Aukiš ofbeldi, žetta er ekki aš virka og drepa mįl

Oršlof

Lęšingur

Oršiš lęšingur er eingöngu notaš ķ föstum oršasamböndum eins og liggja ķ lęšingi, leysa eitthvaš śr lęšingi og losna śr lęšingi. 

Žessi sambönd eiga öll rętur ķ Snorra-Eddu. Lęšingur var fyrsti fjöturinn sem reynt var aš fjötra Fenrisślf meš en ślfurinn „leystist śr Lęšingi“ og žannig er oršasambandiš til komiš.

Oršaborgarar.

Athugasemdir viš mįlfar ķ fjölmišlum

1.

„Aukiš heimilisofbeldi žaš sem af er įrs.

Fyrirsögn į dv.is.                                          

Athugasemd: Eitthvaš viršist žetta fljótfęrnislega samiš. Į mįliš.is segir:

Sögnin auka er notuš bęši ķ jįkvęšu og neikvęšu samhengi. Žeir auka vinsęldir sķnar meš žessum ašgeršum. Žeir auka kostnašinn meš mistökum sķnum. 

Ef sagt er auka į eitthvaš er merkingin fremur ķ įttina viš aš magna eitthvaš óęskilegt, t.a.m. žessir atburšir auka į vandann.

Ķ fréttinni er vitnaš ķ tölfręši frį lögreglunni um heimilisofbeldi. Žar kemur fram aš tilkynningum um žaš hefur fjölgaš. Žar af leišandi er ešlilegra aš segja eins og fram kemur ķ tillögunni.

Tillaga: Heimilisofbeldi hefur aukist į įrinu. 

2.

120 til­kynn­ing­ar hafa borist Lyfja­stofn­un vegna gruns um al­var­lega auka­verk­un ķ kjöl­far bólu­setn­inga viš Covid-19.

Frétt į mbl.is.                                          

Athugasemd: Ekki skal byrja setningu į tölustöfum. Hvergi ķ heiminum er žaš gert nema į Mogganum. 

Tillaga: Lyfja­stofn­un hefur borist 120 tilkynningar um grun um alvarlegar aukaverkanir vegna bólu­setn­inga viš Covid-19.

3.

„Žaš sjį allir aš žetta er ekki aš virka.

Fyrirsögn į ruv.is.                                           

Athugasemd: „Er-sżkingin“ tekur viš af Covid-19.

Tillaga: Allir sjį aš žetta virkar ekki.

4.

„… aš nś vęri vitaš um 120 manns sem hefšu bjargast eša veriš fjarverandi af ķbśum blokkarinnar žegar slysiš varš …

Frétt į blašsķšu 17 ķ Morgunblašinu 26.6.21.                                          

Athugasemd: Žetta skilst ekki enda fréttin frekar illa skrifuš. Feitletrušu oršunum er greinilega ofaukiš.

Ķ fréttinni segir:

Hins vegar vęri hinn aukni fjöldi žeirra sem saknaš vęri mikiš bakslag. 

Žetta skilst ekki heldur. Ber vott um beina žżšingu śr ensku įn žess aš reynt sé aš koma innihaldinu til skila.

Hér er dęmi um handabaksvinnubrögš:

Žęr vonir žóttu hins vegar litlar, žar sem hęšir hśssins höfšu ekki skiliš eftir mikiš bil į milli sķn žegar žęr lögšust saman. 

Eflaust geta lesendur rįšiš ķ merkinguna en žaš er ekki nóg. Illa skrifuš frétt bitnar fyrst og fremst į lesendum.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

„Snowden telur frétt Stundarinnar drepa mįliš gegn Assan­ge.

Fyrirsögn į visir.is.                                            

Athugasemd: Mįlarekstur fyrir dómstólum „deyja“ ekki. Mįlum lżkur, ónżtast, eyšast, hętt er viš žau og svo framvegis, allt eftir žvķ hvernig žau žróast.

Į mbl.is er sama sagan. Žar segir ķ fyrirsögn:

Snowden lżsir yfir dauša mįlsins gegn Assange.

Blašamennirnir sem fréttirnar skrifušu freistast til aš žżša beint śt ensku, og śtkoman er slęm.

Žó er til oršalagi aš drepa mįli į dreif. Samkvęmt mįliš.is merkir žaš aš foršast kjarna mįlsins, reyna aš koma ķ veg fyrir aš nišurstaša nįist.

Tillaga: Snowden telur frétt Stundarinnar ónżti mįliš gegn Ass­an­ge.

6.

„Eftir žvķ sem lengri tķmi lķšur žvķ lengri tķma hefur viškomandi til žess aš labba lengra ķ burtu.

Frétt į visir.is.                                          

Athugasemd: Jafnvel ķ björgunarsveitum tala menn um aš fólk „labbi“ ķ staš žess aš ganga. Ótrślegt.

Ķ fréttinni segir:

Žaš var raunverulega bara žetta kerfi okkar sem leiddi okkur aš honum į žessum tķmapunkti,” segir hann.

Hvaš er eiginlega „tķmapunktur“? Ekkert, bara ónżtt orš sem reynt er aš troša inn ķ mįliš ķ staš žess aš segja nśna, žį, žarna og svo framvegis. Held aš žetta sé gagnslausasta oršiš ķ ķslensku mįli. Skįrra hefši veriš aš orša žetta svona:

Žaš var raunverulega bara žetta kerfi okkar sem leiddi okkur aš honum,” segir hann.

Berum saman žessar tvęr mįlgreinar. Sś seinni segir nįkvęmlega žaš sama og hin og er žó enginn „tķmapunktur“ žar.

Ķ fréttinni segir:

Hann var ķ įgętis dśnślpu, hann hafši eitthvaš hruflaš sig og dottiš og eitthvaš žess hįttar en annars bara nokkuš góšur.

Jį, hann var bara „góšur“. Hvaš merkir žaš? Var hann góšur mašur, var hann góšur aš tjį sig eša var lķkamlegt og andlegt įstand hans gott. Eigi žaš sķšara viš ber aš segja žaš ekki notast viš ķslensku śtgįfuna af enska oršalaginu „he was good“.

Nś til dags skrifa blašamenn ekkert hjį sér, taka allt upp sem višmęlandinn segir og skrifa sķšan oršrétt eftir honum, rétt eins og žeir séu einkaritarar. 

Ķ gamla daga var oft notast viš skrifblokkina og sķšan endurskrifaši blašamašurinn orš višmęlandans. Žó ekki oršrétt enda sķst af öllu verkefni fjölmišla aš dreifa mismęlum, ambögum og vitleysu. Mętti samt halda aš žaš sé markmišiš.

Tillaga: Eftir žvķ sem lengri tķmi lķšur žvķ getur mašurinn gengiš lengra ķ burtu.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband