Labba - hópur sem telur - lokaúrslit

Orđlof

Stokkur

Orđiđ stokkur í orđasambandinu stíga á stokk og strengja heit merkir: sćti, öndvegi.

Málfarsbankinn. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„„Stórkostlegur“ fornleifafundur í Kanada

Frétt á mbl.is.                                     

Athugasemd: Fornleifar eru skilgreindar sem mannvistarleifar sem eru 100 ára eđa eldri. Hvergi í heimild fréttarinnar sem er vefur CBS er talađ um „archaeology“ sem merkir fornleifafrćđi.

Blađamađurinn virđist ekki vita betur og lćtur vađa. Enginn fréttastjóri les yfir fréttina og samţykkir birtinguna nema ef vera skyldi ađ hann sé ekkert betur ađ sér en blađamađurinn.

Í fréttinni segir: 

Hćtti hann sam­stund­is ađ grafa og hringdi í yf­ir­mann sinn, sem kom samstund­is á stađinn.

Blađamađurinn sér ekki nástöđuna. Hann ţýđir ekki fréttina. Hvert ćtti yfirmađurinn ađ fara ef ekki „á stađinn“? Ţarf ađ taka ţađ fram? Í heimildinni segir:

He stopped and called his boss who went to see him right away.

Ţetta er skýrara en flćkjan í frétt Moggans.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Hvert ćtl­ar ţú ađ labba í sum­ar?

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Fréttin er viđtal viđ konu sem fer í gönguferđir um Ísland. Hvergi í fréttinni er sögnin ađ ganga notuđ, ţess í stađ „ađ labba“. Talsverđur munur er á orđunum. Yfirleitt gengur fólk en labb er lítilsháttar rölt, ef til vill innan íbúđar er úr bíl inn í búđ.

Í Íslenskri orđsifjabók er sagt ađ orđiđ sé leitt af norska orđinu „labb“ sem merkir fótur eđa úr sćnsku en ţar merkiđ orđiđ stór fótur. Í fćreysku merkir „labbi“ fótur eđa loppa.

Skilja má af fréttinni ađ konan fari í gönguferđir, ekki „labbiferđir“.

TillagaHvert ćtlar ţú ađ ganga í sumar.

3.

Hóp­ur­inn tel­ur tćp­lega 700 manns víđs vegar af land­inu.“

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Eru ekki tćplega 700 manns í hópnum? Skárra er ađ segja ađ fólkiđ sé víđa um land, ţví ţađ hefur ekki safnast saman. Á íţróttamóti kemur hins vegar fólk víđs vegar ađ af landinu eđa kemur víđa af landinu.

Tillaga: Í hópnum eru tćplega 700 manns, búsettir víđa um land.

4.

„Ómar átti frá­bćrt tíma­bil.

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Enskumćlendur myndu segja: 

Ómar had a great season.

Og blađamađurinn sem er frábćr í ensku, ţýđir orđin ekki hugsunina. Á ţýsku myndi ţetta vera á ţessa leiđ:

Ómar hat eine großartige Saison gespielt.

Sem er ekki neitt enskulegt, held ég.

Viđ sem hvorki kunnum ensku né ţýsku, tölum bara í stađinn ósköp venjulegt íslenskt alţýđumál, myndum orđa ţetta eins og segir í tillögunni. 

Tillaga: Ómar stóđ sig vel á tímabilinu.

5.

„Stađan orđin 3:2 fyr­ir Breiđablik og ţađ voru lokaúr­slit leiks­ins.

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Ofmćlt er ađ tala um „lokaúrslit“. Orđiđ úrslit merkir lyktir, málalok.

Úrslit í fótboltaleik verđa ţegar dómarinn segir leiknum lokiđ. Ţá blćs hann um leiđ í flautu og hćtta leikmenn ţá hlaupum og sparki.

Leik lýkur ađeins einu sinni og ţví er orđiđ „lokaúrslit“ ekki til.

Tillaga: Stađan orđin 3:2 fyr­ir Breiđablik sem voru úr­slit leiks­ins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband