Klappa sjįlfum sér į bakiš - jólin koma viš enda įrsins - ofan heimskautsbaugs

Oršlof

Strętisvagn og rśta

Ķ ķslensku er geršur greinarmunur į stórum faržegabķlum eftir žvķ hvort žeir eru einkum notašir innanbęjar eša į milli fjarlęgari staša. Ķ fyrra tilvikinu er talaš um strętisvagn - eša strętó - en rśtu ķ žvķ sķšara. Algengt er žó aš sama oršiš sé notaš um hvort tveggja ķ tungumįlum.

Oršiš rśta er tökuorš sem er ęttaš śr frönsku en komiš ķ ķslensku ķ gegnum dönsku. Franska oršiš getur bęši merkt ’vegur’ og ‘leiš’ en ķ dönsku er žaš einungis notaš ķ sķšari merkingunni. 

Ķ ķslensku hefur merking oršsins aftur į móti fęrst af sjįlfri leišinni yfir į farartęki sem gengur įkvešna leiš.

Oršaborgarar. 

Athugasemdir viš mįlfar ķ fjölmišlum

1.

Žaš er ęvintżri lķkast hvernig fiskinum er komiš į legg.“

Frétt į blašsķšu 8 ķ Morgunblašinu 23.12.23. 

Athugasemd: Įhugavert er aš sjį hvernig oršalag og orštök fjarlęgast uppruna sinn. Börnin komast į legg,  vaxa śr grasi; verša fulloršin. Skepnur komast lķka į legg og svo framvegis. Oršalagiš aš komast į legg merkir einfaldlega aš stįlpast, žroskast.

Vel mį vera aš fiskar „komist į legg“, žaš er žroskist og nįi fullri stęrš. Skrifari žarf aš vanda sig, skoša hvort oršalag hęfir efni.

Tillagan er ekki góš en skįrri en tilvitnunin. Hins vegar er fréttin afar įhugaverš og raunar vel skrifuš.

Tillaga: Žroski fisksins er ęvintżralegur.

2.

„46 gįmar fuku af flutningskipinu …

Frétt į ruv.is. 

Athugasemd: Tölustafi į aldrei nota ķ upphafi mįlsgreinar, hvorki ķ fréttum, ritgeršum eša sögum. Aldrei.

Ķ fréttinni segir:

… aš hann hafi aldrei séš annaš eins magn af reka.

Betur fer į žvķ aš tala um annan eins reka. Magn į ekki viš, ekki frekar en fjöldi. Reki getur hins vegar veriš mikill eša lķtill og allt žar į milli.

Yfirleitt er talaš um flutningaskip en ekki flutningsskip. Hiš sķšara er žó ekki rangt.

Tillaga: Fjörtķu og sex gįmar fuku af flutningsskipinu ….

3.

„… ašspuršur hvort hann klappaši sjįlfum sér į bakiš eša öšrum yfir įrangri félagsins.

Frétt į Vķsi. 

Athugasemd: Oršalagiš aš klappa einhverjum į bakiš tröllrķšur fréttum, sérstaklega ķžróttafréttum. Varla nokkur getur hrósaš öšrum eša veitt višurkenningu. 

Bjįlfalegast af öllu er žegar sagt er aš einhver „klappi sjįlfum sér į bakiš“ enda er ekki hęgt gera žaš eins og žegar öšrum er klappaš ķ višurkenningarskyni. Skylt žessu er  žaš fįrįnlega oršalag „aš standa meš sjįlfum sér“. Sį sem grķpur til svona oršalags hefur greinilega ekki žį mįltilfinningu sem naušsynleg er til aš geta skrifaš fréttir.

Tillaga: … ašspuršur hvort hann eigi ekki heišurinn af įrangri félagsins.

4.

„Jólin koma viš enda įrsins og einkennist žessi tķmi af miklum hįtķšarhöldum.

Frétt į ruv.is. 

Athugasemd: Ķ hreinskilni sagt er fréttin afar illa skrifuš. Nokkurn dęmi mį taka.

Sagt er aš jólin komi „viš enda įrsins“. Aldrei er tekiš žannig til orša. Įr er tķmabil, žegar žaš er nęrri žvķ lokiš eru jól. Enginn talar um „enda sólarhringsins“ held lok hans.

Óskiljanlegt er aš taka vištal viš žjóšfręšing um jól įn žess aš nefna varla kristni en tönglast žess ķ staš į hįtķš sem sögš er hafa veriš ķ heišni um vetrarsólstöšur. Um žetta er ekkert vitaš, allt įgiskanir.

Ķ fréttinni segir:

Tališ er žó aš höfšingjar hafi haldiš miklar veislur į žessum tķma og bošiš fólki af nęstu bęjum. Žį hafi einnig veriš drukkin jól og borinn fram góšur matur og drykkur.

Žetta er afskaplega mikil einföld og jafnvel barnaleg framsetning. Ekkert er getiš um hvenęr žetta į aš hafa gerst. 

Ķ fréttinni segir:

… segir aš tķmatal okkar hafi oft mikiš aš gera meš hvenęr hįtķšarhöld lenda. 

Žetta er klśšursleg mįlsgrein og óskiljanleg.

Ennfremur segir:

Ašspurš um žaš hvaš einkenni nśtķmajól og hvaš hįtķšin stendur fyrir ķ dag segir Dagrśn Ósk erfitt aš festa fingur į žaš nįkvęmlega.

Hvorki višmęlandinn né blašamašurinn vita hvaš jólin, kristmessa, eru ķ huga fólks.

Ķ fréttinni kemur žetta fram:

Žaš sem er ekki falliš ķ gleymsku en fer žó hverfandi eru jólakortin,“ segir Dagrśn Ósk. „Žaš er hefš sem fer fękkandi mjög meš įrunum …

„Hefš sem fer fękkandi“. „Hefš sem fer hverfandi“. Skilur einhver svona?

Fréttin er afar yfirboršsleg og skilur ekkert eftir.

Tillaga: Jólin koma ķ lok įrsins og einkennist af miklum hįtķšarhöldum.

5.

„Žetta er ein mesta vķta­spyrna sem ég hef séš į ęvinni.

Frétt į mbl.is. 

Athugasemd: Ekkert er aš oršalaginu nema žaš eitt vķtaspyrnan ķ fótboltaleiknum var aldrei tekin, aldrei var dęmd vķtaspyrna sem honum žótti ranglįtt.

Žetta er žvķ tóm vitleysa og žannig tala ķžróttablašamenn. Žeir hafa mikiš vit į fótbolta en eru frekar slappir ķ skrifum. Hér er eitt dęmi:

Hann er langt frį žvķ aš vera ķ nįtt­śru­lega stöšu

Enginn veit hvaš er aš vera ķ „nįttśruleg staša“ ķ fótbolta. Žarna į aš standa nįttśrulegri. Žó svo aš fallbeygingin hefši veriš rétt veit ekki neinn hvaš mašurinn į viš.

Tillaga: Žarna hefši įtt aš dęma vķtaspyrnu, broti var greinilegt aš mķnu mati.

6.

„Stušningsmannahópur Manchester United gaf frį sér yfirlżsingu …

Frétt į Vķsi. 

Athugasemd: Fljótfęrnin mun gera śt af viš blašamanninn sem skrifaši fréttina. Ķ upphafi fréttarinnar sem ķ heild er afar stutt segir:

Stušningsmannahópur Manchester United gaf frį sér yfirlżsingu žar sem varpaš var ljósi į įhyggjur og efasemdir …

Fimm lķnum nešar stendur:

Stušningsmannaklśbbur Manchester United gaf svo frį sér yfirlżsingu žar sem lįtiš var ķ ljós blendnar tilfinningar …

Ofangreind nįstašan blasir viš lesendum en blašamašurinn tekur ekki eftir henni.

Fréttin hangir varla saman žvķ blašamašurinn var aš flżta, bśinn aš snęša hamborgarahrygginn og eftirrétturinn ķ žann mund aš koma į matarboršiš. Hiš ótrślega er aš žetta geršist į ašfangadagskvöldi, fréttin var birt klukkan 19:45. Svo mikill var flżtirinn aš lesendur skipta blašamanninn engu.

Tillaga: Engin tillaga.

7.

„… śr fang­elsi sķnu nį­lęgt Moskvu til fanga­nż­lendu fyr­ir ofan heim­skauts­baug.

Frétt į mbl.is.

Athugasemd: Yfirleitt er talaš um aš eitthvaš sé noršan viš heimskautsbauginn. Į ensku er talaš um „above arctic circle“. Margir sem žżša beint śr ensku eru ekki vel aš sér ķ ķslensku.

Į landakorti sem hangir į vegg snżr noršur ętķš upp. Enginn segist žó fara frį Reykjavķk og upp į Snęfellsnes eša upp į Skagaströnd. Aš vķsu hefur fest ķ mįlinu oršalagiš aš „fara upp į Akranes“ og hlęr enginn lengur aš žvķ. Oršalagiš aš fara til Akraness viršist hafa horfiš.

Sį sem fer ķ heimsókn upp į Akranes oršar žaš aldrei svo aš hann fari til baka nišur til Reykjavķkur. Žį yrši lķklega hlegiš.

Til er ķ mįlinu orštakiš aš „fara noršur og nišur“ og er žaš sķst af öllu ósk um góša ferš.

Merkilegt er hvernig feršum fólk er hįttaš vķša um landiš. Föšurfólk mitt fór tķšum frį Stykkishólmi og „fram ķ eyjar“ en viš ęttlerarnir förum śt ķ eyjar. Ķ Eyjafirši fara menn „fram ķ fjörš“ og halda til sušurs, ekki noršurs.

Fjölskylda vinar mķns sem ęttašur er śr Ašalvķk segist fara noršur žangaš en viš óskyldir teljum okkur vera į leiš vestur į firši žó svo aš viš séum ķ sama bķl.

Enn segja žeir sem fara yfir Hellisheiši aš žeir séu į leiš austur fyrir fjall sem er bölvuš della, en samt oršar mašur žaš žannig.

Heimsskautsbaugarnir eru merkileg fyrirbęri. Į vef Almanaks Hįskóla Ķslands segir:

Heimskautsbaugar heita baugar sem dregnir eru į landabréf nįlęgt 66,5° noršlęgrar og sušlęgrar breiddar. […]

Heimskautsbaugarnir eiga aš afmarka žau svęši viš heimskaut jaršar žar sem sólin (nįnar tiltekiš sólmišjan) getur horfiš undir sjónbaug ķ heilan sólarhring eša lengur aš vetrinum en getur žį jafnframt veriš į lofti heilan sólarhring eša lengur aš sumrinu žannig aš sjį megi mišnętursól. 

Fróšlegt er aš lesa įframhaldiš į vefnum.

Tillaga: … śr fang­elsi sķnu nį­lęgt Moskvu ķ fanga­nż­lendu noršan heim­skauts­baugs.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband