Íslensk fyrirtæki og enska - varnirnar hafa fallið
6.7.2022 | 11:47
Orðlof
Sagt er frá litlum brugghúsum á Íslandi fróðlegri grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 6. júlí 2022. Kennimyndir og nöfn tuttugu og fimm fyrirtækja eru birtar og það vakti forvitni mína því ég hafði staðið í þeirri trú að flest íslensk brugghús væru kölluð brewery upp á ensku. Sem betur fer er það ekki svo. Langflest eru nefnd íslenskum nöfnum.
Álfur
Austri brugghús
Beljandi brugghús
Bjórsetur Íslands
Brugghús steðja
Dokkan brugghús
Gæðingur
Húsavík öl
Kaldi
KHB brugghús
Litla brugghúsið
Malbygg
Öldur
Ölverk
Ölvisholt brugghús
Smiðjan Brugghús
Ægir brugghús
22.10 brugghús
6a kraftöl
Sum af ofangreindum nöfnum eru ágæt. Athygli vekur að eigendur Ægis brugghúss eru hvorki smeykir við íslenska né útlenda neytendur. Þeir hika ekki við að nota nafn sem byrjar á bókstafnum Æ sem er eflaust flestum útlendingum torskilinn ekki síður en nafnið sjálft.
Á síðustu og verstu tímum þarf hugrekki til að slíta hugsunina frá ensku og meintu ástfóstri ferðamanna við það tungumál. Hér leita þeir ekki eftir engil-saxneskum áhrifum heldur íslenskri menningu, vilja snerta á landi og sögu.
Svo eru það hinir, þeir huglausu, sem nota ensk heiti eða blanda saman íslensku og ensku í nafni fyrirtækja sinna. Nokkur brugghús gera þetta:
Eimverk distillery
Jón ríki brewery
Og natura
Rvk brewing co.
Segull 67 brewery
The brothers brewery
Verða örlög íslenskunnar á þessa leið?
Ömurð
Brugghúsin eru aðeins örfá. Eigendur miklu fleiri fyrirtækja virðast ekki hafa hugmynd um tungu sína eða kæra sig kollótta um hana. Nota óhikað ensk orð í fyrirtækjaheitum og skáka í því skjólinu að þeir séu nauðbeygðir vegna viðskipta við útlendinga. Það er nú meiri vitleysan. Hægt að benda á þúsundir fyrirtækja út um allan heim sem taka heiti af tungu eigenda sinna, þar sem þau eru skráð. Fjöldinn allur bætir við nokkurs konar undirheiti á ensku.
Air Iceland Connect, hét áður Flugfélag Íslands.
Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. ráðgjafafyrirtæki
AutoCenter, bílahreinsun.
Barion, sport- og veitingastaður í Reykjavík.
Beirsdorf ehf. Heildverslun.
Brandenburg ehf. Auglýsingastofa
Bullseye Reykjavík, fyrirtæki sem býður upp á pílukast
Core ehf. Heildverslun.
Creditinfo Lánstraust hf. Upplýsingar og innheimta.
Culican, veitingastaður í Reykjavík
Domavia, fyrirtæki í eigu Ísavia, hefur umsjón með flugvöllum innanlands.
Donky republic bike, rafmagnsreiðhjólaleiga í Reykjavík.
Dr. Football, hljóðvarpsþáttur fyrir íslenska hlustendur. Einnig Dr. Football-pubquiz.
Expectus ehf. Ráðgjafafyrirtæki.
Eyesland, gleraugnaverslun.
Eyrir investment hf. Eignarhaldsfélag.
Fisk-Seafood ehf. Útgerð fiskiskipa.
Fjárvakur-Icelandair shered services ehf. Bókhald og endurskoðun.
Fontana, baðstaður við Laugarvatn.
Glacier Goodies, söluvagn í Skaftafelli.
Grand Brasserie, veitingahús í Reykjavík
Hengill Ultra, hlaupakeppni umhverfis Hengil, fjall á Íslandi.
Home and you (borið fram: hómendjú), húsgagnaverslun
InExchange ehf. Ráðgjöf.
Inmarsat solutions ehf. Gervihnattafjarskipti.
Jónar transport hf. Flutningafyrirtæki.
Kompaní, viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins
Livio Reykjavík ehf. Læknafyrirtæki.
Memorial, fyrirtæki sem býður upp á legsteina.
Men and mice ehf. Hugbúnaðarfyrirtæki.
Mini garðurinn. Innanhúsgolf,veitingastaður og bar.
Möst C íslensk fataverslun fyrir konur.
Motus ehf, innheimtufyrirtæki.
Prósjopp. Golfverslun.
Pure north recycling ehf. Íslenskt endurvinnuslufyrirtæki.
Rue de net reykjavik ehf. Hugbúnaðarfyrirtæki.
Savetravel.is íslenskur vefur á íslenksu og ensku: the official source for safe adventure in Iceland.
Scandinavian travel services ehf. Ferðaskrifstofa.
Sky Lagoon, nýtt baðlón í Kópavogi.
Sofestive, fyrirtæki í viðburðar- og verkefnastjórnun
Strúktúr, húsainnflutningsfyrirtæki
Sumac grill, veitingahús í Reykjavík
Swipeclub, fyrirtæki sem þróar netnámskeið
Terra, fyrirtæki sem hét fjórum ágætum íslenskum nöfnum.
The Garage, gisting í Varmahlíð undir Eyjafjöllum
The Rift, malarhjólreiðakeppni við Heklu, fjall á Íslandi.
Thor´s Power Gym, líkamsræktarstöð á Íslandi.
Townhouse Hotel, í miðborg Reykjavíkur
Train station, íslensk líkamsræktarstöð í Reykjavík.
Travel Conditions kortið, kort sem gefið er út af Savetravel.is.
Treemember, félag um trjárækt
Two Birds, fjártæknifyrirtæki á íslenskum markaði, keypti og Auðbjörg ehf. og sameinaði undir enska heitinu.
Two birds, nýskppunarfyrirtæki sem vinnur að útreikningi á markaðsvirði fyrirtækja.
Vök baths, laugar skammt frá Egilsstöðum.
Vera má að sum ofangreindra fyrirtækja hafi hætt eða breytt um nafn.
Staðan er einfaldlega sú að hægt og hægt hefur enskan fest rætur hér á landi sem annað tungumál. Svo algeng er hún í nöfnum fyrirtækja að það þykir ekkert tiltökumál lengur. Virðingin fyrir málinu og hefðum hefur slævst og líklega skammt í víðar falli varnir.
Á síðustu þrjátíu árum hefur enskan náð miklu meiri áhrifum en danskan á 360 árum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.