Löggufréttir 2021

Ţađ er nefnilega talsverđur misbrestur á ţví ađ allur texti, sem ćtlađur er almenningi, sé nógu góđur eđa skýr og skilmerkilegur. Ég játa ţađ ađ mér gengur oft býsna illa ađ komast fram úr ýmsum opinberum plöggum og skilja jafndaglega hluti og launaseđilinn minn eđa hitareikninginn.

Flosi sneri sem sé spurningunni viđ og spurđi hvort ţeir sem skrifa textann vćru skrifandi. Sigurđur Líndal tekur í svipađan streng í fyrrnefndri grein sinni um málfar og stjórnarfar. Hann bendir á ađ gott, skýrt og ţjált málfar sé ein af frumforsendum ţess ađ opinberir textar ţjóni vel tilgangi sínum.

Kristján Árnason. Hugleiđingar um íslenskt lagamál.

Löggan skrifar ekki eins og venjulegt fólk. Hún reynir ađ upphefja mál sitt međ furđulegum orđum og orđalagi sem einna helst er ađ finna í lagamáli. Í löggumáli er notuđ furđuleg orđ eins og:

  • „Afskiptahrađi“ (fyndiđ orđ en viđ hin vitum ekki hvađ ţetta ţýđir)
  • Árásarţoli (sá sem er laminn)
  • Brotaţoli (sá sem af er stoliđ)
  • Líkamstjón (tölum dags daglega tölum viđ um meiđsli)
  • Bifreiđ (alţýđa manna talar um bíl)
  • Fangaklefi (allir nema löggan tala um fangelsi)
  • Fangageymsla (fangelsi)
  • „Fyrir“ rannsókn máls (réttara er vegna rannsóknar máls)
  • Löggan heldur ađ póstnúmer í Rekjavík séu heiti á hverfum.

Og svo má lengi telja. Ađ vísu er stundum erfitt ađ greina ţađ sem ćttađ úr svokallađri „dagbók“ löggunnar og hvađ úr hugarfylgsnum blađamanns. Vandinn er nefnilega sá ađ margir blađamenn kikna í hnjánum, missa munnvatn og tapa hugsun ţegar ţeir lesa eitthvađ frá löggunni. Allt er birt, hversu ómerkilegt sem ţađ er rétt eins og hrođinn sé á gullaldarmáli.

Stađreyndin er hins vegar sú ađ löggan ber lítiđ skynbragđ á fréttir. Ţví eiga blađamenn ađeins ađ birta ţađ fréttnćma, sleppa hinu, stćrsta hlutanum í „dagbókinni“.

Hér eru nokkrar tilvitnanir í löggufréttir fjölmiđla á liđnu ári 2021.

  1. „Á­reksturinn á Sand­gerđis­vegi varđ viđ eftir­för lög­reglu.“ frettabladid.is
  2. „… ţví óku allmargir ökumenn, eđa 10%, of hratt eđa yfir afskiptahrađa.“ logreglan.is.
  3. „Flúđi lög­reglu og hafnađi á tré.“ mbl.is.    
  4. „… en tveir menn voru á vett­vangi í verslun í hverfi 108 ţar sem til­kynnt hafđi veriđ um ţjófnađ­.frettabladid.is.
  5. Umrćdd ţriđja sprunga skapađi ekki hćttu á mannskađa enda hafđi svćđinu veriđ lokađ fyrr um daginn vegna sprungu númer tvö.“ visir.is. 
  6. Rímiđ gossvćđiđ. Umferđ bönnuđ. Ný sprunga ađ myndast.“ Smáskilabođ til ferđamanna viđ Geldingadali kl. 12:10, 5.4.21.     
  7. „Í dag­bók lög­reglu segir ađ hópur manna hafi ráđist á einn og ađ á­rásar­ţoli hafi veriđ verkjađur um allan líkamann.frettabladid.is.            
  8. „Lög­regla veitti bíl eft­ir­för í hverfi póst­núm­ers 105 á fjórđa tím­an­um í nótt. mbl.is.   
  9. „Til­kynnt var um ađila í hverfi 110 í Reykja­vík sem hafđi gengiđ út af sjúkrastofnun fréttablađiđ.is.    
  10. „Ţar eiga ţrír einstaklingar hafa ráđist á einn, beitt hann ofbeldi sem varđ til ţess ađ mađurinn fékk áverka, og haft af honum verđmćti, og komist undan. dv.is. 
  11. „… og vistađir fyr­ir rann­sókn máls­ins í fanga­geymslu lög­reglu …mbl.is.
  12. „Á mánu­dag­inn var ekiđ á stúlku viđ Grandatorg í Reykja­vík og varđ hún fyr­ir lík­ams­tjóni.mbl.is.
  13. „Ungmenni réđust ađ jafnaldra sínum í Kringlunni og veittu honum alvarlega áverka međ kylfu, og stálu síma af brotaţola.Fréttablađiđ.is.  
  14. „Lögregla setti međal annars upp umferđarpóst í nótt ţar sem áfengisástand ökumanna var kannađ og reyndust tveir undir áhrifum.visir.is.     

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband