Holur ķ hönnuninni - brś yfir sżki - sitjandi forseti

Oršlof

Bišgreišslukort og stašgreišslukort

Žegar fariš var aš nota kort til aš greiša fyrir vörur og žjónustu ekki sķšur en reišufé og įvķsanir voru žau żmist kölluš greišslukort eša žau voru kennd viš kortafyrirtękin sem gefa žau śt. 

Žaš dugar žó ekki alltaf til žvķ kortin eru tvenns konar, kreditkort og debetkort. 

Menn sętta sig misvel viš žessa blendinga jafnvel žótt oršin kredit og debet sé višurkennd hugtök ķ bókfęrslu og bankavišskiptum. 

Žess vegna hefur veriš lagt til aš kalla žessi kort bišgreišslukort og stašgreišslukort ķ samręmi viš hlutverk žeirra. 

Einnig hefur veriš stungiš upp į oršinu krķtarkort um kreditkort enda eru žau notuš til žess aš kaupa eitt og annaš „upp į krķt“ eins og stundum er sagt, ž.e.a.s. ’śt ķ reikning’.

Oršaborgarar. 

Athugasemdir viš mįlfar ķ fjölmišlum

1.

Ķ reglu­bók­inni kem­ur fram aš spil­ar­ar skuli ekki klęšast skóm sem eru meš opna tį og telj­ast nś Crocs vera ķ sama flokki vegna hol­anna ķ hönn­un­inni.“

Frétt į mbl.is. 

Athugasemd: Hvaš eru „holur ķ hönnuninni“? Mynd meš fréttinni sżnir skó meš götum yfir rist og į hlišum. Varla er blašamašurinn svo illa įttašur aš hann segi göt vera holur?

Hvaš er įtt viš oršalaginu „opin tį“? Eftir myndinni aš dęma er fremst hluti skóna, tįin, ekki opin.

Lesandinn skilur ekki fréttina og blašamašurinn reynir ekki aš skżra śt oršalagiš og hann beinlķnis eyšileggur fréttina. Aš vķsu er hśn frekar ómerkileg.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

Stjórn­ar­formašur breska bankans NatWest, How­ard Davies, hef­ur til­kynnt aš bank­inn muni setja į fót sjįlf­stętt eft­ir­lit til aš rann­saka til­drög žess aš bank­inn lokaši fyr­ir­vara­laust bankareikningi Nigel Farage ķ bank­an­um.“

Frétt į mbl.is. 

Athugasemd: Nįstašan ķ mįlsgreininni er ępandi. Fjórum sinnum kemur fyrir oršiš „banki“. Žvķ mišur er žetta ekki allt žvķ mįlsgreinin afar illa samin.

Oršalagiš „setja į fót sjįlfstętt eftirlit“ er beinlķnis rangt. Lķklegast er aš bankinn munu lįta rannsaka žetta tiltekna atvik. Eftirlit er ekki rannsókn. Žetta gengur ekki upp: „eftirlit til aš rannsaka“.

Af hverju ekki aš nota hvers vegna ķ staš „tildrög žess“. 

Mikilvęgt er aš blašamenn fjölmišla kunni hrafl ķ ķslensku, ekki er nóg aš žeir séu góšir ķ ensku. Oršalag į ensku eša öšrum tungumįlum į ekki aš žżša samkvęmt oršanna hljóšan į ķslensku. Hugsunin skiptir öllu.

Tillaga: Howard Davis stjórn­ar­formašur breska bankans NatWest hefur tilkynnt aš rannsakaš verši hvers vegna reikningi Nigel Farage var lokaš fyrirvaralaust.

3.

Borgin kosti til gerš sleppisvęšis viš Kalkofnsveg, kostnaš viš flutning einnar brśar yfir sżki viš götuna ...“

Frétt į dv.is. 

Athugasemd: Ekki veit ég hvaš „sleppisvęši“ merkir en er nokkuš viss um aš viš Kalkofnsveg er sjógönguseišum ekki sleppt né heldur er žar saušfé sleppt į fjall.

Svo er žaš žetta meš sżkina. Eflaust brįšsnjallt aš yfirvinna sjśkdóma meš brś. Viš nįnari umhugsun gęti veriš aš blašamašurinn rugli saman tveimur oršum; sżki og sķki. Merkingar žeirra eru gjörólķkar.

Tillaga: Engin tillaga.

4.

Um helmingur žeirra er kominn į eftirlaunaaldur og sitjandi forseti er įttręšur …“

Frétt į ruv.is. 

Athugasemd: Oršalagiš er svo rangt sem mest mį vera. Į ķslensku tölum viš um nśverandi forseta. Į ensku er hann nefndur „sitting president“. Grįtlegt er aš blašamenn į Rķkisśtvarpinu fįi aš skrifa svona įtölulaust.

„Sitjandi forseti“ merkir ekkert annaš į ķslensku en aš mašurinn sitji sem er andstęšan viš standandi forseta.

Fyrir nokkru var hér vķsaš ķ ummęli Gušrśnar Kvaran sem segir ķ grein um mįlfar ķ stjórnsżslu og į žaš einnig vel viš um fjölmišlafólk:

Żmsir žeirra sérfręšinga, sem vinna viš skżrslugerš af żmsu tagi, eru menntašir erlendis. Žeir hugsa margir um sérsviš sitt į mįli žess lands sem žeir lęršu ķ og skrifa oftast um žaš į sama mįli. Oršin ķ skżrslunum eru aš vķsu ķslensk en setningaskipan og form er erlent. 

Enskan er lęvķs og lipur, svo vitnaš sé ķ kunnan bókartitil. Allir žykjast kunna ensku en vandinn snżr aš žvķ aš koma henni til skila į ķslensku įn žess aš valda tjóni į mįlinu. „Sitjandi blašamašur“ Rķkisśtvarpsins sem skrifaši ofangreinda tilvitnun ętti aš hafa žetta ķ huga.

Tillaga: Um helmingur žeirra er kominn į eftirlaunaaldur og nśverandi forseti er įttręšur ….

5.

Skea er žekktur fyrir aš hafa bjartsżnna višhorf til loftslagsbreytinga en starfsbręšur sķnir.“

Frétt į į blašsķšu 13 ķ Morgunblašinu 31.7.23. 

Athugasemd: Žarna į aš standa starfsbręšur hans. Lakara er žó aš ķ fréttinni kemur hvergi fram ķ hvaša starfsgrein Jim Skea starfar og žvķ er óljóst hverjir starfsbręšur hans eru. Skea gęti starfaš į hjólbaršaverkstęši, gjafavöruverslun, framleitt salernispappķr eša veriš veršbréfamišlari. 

Meš žvķ aš gśgla manninn kemur ķ ljós aš hann er hįmenntašur og hefur sérhęft sig ķ loftlagsbreytingum. Lķklega hefur hann ekki eins miklar įhyggjur af žeim eins og margir ašrir rannsakendur.

Hitt telst slök blašamennska ef frétt er ekki nógu upplżsandi og lesandinn žarf aš leita annarra heimilda til aš skilja hana. 

Tillaga: Engin tillaga.

6.

Leištogar Afrķkurķkja hafa gefiš herforingjastjórninni ķ Nķger vikufrest til žess aš lįta af hendi völd ķ landinu.“

Frétt į blašsķšu 13 ķ Morgunblašinu 31.7.23. 

Athugasemd: Žetta er illa skrifuš mįlsgrein og tillagan lķtiš skįrri. Her „lętur ekki af hendi völd“ heldur leggur žau nišur.

Eftirfarandi hefši įtt aš orša betur: 

  • Hóta löndin žvķ aš beita afli gegn landinu …
  • Er žetta žrišja valdarįnstilraunin į žremur įrum sem snżr aš lżšręšislega kjörnum forseta landsins.
  • … en žurftu aš flżja vegna tįragass sem var į žį beitt. 
  • Franska rķkiš hefur fordęmt innbrotstilraunina og varaš viš žvķ aš žaš muni hefna sķn ef …
  • Nķger er stašsett į Sahel-beltinu ķ Vestur-Afrķku. 
  • … en sķšan žį hafa fimm valdarįn veriš framin ķ landinu, aš žessu meštöldu, og enn fleiri misheppnast. (Valdarįn og misheppnuš valdarįn)
  • Žessi tiltekna valdarįnstilraunin er višbragš viš „rżrnun öryggisįstands“ landsins ķ sambandi viš blóšsśthellingar Jihadista. 
  • Nķger er ķ sjöunda sęti į lista Alžjóšakjarnorkumįlastofnunar um śranķum-framleišendur heims en er samt sem įšur mešal fįtękustu landa heims. 

Blašamašurinn hefši įtt aš lįta einhvern lesa yfir fréttina fyrir birtingu. 

Tillaga: Leištogar Afrķkurķkja hafa gefiš herforingjastjórninni ķ Nķger vikufrest til aš leggja segja af sér.

7.

Talibanar segja tónlist valda sišferšisspillingu.“

Frétt į ruv.is. 

Athugasemd: Hvort spillir tónlist sišferši eša valdi sišferšisspillingu? Um žaš skal ekki rętt hér. 

Hitt er žó hafiš yfir allan vafa aš betra er aš nota sagnirnar frekar en hjįlparsagnir meš „nafnoršasögnum“.

Tillaga: Talibanar segja tónlist spilla sišferši.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband