Gera góđa hluti - í kjölfar ţess - árásir af handahófi -
16.10.2022 | 19:56
Orđlof
Náttúrunöfn
Eins og sjá má í Landnámu virđist hafa veriđ mjög algengt ađ örnefni tengdust mannanöfnum.
Upp úr 1965 setti Ţórhallur Vilmundarson fram hugmyndir sínar um náttúrunöfn. Hann heldur ţví fram ađ nafngiftir hafi mjög oft tengst fyrirbćrum í náttúrunni en ekki ţeim mönnum sem hér námu land. Ţannig eigi t.d. Dýrafjörđur ekkert skylt viđ Dýra landnámsmann, heldur opnist dyr ţegar siglt er í átt ađ firđinum: Dyrafjörđur.
Grímsá vćri ţá hin svarta á, sbr. ţađ ađ gríma merkti nótt í skáldamáli. Grímsár eru margar á Íslandi, rétt eins og Svartár; ţćr eru bergvatnsár og ţví dökkar á lit. Ţađ sést best ţegar ţćr falla í jökulár sem oft virđast hvítar, sbr. nafniđ Hvítá.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Adnan er saklaus og hefur misst 23 ár af lífi sínu, ađ afplána dóm fyrir glćp sem hann framdi ekki.
Frétt á vísi.is.
Athugasemd: Málsgreinin er óvönduđ. Fyrri hlutinn er ekki tengdur viđ seinni hlutann. Eitthvađ vantar.
Betur fer á ţví ađ segja ađ mađurinn hafi afplánađ dóm vegna glćps, ekki fyrir.
Tillaga: Adnan er saklaus, sat í 23 ár í fangelsi vegna glćps sem hann framdi ekki.
2.
Freyr Alexandersson er ţjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, ţar sem hann hefur veriđ ađ gera góđa hluti.
Frétt á fréttablađinu.is.
Athugasemd: Er ţessi Freyr dverhagur og gerir góđa hluti, tálgar međal annars jólasveina sem hann selur á handverksmarkađi í Lyngby? Ţjálfar hann í aukavinnu fótboltaliđ og stendur sig vel? Hver veit?
Ţrennt er afar slćmt. Í fyrsta lagi ómerkilegar klisjur sem alltof margir íţróttablađamenn skemma fréttir sínar međ, endurtaka ć ofan í ć. Annađ er vanţekkingin sem stafar af rýrum orđaforđa. Ţriđja er ađ blađamenn eru margir afleitir sögumenn, reyna ekki ađ tileinka sér listina. Ţetta síđasta á ekki ađeins viđ íţróttablađamenn. Ţetta oft skýringin á illa skrifuđum fréttum.
Í fréttinni segir:
Hinn ástsćli íţróttafréttamađur Guđmundur Benediktsson stýrđi umfjöllun um EM á Stöđ 2 Sport.
Hvernig finnur blađamađurinn ţađ út ađ kollegi hans sé ástsćll. Ţekkjast ţeir persónulega? Hefur veriđ gerđ skođanakönnun međal almennings sem blađamađurinn styđst viđ? Eđa er ţetta tómt prump í honum?
Ein mikilvćgasta reglan í blađamennsku er ađ veita upplýsingar. Önnur er ađ halda eigin skođunum utan viđ fréttir.
Tillaga: Freyr Alexandersson er ţjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni og stendur sig vel.
3.
Í kjölfar ţess ađ Rússar skutu tugum stýriflauga á úkraínskar borgir á mánudaginn tóku
Frétt á dv.is.
Athugasemd: Orđlagiđ er ţreytt, orđin klisja. Hér má í stađinn segja eftir ađ sem er miklu skárra. Takiđ eftir hvađ fornafniđ ţess stendur hallćrislega. Saman ber mikilvćgi ţess og svo framvegis.
Tillaga: Eftir ađ Rússar skutu tugum stýriflauga á úkraínskar borgir á mánudaginn tóku
4.
geimflaugin hafnađi í sjónum viđ Íslandsstrendur.
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Fréttin er skrýtin, eiginlega slundasamlega skrifuđ. Á vísi.is kemur berlega fram ađ flaugin hafi lenti um 500 metrum frá ţeim stađ ţar sem henni var skotiđ upp. Vissulega viđ Íslandsstrendur en ...
Í fréttinni á vef Moggans er haft eftir forstjóra fyrirtćkisins sem stóđ ađ geimskotinu ađ ...
... geimskotiđ [sé] sigur fyrir samband Bretlands og Íslands og geimrannsóknir í Evrópu.
Ummćlin eru skrýtin, eiginlega bull.
Tillaga: geimflaugin lenti í sjónum skammt frá skotstađnum.
5.
Systrasvipurinn hefur ekki glatast međ árunum en hér má sjá ţćr tvítugar.
Frétt á blađsíđu 12 í Fréttablađinu 14.10.22.
Athugasemd: Ţetta er algengt orđlag í myndatextum fjölmiđla, hér má sjá. Sjá ekki flestir myndina fyrst og myndatextann á eftir?
Undir mynd af skipi stendur stundum: Hér má sjá skip. Hugsa blađamenn ekki ţegar ţeir semja myndatexta eđa er ofangreindur frasi ófrávíkjanlegur?
Tillaga: Systrasvipurinn hefur ekki glatast međ árunum, hér eru ţćr tvítugar.
6.
1922-nefndin, sem í sitja ţeir ţingmenn Íhaldsflokksins sem ekki sitja í ríkisstjórninni
Sviđsljós á blađsíđu 26 í Morgunblađinu 15.10.22.
Athugasemd: Aldrei á ađ byrja málsgrein á tölustaf. Engin undantekning er frá ţessari reglu, ţađ liggur í augum uppi. Hvađ skal ţá gera ţegar heiti er ađ hluta eđa öllu leyti í tölustöfum? Svariđ er einfalt: Umorđa. Gćta ţess ađ heitiđ međ tölunni sé inni í málsgreininni.
Málsgreinin er svona í heild sinni:
1922-nefndin, sem í sitja ţeir ţingmenn Íhaldsflokksins sem ekki sitja í ríkisstjórninni gćti hins vegar breytt ţeim reglum, sér í lagi ef nógu margir ţingmenn ákveđa ađ lýsa yfir vantrausti á Truss međ ţví ađ skila inn vantraustsbréfi til nefndarinnar.
Auđvelt er ađ breyta málsgreininni eins og gert er í tillögunni. Hitt er svo annađ mál ađ blađamađurinn skrifar afar fróđlega og góđa grein en ekkert ađ málfari hennar.
Tillaga: Ađeins 1922-nefndin getur breytt reglunum. Í henni eru ţingmenn Íhaldsflokksins sem ekki sitja í ríkisstjórn
7.
Ţetta kemur fram í dagbók lögreglu, en ţar segir ađ ţeir hafi veriđ ađ ráđast á fólk af handahófi
Frétt á fréttablađinu.is.
Athugasemd: Ljótt erđa. Menn ráđast á ađra af handahófi. Hingađ til hafa bófar valiđ sér fórnarlömb ađ vandlega athuguđu ráđi. Hvort skyldi nú vera skárra - eđa ţá verra?
Ţegar öllu er á botninn hvolft skiptir litlu hvers vegna einhverjir verđa fyrir líkamsárás. Lögin banna manni ađ berja annan. Punktur.
Í fréttatíma Ríkisútvarpsins kl. 12:20 ţann 16.10.22 var sagt ađ piltar hefđu ráđist á fólk ađ tilefnislausu. Miklu betra orđalag. Sérstaklega ber ađ hrósa blađamanninum fyrir ađ apa ekki eftir orđalagi löggunnar. Ţađ er mikill áfangi til sjálfstćđra og betri fréttaskrifa.
Tillaga: Ţetta kemur fram í dagbók lögreglu, en ţar segir ađ ţeir hafi ráđist á fólk ađ tilefnislausu
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.