Notkun gerir vart viđ sig - orsaka tjón - ástarsamband međ lögmanni

Orđlof

Vera kominn á steypirinn

Í orđatiltćkinu ađ vera kominn á steypirinn, sem einkum er haft um konur sem eru komnar nćrri ţví ađ ala barn, geymist gömul orđmynd, ţolfallsmyndin steypir. 

Nú hafa orđ af ţessu tagi yfirleitt ekkert ’r’ nema í nefnifalli og ţannig var ţađ líka í fornu máli en á tímabili hélst r-iđ í flestum beygingarmyndum (lćknirar, kíkirnum). Orđiđ steypir heyrist sjaldan nema í ţessu sambandi en bókstafleg merking ţess er ’hengiflug’.

Orđaborgarar. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Notk­un blysa og reyk­sprengja gerđi einnig gjarna vart viđ sig.

Frétt á mbl.is.

Athugasemd: Gerđi notkunin „vart viđ sig“? Svona orđalag gengur ekki upp og sá sem hefur sćmilega málkennd hlýtur ađ átta sig á ţví. Sjaldgćft er ađ sjá stafsetningavillur en hér er ein.

Tillaga: Blys- og reyksprengjum var stundum beitt.

2.

„… ađ ţađ, auk frágangs verksins, hafi orsakađ tjóniđ.

Frétt á vísi.is. 

Athugasemd: Betur fer á ţví ađ nota hér sögnina ađ valda.

Tillaga: … ađ ţađ, auk frágangs verksins, hafi valdiđ tjóninu.

3.

„Dómsmálaráđherra segir komiđ ađ ţví ađ stíga fast til jarđar í baráttunni viđ glćpahópa.

Frétt á vísi.is. 

Athugasemd: Dálítiđ einkennilegt orđalagiđ „ađ stíga fast til jarđar“. Gćti veriđ sagt um tröll í ţjóđsögu. Ţau eru líklega ekki til lengur.

Í dag vilja ţeir sem stíga fast til jarđar  vera ákveđnir, láta til sín taka, standa sig, taka af skariđ, taka sig á og svo framvegis. Gott er ađ standa styrkum fótum, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.

Seigla er umfram allt einkennisorđ sem mér finnst eiga viđ Dóru – uppgjöf er ekki til í hennar orđabók. Sjálf segist hún muni standa í fćturna svo lengi sem hún getur og stíga fast til jarđar – og ţađ gerir hún í orđsins fyllstu merkingu,“ sagđi Halldóra Haraldsdóttir.

Ţetta var sagt um Dóru Ólafsdóttur sem varđ 109 ára áriđ 2021. Mjög vel sagt og ţetta skilja allir. Heimildin er akureyri.net. Dóra lést í febrúar 2022.

Tillaga: Dómsmálaráđherra segir komiđ ađ ţví ađ efla baráttuna gegn glćpahópum.

4.

„Í ástarsambandi međ lögmanni sínum.

Frétt á mbl.is. 

Athugasemd: Spurningin sem brennur á flestum er ţessi: Hvort er mađurinn  í ástarsambandi međ eđa viđ lögfrćđinginn?

Getur veriđ ađ sé hann í ástarsambandi međ lögmanni sínum taka fleiri ţátt? 

Tillaga: Engin tillaga.

5.

„… eđa hryđjuverk vćru nokkuđ sem ađeins gerđist erlendis.

Staksteinar á blađsíđu 8 í Morgunblađinu 23.9.22.

Athugasemd: Gleđjast má yfir smáu. Minni háttar skrifarar hefđu sagt ađ „hryđjuverk vćri eitthvađ sem ađeins gerđist erlendis.“ Sem betur fer eru margir betur skrifandi.

Tillaga: Engin tillaga.

6.

„Viđbragđsáćtlanir til stađar komi til hryđjuverkaárása.

Frétt á ruv.is.

Athugasemd: Allt er „til stađar“ núorđiđ, ekkert er tilbúiđ, fyrirfram gert eđa unniđ og svo framvegis. 

Mikilvćg er ađ grípa ekki til orđalags sem er vinsćlast hjá fjölmiđlum heldur láta tungumáliđ njóta sín.

Hér fćri til dćmis betur á ţví ađ segja ađ til séu viđbragđsáćtlanir og brjóta ţannig upp steinrunniđ orđalag.

Tillaga: Til eru viđbragđsáćtlanir komi til hryđjuverkaárása.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband