Ókyrrđ í flugvél - boltar renna á gólfi - gera góđa heimsókn

Orđlof

Skilja illa skáldsögur

Tungumáliđ virđist vera ađ láta undan ógnarhrađri ţróun upplýsingatćkninnar. Öll tungumál ţróast reyndar til einföldunar og mín kynslóđ tjáir sig öđruvísi en foreldrakynslóđ mín. 

En ţessi breyting er mjög hröđ og lýsir sér til dćmis í ţví ađ skáldsögur sem nemendur lásu fyrir 15 árum eru mörgum illskiljanlegar í dag.

Jón Özur Snorrason, kennari. Blađsíđa 22 í Morgunblađinu 28.12.23. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Ell­efu farţegar slösuđust eft­ir ađ „furđuleg ókyrrđ” kom upp í flug­vél

Frétt á mbl.is. 

Athugasemd: Er ekki einsdćmi ađ ókyrrđ verđi „í flugvél“? Algengara er ađ flugvélar lendi í ókyrrđ, og ţá er hún utan dyra.

Tillaga: Ell­efu farţegar slösuđust eft­ir ađ flugvél lenti í „óvenjulegri ókyrrđ” …

2.

„Hann lést friđsam­lega í nótt, ađ sögn dags­blađsins Bild.

Frétt á mbl.is. 

Athugasemd: Sá látni er fyrrverandi fjármálaráđherra Ţýskalands, Wolfgang Schaeuble. Heimild Moggans er vefur ţýska fjölmiđilsins Bild. Ţar stendur:

Der CDU-Politiker starb am Dienstagabend (26. Dezember) friedlich im Kreise seiner Familie.

Á vef Reuters segir um Schaeuble:

… died peacefully late Tuesday …

Engin ţörf er á ađ segja ađ mađurinn hafi látist „friđsamlega“. Ţannig er ekki talađ á íslensku enda deyja fćstir međ látum ef svo má segja.

Lýsingarorđiđ friđsamlegur getur ţýtt svo óskaplega margt, til dćmis hljóđlátur eđa kyrrlátur. Erfitt er nota ţessi orđ svo vel sé. Ţví er langbest ađ sleppa ţví ađ tala um „friđsamlegt andlát“.

Villa er í textanum. Ţarna ćtti ađ standa dagblađ ekki „dagsblađ“.

Á Vísi stendur:

Ţýska fréttastofan DPA segir hann hafa andast í fađmi fjölskyldu sinnar í gćrkvöldi.

Ţetta er vel skrifađ.

Tillaga: Hann lést í nótt samkvćmt ţví sem fram kemur á vefsíđu ţýska fjölmiđilsins Bild.

3.

„Altjón viđ Víkurbraut ţar sem boltar renna eftir gólfinu.

Frétt á Vísi. 

Athugasemd: Yfirleitt rúlla boltar á gólfi, ađ minnsta kosti sé ýtt viđ ţeim. Talsverđur munur er á sögnunum ađ rúlla og renna. 

Óneitanlega er ţetta frekar hallćrisleg málsgrein. Betra hefđi veriđ ađ tala um halla á gólfinu, húsiđ hafi skekkst.

Tillaga: Altjón viđ Víkurbraut ţar sem gólfiđ hallar.

4.

„West Ham gerđi góđa heim­sókn á Emira­tes-völ­inn og …

Frétt á mbl.is. 

Athugasemd: Sorglegt hversu margir íţróttablađamenn eru fastir í ensku orđalagi á íslensku. Enskumćlandi segja:

West Ham made a good visit to the Emirates stadium and … 

„Gerđi góđa heimsókn“ og „made a good visit“. Ástćđa er til ađ hvetja blađamenn til ađ hugsa. Ţađ reynist oft farsćlt.

Ég spái ţví ađ innan skamms ţyki ţađ aftur frumlegt ađ skrifa blátt áfram, án allra hallćrislegra orđalagsskreytinga. 

Mikilvćgast af öllu er ađ geta komiđ ţekkingu sinni og upplýsingum yfir á íslenskt mál svo sómi sé ađ fyrir blađamanninn og fjölmiđilinn.

Tillagan er skárri en tilvitnunin.

Tillaga: West Ham vann Arsenal á Emira­tes-vellinum og …

5.

Um ţessar mundir hef ég veriđ dómsmálaráđherra í 200 daga. Ţessir 200 dagar hafa …“

Ađsend grein á blađsíđu 17 í Morgunblađinu 29.12.23. 

Athugasemd: Ţetta er kölluđ nástađa er alltaf ljót. Ţegar höfundurinn hefur einu sinni nefnt dagafjöldann ţarf ekki ađ nefna hann aftur, síst af öllu í nćstu málsgrein, og raunar ekki heldur í lok greinarinnar, sem hann ţó gerir. 

Afskaplega auđvelt er ađ komast hjá nástöđunni eins og tillagan ber međ sér.

Í greininni segir:

Ég finn ţungt fyrir mikilli ábyrgđ sem mér hefur veriđ falin …

Hver er munurinn á ađ finna „ţungt fyrir mikilli ábyrgđ“ og finna til ábyrgđar? Enginn nema orđagjálfriđ.

Eftirfarandi er skárra:

Ég finn til ábyrgđar minnar …

Mikilvćgt er ađ stjórnmálamenn hafi trúnađarmann sem lesi yfir greinar og rćđur.

Tillaga: Um ţessar mundir hef ég veriđ dómsmálaráđherra í 200 daga. Ţeir hafa ….

6.

Ţórdís Elva, sem er 23 ára, skrifađi undir tveggja ára samning viđ Växjö og sagđi viđ Morgunblađiđ …

Frétt á blađsíđu 54 í Morgunblađinu 30.12.23. 

Athugasemd: Frábćrt. Blađamađurinn fellur ekki í sömu gryfju og ađrir, hefđi getađ sagt eins og hinir; „hin 23 ára“. Ţađ gerir hann ekki og verđskuldar ţví hrós.

Tillaga: Engin tillaga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband