.“

Fyrirsögn á vísi.is.                                      

Athugasemd: Nei, langflestir svar samdćgurs.

Í fréttinni segir:

Ţađ er bara búiđ ađ vera alla tíđ. 

Betur fer á ţví ađ segja ađ svona hafi ţetta veriđ lengi.

Tillaga: Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir svar samdćgurs“.

3.Vísir 211228

„Alls eru 7060 manns í sóttkví …

Frétt á fréttablađiđ.is.                                      

Athugasemd: Blađamađur á vef Fréttablađsins er vel ađ sér. Hann byrjar ekki málsgrein á tölustöfum.

Blađamađurinn á DV.is gerir ţađ ekki heldur.

Ađrir fjölmiđlar falla á prófinu. Verst er ţó ástandiđ á vísi.is, sjá myndina, og á vef Moggans, sjá mynd. Ekki er ástandiđ gott á Ríkisútvarpinu.

Ţetta er ekkert grín. Villur í fréttum bitna á lesendum. Ţar ađ auki smitast villurnar, lesendur kunna ađ halda ađ í lagi sé ađ byrja málsgrein á tölustaf. Ţađ er hins vegar hvergi gert, hvorki á íslensku né öđrum tungumálum. 

Til ađ fá ţetta stađfest má gúggla til dćmis: „starting a sentence with a number“.Mbl 211228

Tillaga: Engin tillaga.

 

 

Myndirnar:

  1. Efri myndin er af fréttinni á Vísi.
  2. Neđri myndin er af fréttinni á vef Moggans.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband