Beittu ofbeldi sem varđ til ţess ađ mađur fékk áverka

Orđlof

Seigla

Samheiti ţanţol, ţrautseigja: Hćfni einstaklings til ađ standast eđa styrkjast í glímu viđ erfiđleika eđa mótlćti. Slík hćfni birtist međal annars í ţví ađ einstaklingur lítur á krefjandi viđfangsefni sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál.

Íđorđabankinn. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Vatnshćđ hefur lćkkađ lítillega í Skaftá.

Fyrirsögn á ruv.is.                                     

Athugasemd: Hćđ vatnsins hefur lćkkađ. Er ekki einfaldara ađ segja ađ vatniđ hafi minnkađ? Í fréttatíma Ríkisúrvarpsins sagđi ţulur ađ vatnsyfirborđiđ hafi lćkkađ og er ţađ vel orđađ.

Tillaga: Vatniđ í Skaftá hefur minnkađ lítillega.

2.

„Kennarinn opnar hurđina og ţá er allt undir­lagt í reyk.

Fyrirsögn á fréttablađinu.is.                                     

Athugasemd: Lýsingarorđiđ undirlagt merkir ţađ sem hefur veriđ lagt undir, til dćmis af dóti eđa vera altekinn, til dćmis af verkjum eđa jafnvel af ást. Orđiđ undirlagt er ekki gott ţegar talađ er um reyk.

Í fréttinni segir:

Eldur kviknađi í Hreyfingu í morgun.

Betur fer á ţví ađ segja ađ eldur hafi kviknađ í húsnćđi Hreyfingar.

Tillaga: Kennarinn opnar hurđina og ţá er allt fullt af reyk.

3.

118 kórónuveirusmit greindust um liđna helgi …“

Frétt á blađsíđu fjögur í Morgunblađinu 5.9.21.                                     

Athugasemd: Einn af reyndustu blađamönnum Moggans heldur ađ ţađ sé í lagi ađ byrja málsgrein á tölustöfum. Hann virđist vera fyrirmynd nokkurra annarra blađamanna á fjölmiđlinum sem hafa ţennan háttinn á í skrifum sínum, sérstaklega um kórónuveiruna. 

Tillaga: Um síđustu helgi greindust 118 kórónuveirusmit …

4.

„Okkar bestu menn í málmi og sérlegir vinir Lesbókar, Anvil, sitja ekki auđum höndum fremur en fyrri daginn en í byrjun vikunnar upplýsti söngvari sveitarinnar, Lips eđa Vari, á samfélagsmiđlinum Twitter ađ ţeir félagar hefđu lokiđ viđ upptökur á nýrri breiđskífu í Ţýskalandi, ţeirri nítjándu í röđinni.

Frétt á blađsíđu 28 í sunnudagsblađi Morgunblađsins 4.9.21.                                     

Athugasemd: Langar málsgreinar eru oftast illskiljanlegar. Ofangreinda ţurfti ég ađ lesa nokkrum sinnum til ađ skilja. Ţó veit ég ekki hvađ átt er viđ međ „bestu menn í málmi“ eđa hverjir séu „vinir Lesbókar“. Höfundurinn hefđi átt ađ stytta málsgreinina, setja punkt einhvers stađar til ađ kvelja ekki lesendur.

Annars er ţessi stutta frétt ansi skondin. Í lok hennar segir:

Anvil hefur samviskusamlega reynt ađ slá í gegn í 43 ár en án árangurs. 

Ţá hló ég. Veit ekki af hverju. Líklega í virđingarskini fyrir seiglu tónlistarmannsins og köllun hans.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

„Styđur liđsfélaga sína í ađ labba af velli.

Fyrirsögn á ruv.is.                                     

Athugasemd: Fótboltamenn sem meiđast í leik gćtu ţurft ađstođ viđ ađ komast af vellinum. Fyrirsögnin á hins vegar ekki viđ ţađ. Fótboltamađurinn er ađ lýsa yfir stuđningi sínum viđ ţá sem er misbođiđ vegna kynţáttafordóma og ganga af velli í mótmćlaskyni.

Fyrirsögnin er óskaplega léleg og síst af öllu gegnsć, en heldur betur misvísandi.

Venjulega ganga leikmenn ţegar ţeir hlaupa ekki. Og svo er um alla sem ekki rölta. 

Tillaga: Styđur liđsfélaga sína sem munu ganga af velli vegna kynţáttafordóma.

6.

„Ţar eiga ţrír einstaklingar hafa ráđist á einn, beitt hann ofbeldi sem varđ til ţess ađ mađurinn fékk áverka, og haft af honum verđmćti, og komist undan.

Frétt á dv.is.                                      

Athugasemd: Löggufréttir fjölmiđlanna eru yfirleitt hrikalega illa skrifađar. Verra er ađ blađamenn birta hrođann úr dagbók löggunnar og hnika varla til einu orđi. 

Í fréttinni er talađ um „ţrjá einstaklinga“ ekki menn. Hvers vegna? Kom hver úr sinni áttinni og sameinuđust um ađ berja manninn og rćna?

Ţeir „beittu ofbeldi sem varđ til ţess ađ hann fékk áverka“. Ţetta er nú meira bulliđ.

Á alţýđumáli er átt viđ ađ ţremenningarnir hafi bariđ manninn. En auđvitađ má ekki tala hreint út eins og heimskur almenningur. Hefja ţarf frásögnina upp í lögfrćđistíl eđa öllum heldur kansellístíl svo öllum megi vera ljóst ađ löggan er hafin yfir pöpulinn. Á ţessum rugli er engin önnur skýring.

Svo segir ađ ţeir hafi „haft af honum verđmćti“. Almenningur hefđi sagt ađ ţeir hefđu stoliđ af honum, rćnt hann.

Lélegt er ţetta hjá Dv en ekki er ţađ betra hjá mbl.is. Ţar segir:

Lög­reglu var til­kynnt um rán í miđbć Reykja­vík­ur á fjórđa tím­an­um í nótt ţar sem ţrír einstak­ling­ar réđust á einn, veitt hon­um áverka og komust und­an međ verđmćti sem hann hafđi međ međferđis. Ţetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuđborg­ar­svćđinu.

Ađ mestu er ţetta samhljóđa fréttinni í Dv. Munurinn er líklega sá ađ sá sem var rćndur hafđi verđmćti međferđis. Hvers vegna skýtur blađamađurinn ţessu inn í frásögnina? Útilokađ er ađ rćna mann ţví sem hann hefur ekki. Blađamađurinn hafđi ekki fyrir ţví ađ lesa yfir fréttina áđur en hann birti hana. Annars hefđi hann varla skrifa „međ međferđis“.

Á Vísi er fréttin af atburđinum styttri, sem er skárra, en ţó er bjánalegu orđalagi löggunnar haldiđ:

Ţrír einstaklingar réđust ţar á mann, veittu honum áverka og rćndu hann. 

Ţarna hefđi ađ skađlausu mátt segja:

Ţrír menn rćndu annan og börđu.

Á fréttablađinu.is segir svo:

Á fjórđa tímanum í nótt var síđan til­kynnt um rán í miđ­bćnum. Höfđu ţar ţrír ein­staklingar ráđist á einn og stoliđ af honum verđ­mćtum. Hlaut hann á­verka viđ á­rásina en máliđ er nú til rann­sóknar hjá lög­reglu.

Efnislega er sáralítill munur á frásögninni. Ađeins reynt ađ breyta út af ţví sem segir í dagbók löggunnar og ekki til bóta.

Á vefútgáfu Ríkisútvarpsins finnst engin frétt sem byggđ er á dagbók lögreglunnar. Ţađ er afar gott og fćr fréttastofan hrós fyrir ađ hafa stađist freistinguna.

Svokölluđ dagbók löggunnar er eins og áđur sagđi yfirleitt bjánalega skrifuđ. Međ henni er búiđ til flókiđ lögfrćđimál međ aragrúa orđa sem sjaldnast eru notuđ í daglegu tali fólks; vettvangur, brotaţolar, vista í fangaklefa og svo framvegis. Höfundarnir halda til dćmis ađ póstnúmer í Reykjavík séu hverfisheiti. 

Verstir eru ţó fjölmiđlar sem birta dagbókina án ţess ađ gera neinar umtalsverđar breytingar á orđalagi. Birta allt, hversu nauđaómerkilegir atburđirnir eru en huga ekki ađ ţeim sem kunnađ hafa eitthvert fréttagildi. 

Öllu er gagnrýnislaust dćlt inn á vefsíđur fjölmiđlanna, orđalag löggunnar sem er óskrifandi fćr ađ halda sér og menga fréttina.

Tillaga: Ţrír menn réđust á annan, rćndu hann, börđu til óbóta og flúđu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og ţarf starf hjá ţér. En mađur opnar dyrnar, ekki hurđina.

Petur Kjartansson (IP-tala skráđ) 6.9.2021 kl. 09:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband