Rúta innihélt barnafjölskyldur - sigra stríđiđ - 800 milljónir

Orđlof

Komma

Komma er notuđ ţegar setningar koma hver á eftir annarri í sömu málsgrein án ţess ađ ţćr séu tengdar međ samtengingu. 

Setningar eru ţví annađhvort ađgreindar međ kommum eđa tengdar međ samtengingum.  

Sumir fengu ís ,  ađrir vildu frekar köku.

Sumir fengu ís en ađrir vildu frekar köku.

Rúna vann fyrstu skákina ,  gerđi tvö jafntefli en tapađi fjórđu skákinni.

Rúna vann fyrstu skákina og gerđi tvö jafntefli en tapađi fjórđu skákinni.

Mér leiddist inni ,  gat ekki fest hugann viđ neitt ,  fór út og gekk dálitla stund.

Íslensk réttritun eftir Jóhannes B. Sigtryggsson.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Réđust á rútu sem innihélt barnafjölskyldur.

Frétt á dv.is. 

Athugasemd: Í sjálfu sér er ţetta ekki rangt en telst einstaklega kjánalegt orđalag og bendir til ađ blađamađurinn sé ekki vanur skrifum. Varla ţarf ađ útskýra ţetta nánar. 

Tillaga: Réđust á rútu sem í voru barnafjölskyldur.

2.

Liđiđ spilađi áferđafallegan og sókndjarfan fótbolta en ţađ dugđi ekki til sigurs.

Frétt á dv.is. 

Athugasemd: Hvernig getur ţađ gerst ađ svo fallega rituđ málsgrein sé í fjölmiđlinum DV sem síst af öllu er ţekktur fyrir vandađ málfar. Ofangreind málsgrein glitrar sem perla í xxx. Meira ađ segja öll fréttin er vel skrifuđ.

Ekki ţekki ég blađamanninn, hvorki persónulega né af afspurn. Myndi ráđleggja ritstjóra DV ađ fá hann til ađ kenna öđrum blađamönnun ađ skrifa á góđri íslensku og vanda stílinn.

Öđrum fjölmiđlum ráđlegg ég ađ reyna ađ bera víurnar í blađamanninn. Hann vćri alls stađar happafengur. Tek ţađ fram ađ ţessi umsögn er ekki og á ekki ađ vera oflof.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

„… en vildi ekki svara ţví hver hann vildi ađ sigri stríđiđ né …

Frétt á ruv.is. 

Athugasemd: Útilokađ er ađ „sigra stríđ“ vegna ţess ađ stríđ er ástand en ekki ţátttakandi. Ţar af leiđir ađ hćgt er ađ sigra í stríđi og í keppni.

Fréttin er ekki vel skrifuđ. Í henni stendur til dćmis:

Rússar og Úkraínumenn eru ađ deyja. Ég vil ađ ţeir hćtti ţví og ţví get ég bjargađ á sólarhring.

Seinni málsgreinin er óskiljanleg en höfđ eftir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og blađamađurinn hefđi átt ađ benda á hversu órökrétt tal hans er.

Í fréttinni stendur:

Hann sagđi ađ ef Demókratar samţykki ekki stórfelldan niđurskurđ á fjárhagsáćtlun ţyrftu Repúblíkanar ađ knýja fram vanskil

Hvađ merkir ađ „knýja fram vanskil“? Ţeir sem fylgjast međ bandarískum stjórnmálum vita ađ átt er viđ skuldaţak bandarískra fjárlaga, sé hámarkiđ ekki hćkkađ leiđir ţađ til vanskila ríkissjóđs. Óljóst er hins vegar hvort blađamađurinn viti ţađ ţví hann gerir ekki neina tilraun til ađ skýra orđalagiđ út fyrir lesendum sem margir vita ekki.

Tillaga: … en vildi ekki svara ţví hver hann vildi ađ sigri í stríđinu né …

4.

„Sagđi stofnunin ađ fyrirhugađur brottflutningur myndi skilja eftir sig stórt og hćttulegt skarđ fyrir starfsemi versins.

Frétt á blađsíđu 42 í Morgunblađinu 11.5.23.

Athugasemd: Orđalagiđ er óskiljanlegt. Blađamađurinn hefđi átt ađ skýra ţetta nánar. 

Í fréttinni stendur:

… og sagđi hann ađ Rússar vćru hryggir yfir andláti Soldins, en ađ ţađ ţyrfti ađ rannsaka betur hvernig andlátiđ hefđi boriđ ađ höndum. 

Orđiđ andlát er ţarna í nástöđu sem auđvelt er ađ komast hjá.

Mađurinn  á vígstöđvunum í Úkraínu, féll. Betur hefđi fariđ á ţví ađ tala um dauđa hans frekar en andlát.

Ađ öđru leyti er greinin vel skrifuđ og afar fróđleg eins og blađamanninum er von og vísa.

Tillaga: Engin tillaga

5.

800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins áriđ 2023 er …

Ađsend grein á blađsíđu 45 í Morgunblađinu 11.5.23. 

Athugasemd: Greinarhöfundur byrjar grein sína á tölustaf sem er furđulegt. Ekki á ađ setja tölustaf í upphafi málsgreinar. Aldrei. 

Sá sem  skilur ekki regluna ćtti ađ gúgla hana eđa spjalla viđ íslenskukennara.

Tillaga: Átta hundruđ milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins áriđ 2023 er …


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband